Monday, June 30, 2014

Spjall úr Sportþættinum


Fulltrúi NBA Ísland var í spjalli í Sportþættinum á Suðurland FM fyrir skömmu.

Friday, June 27, 2014

Skátar Sixers



NBA Ísland rennir yfir nýliðavalið í nótt


Nýliðavalið í NBA deildinni er eiginlega júróvisjón körfuboltaáhugamanna, nema hvað draftið er auðvitað ekki glórulaus og rándýr rúnkseremónía fyrir plebba þar sem mestmegnis hæfileikalaust og athyglisjúkt pakk keppir í klisjugangi og væli.

Við höfum oftast frekar lítinn áhuga á nýliðavalinu, en við létum blekkjast í ár þar sem fjölmiðlar og þeir sem pína sig í að horfa á háskólaboltann að staðaldri lofuðu okkur að í ár gætu mögulega komið upp strákar sem raunverulega kynnu að spila körfubolta.

Þetta var of gott til að vera satt.

Menn hafa talað um nýliðavalið 2014 sem bombu í nokkur ár og þó mjög margir hafi dregið í land með yfirlýsingarnar um að þetta sé besti árgangur síðan sautjánhundruð og sjö, hefur skrumið og spennan í kring um hann verið með ólíkindum.

Og við létum auðvitað blekkjast af þessu skrumi öllu, eins og vitleysingarnir sem við erum. Það má vel vera að megnið af strákunum í þessu nýliðvali verði drasl, en við höfum nú samt haft lúmskt gaman af að fylgjast með þessu síðustu vikur. 

Ekki hefur vantað dramatíkina í þetta.

Nýliðahópnum í ár er best lýst með orðinu "en."

Huggulegt uppátæki hjá Silver og NBA-mönnum


Einhver ykkar hafa eflaust frétt af ógæfu Isaiah Austin frá Baylor-skólanum. Aðeins fjórum dögum fyrir nýliðavalið, greindist miðherjinn með alvarlegan sjúkdóm, sem þýðir að hann mun líklega aldrei spila körfubolta framar.

Þetta eru auðvitað skelfileg tíðindi fyrir þennan unga mann, sem var nokkrum dögum frá því að öðlast fjárhagslegt frelsi til æviloka. Flestir hölluðust að því að Austin yrði tekinn seint í fyrstu umferðinni eða snemma í þeirri annari, en þarna var ljóst að ekkert yrði af því. Við erum ekki læknar, en sumir segja að pilturinn megi þakka fyrir að veikindi hans hafi komið í ljós núna, því þau eru lífshættuleg.

Þrátt fyrir þetta mótlæti, var Austin samt mættur á nýliðavalskvöldið í Brooklyn í nótt. Hafi einhver furðað sig á því af hverju, fékk sá hinn sami svör við því þegar kom að því að velja fimmtánda leikmanninn í valinu.

Þá gerði Adam Silver forseti deildarinnar hlé á dagskránni, kynnti Austin til leiks og "valdi hann" svo fyrir hönd allrar NBA deildarinnar. Miðherjinn ungi fékk því að stíga á sviðið og taka í höndina á Silver eins og hann hafði dreymt um að gera síðan hann var barn.

Það má vel vera að einhverjum finnist þetta vera full tilfinningaklámfengið atriði, en okkur þótti þetta fallegur virðingarvottur af hálfu deildarinnar. Það er áberandi betri tilfinning að fylgjast með Adam Silver sinna starfi forseta NBA deildarinnar en hrokafullum forvera hans David Stern. Silver gefur af sér jákvæðan þokka og er í alla staði mannlegri og geðþekkari náungi.

Já, það var gaman að sjá hann Austin fá þarna smá móment til að nota sem hvatningu í baráttunni sem fram undan er hjá honum. Hérna fyrir neðan sérðu myndband af þessu skemmtilega augnabliki. Eftir seremóníuna er svo tekið viðtal við Austin, en það var einmitt framkvæmt af Jay Williams, manni sem veit allt um það hvernig er að sjá NBA ferlinum sópað í burtu á einu augnabliki.




Myndasafn frá nýliðavalinu 2014




Sunday, June 22, 2014

Meiðsli Joel Embiid hafa mikil áhrif á nýliðavalið


Nýliðavalið í NBA er á fimmtudaginn og loksins þegar bæði sérfræðingarnir og nördarnir voru búnir að reikna það út hvaða lið ætlaði sér að taka hvaða leikmann, sprakk allt draslið í loft upp þegar tilkynnt var að miðherjinn Joel Embiid væri fótbrotinn.

Embiid þessi er af mörgum talið mikið efni og reiknað var með því að Cleveland tæki jafnvel sénsinn á honum og tæki hann með fyrsta valréttinum í næstu viku. Þessi tíðindi þýða að nú eru þau plön úr sögunni og fyrir vikið fara plön fyrstu 7-8 liðanna í nýliðavalinu í ruslið.

Eins og þið vitið höfum við hérna á ritstjórninni ekkert agenda annað en það að við fáum sem fallegastan körfubolta og sem mest af honum. Þessi meiðsli á Embiid setja þar nokkurt strik í reikninginn og við værum að ljúga ef við segðum að við værum ekki brjáluð af því að verða vitni að enn einu fórnarlambinu lenda í kjaftinum á meiðsladraugnum.

Friday, June 20, 2014

Meiddi, meiddi, meiddi



Oakland vill Ástþór


Nú er pískrað um að Golden State sé að vinna í því að fá framherjann Kevin Love til sín frá Minnesota. Love hefur sem kunnugt er farið fram á að verða skipt frá Úlfunum, þar sem hann hefur enn ekki náð að komast svo mikið sem einu sinni í úrslitakeppnina á þeim sex árum sem hann hefur spilað þar.

Það er ekkert leyndarmál lengur að Love vilji fara frá Minnesota og sú staðreynd veikir auðvitað samningsstöðu Úlfanna mikið þegar kemur að því að fá eitthvað almennilegt í skiptum fyrir framherjann sterka. Forráðamenn Úlfanna eru nú samt að gera sig eins breiða og þeir geta og sagt er að þeir heimti að fá megnið af yngri og efnilegri leikmönnum Warriors í staðinn ef af þessu á að verða.

Þar er átt við pilta eins og Klay Thompson, Harrison Barnes og Draymond Green, en Kaliforníufélagið vill líka helst losna við framherjann sinn David Lee í þessum skiptum, enda spilar hann sömu stöðu og Ástþór og yrði því allt nema atvinnulaus ef eitthvað gerðist nú í þessu.

Eins og þið vitið kannski, erum við venjulega lítið fyrir það að velta okkur mikið upp úr svona slúðri og leyfum hlutunum oftast að gerast áður en við förum að spá í spilin í kring um hugsanlegar mannabreytingar.

En þegar við heyrðum að Warriors væri að reyna að ná í Kevin Love...

Það fyrsta sem við færum að pípa ef þetta gengi eftir væri að sjálfssögðu eitthvað um það að Love ætti nú svo sem ekki eftir að styrkja Golden State mikið meira í varnarleiknum en David Lee og ekki væri það nú efnilegt og bla bla bla bla.

En skítt með alla hagkvæmni og raunsæi. Það er hægt að spá í það seinna.

Ertu eitthvað að pæla í því hvaða rugl færi í gang hjá Golden State ef Kevin Love bættist við stórskotaliðið sem er þar fyrir? Steph Curry og Kevin Love í vegg og veltu? Ertu eitthvað að grínast?

Curry og Love tóku yfir ellefuhundruð þriggja stiga skot samanlagt á síðustu leiktíð, þó hvorugur þeirra spilaði alla 82 leikina.

Það eru: Ellefu. Hundruð.

Til samanburðar má geta þess að Reggie Miller tók 950 þriggja stiga skot síðustu þrjú árin sín í NBA og ekki hataði hann að láta vaða.

Og hugsið ykkur bara ef Golden State næði á einhvern hátt að halda Klay Thompson líka (sem er reyndar ólíklegt ef díllinn á að ganga í gegn). Kæmu ekki nema svona 500+ þristar í viðbót þaðan.

Þett´er náttúrulega bara lol.

Okkur er til efs að Steve Kerr ætti eftir að banna þessum byssum að beita langskotunum og því mætti alveg eins reikna með enn stærri flugeldasýningu í Oakland en á síðustu tveimur árum - og þá er nú mikið sagt.

Golden State gæti ugglaust orðið fyrsta körfuboltaliðið til að skjóta hreinlega yfir sig!

Thursday, June 19, 2014

Til hamingju með daginn, Dirk (36)



Það var fyrir 30 árum


Í dag eru 30 ár síðan nýliðavalið árið 1984 var haldið, en flestir eru sammála um að þar hafi verið á ferðinni besti flokkur nýliða sem nokkru sinni hafi komið inn í NBA deildina.

Nægir þar að nefna Heiðurshallarmeðlimi eins og Michael Jordan, (H)akeem Olajuwon, Charles Barkley og John Stockton. Nú er búið að gera heimildamynd um uppátækið sem frumsýnd var fyrir nokkrum dögum en ef þú hagar þér skikkanlega, máttu svo sem horfa á hana hérna fyrir neðan.

NBA Ísland skoðar framtíðarhorfur Miami Heat


Eins gleðilegt og það er nú að krýna nýja NBA meistara á hverju ári, þarf einhver því miður einhver að tapa líka. Og þegar einhver tapar á stóra sviðinu, þarf að sjálfssögðu að finna blóraböggul. Það er inngróin og rík þörf hjá flestum okkar, þó hún sé sjaldnast sanngjörn.

Þið sem sáuð úrslitaeinvígi San Antonio og Miami þetta árið, vitið að það var sannarlega ekkert eitt sem réði því að San Antonio vann rimmuna. Það var frekar allt. Lið Spurs var einfaldlega miklu, miklu betra og því fór sem fór.

Það þýðir þó ekki að við getum ekki litið yfir farinn veg hjá Miami og reynt að kenna skella skuldinni á einhvern. Það er svo auðvelt, ódýrt, ósanngjarnt og skemmtilegt. Það er hægt að benda á margt og marga þegar kemur að Miami. 

Wednesday, June 18, 2014

Kawhi á forsíðu SI


Krúttið Kawhi Leonard hjá San Antonio fékk að prýða forsíðu Sports Illustrated eftir að hafa verið kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitaeinvígisins milli San Antonio og Miami. Eins ánægður og Leonard er með titilinn sinn, hefur hann algjöra óbeit á allri athyglinni sem góður leikur hans í úrslitunum hafði í för með sér. Drengurinn er álíka athyglisjúkur og John Stockton, sem þýðir að hann hann er svipað spenntur fyrir sjónvarpsviðtölum og rótarfyllingum og ristilspeglunum.

Það er freistandi að spá því að Leonard eigi eftir að taka stórt stökk núna og verða einn fyrsti kostur San Antonio í sóknarleiknum. Við skulum samt ekki missa okkur alveg í þeim væntingum.

Margir spáðu því að Leonard tæki slíkt stökk eftir fínan leik í lokaúrslitunum í fyrra, en hann bauð ekki upp á neitt slíkt nema þá helst í lokaúrslitaeinvíginu. Þar skoraði hann 20+ stig í þremur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum og valdi sér óhemju heppilegan tíma til að gera það.

Við óskum þessum strák auðvitað alls hins besta í framtíðinni, en þó hann hafi verið einn besti maður lokaúrslitanna, er þó ekki víst að hann sé kominn til að vera stjörnuleikmaður.

Það er hinsvegar ljóst að í honum er San Antonio með ógnarsterkt vopn, sem með öllu ætti aðeins að verða sterkara eftir því sem Gregg Popovich nær að lemja hann áfram og fá hann til að fatta hvað hann getur gert sem sóknarleikmaður ef hann hefur trú á því sjálfur.

Það er kannski til marks um það hvað við erum neikvæð og leiðinleg að við skulum minnast á það, en það eru áratugir síðan að besti leikmaður lokaúrslitanna var með tölfræði sem féll eins mikið inn í fjöldann. Tölurnar hans Kawhi voru ekkert rosalegar, en þú mátt ekki gleyma því að drengurinn vann líka mjög gott starf á varnarenda vallarins.

Sú staðreynd að að Leonard hafi verið kjörinn leikmaður lokaúrslitanna segir samt mest um liðsheildina hjá San Antonio. Það hefði alveg verið hægt að gefa Duncan, Parker, Manu og meira að segja Boris Diaw atkvæði í þessu, en margir eru hreinlega þeirrar skoðunar að það hafi verið Gregg Popovich sem var maður úrslitanna. Og því erum við innilega sammála.

San Antonio er með hörkulið, en það sem Popovich er búinn að gera með þennan mannskap undanfarin tvö ár er sögulegt - ekkert minna en það.

Anselmo dagsins


Luke Bonner er Matt Bonner



Fagmaðurinn Matt Bonner var að vinna sinn annan titil með San Antonio Spurs á dögunum.

Bonner varð líka meistari með Spurs á fyrsta árinu sínu með félaginu árið 2007, en hann var áður á mála hjá Toronto Raptors.

Bonner var í liði Toronto daginn sem Kobe Bryant sallaði 81 stigi á Raptors í janúar árið 2006 og ef hann hefði verið óheppinn, hefði það kannski verið atriðið sem hann hefði verið frægastur fyrir á NBA ferlinum.

En þá kom San Antonio til sögunnar. Bonner er 33 ára gamall en hefur aldrei spilað 24 mínútur í leik í NBA. Hlutverk hans hjá liðinu hefur verið mjög misjafnt og hann hefur t.a.m. aldrei skorað minna að meðaltali í leik en hann gerði í vetur (3 stig).

Bonner er samt alltaf klár í slaginn þegar kallið kemur og það er þess vegna sem Gregg Popovich kýs að hafa hann í liðinu sínu. Það þurfa allir að vera með menn eins og Bonner í hópnum.

Hann gengur ýmist undir gælunafninu Rauða eldflaugin eða Rauða Mamban, sem er bein vísun í Kobe Bryant (Svörtu mömbuna) og er með betri gælunöfnum í deildinni. Bonner hefur leitt NBA deildina í þriggja stiga nýtingu og hefur meira að segja náð öðru sæti í þriggja stiga keppninni um Stjörnuleikshelgina.

Bonner á lítinn bróðir sem heitir Luke Bonner og er þremur árum yngri. Það er kannski ekki sanngjarnt að kalla hann lítinn, enda er hann langt yfir tvo metra á hæð eins og bróðir hans.

Luke hefur ekki náð eins langt í boltanum og bróðir hans. Hann er búinn að spila í Evrópu sem atvinnumaður en hefur líka reynt fyrir sér hjá Austin Toros, D-deildarliðinu undir San Antonio Spurs.

Þegar Luke var spurður að því hvaða hlutverki hann gegndi í liði Toros, stóð ekki á svarinu.

"Ég er svona Matt Bonner-inn hjá Toros."

Þeir bræður eru duglegir við að láta gott af sér leiða og halda reglulega tónleika og körfuboltauppákomur til að safna fé til góðgerðarmála. Eru meira að segja með heimasíðu í kring um uppátækið sitt, sem kalla mætti Rokksjóðinn. Þú getur séð hana hér.

Monday, June 16, 2014

Fimmti titillinn í hús hjá San Antonio Spurs


Já, þeir kláruðu dæmið gömlu refirnir. Auðvitað gerðu þeir það. Miami beit ekki frá sér nema í um það bil einn fjórðung og náði reyndar 16 stiga forskoti, en um leið og San Antonio náði að stilla spennustigið af og fór að spila af eðlilegri getu, var eftirleikurinn alveg jafn auðveldur og hann var í síðustu tveimur leikjum.

San Antonio er NBA meistari í fimmta skipti í sögu félagisns eftir öruggan 104-87 sigur á Miami Heat í Texas í nótt. Miami náði að klóra fram einn sigur í einvíginu, en San Antonio vann hina fjóra - alla með fimmtán stiga mun eða meira. Liðið setti fullt af metum í leiðinni, meðal annars yfir skotnýtingu í lokaúrslitaeinvígi og heildar stigamun.

Við höfum í sjálfu sér ekkert rosalega mikið að segja um þetta annað en að óska stuðningsmönnum Spurs á Íslandi til hamingju með titilinn.

Aðeins fyrsti titillinn í sögu félagsins (´99) á séns í að vera svipað sætur og þessi fyrir Spurs, en Tim Duncan sagði reyndar að þessi nýjasti væri sá sætasti af þeim öllum og þið vitið auðvitað að Tim Duncan segir aldrei ósatt.

Við sögðum flest það sem við höfðum að segja um Spurs í sexhundruð síðna og fimmtíu læka pistlinum í gær og litlu við það að bæta svo sem. Nú væri ráð að doka aðeins við og leyfa þessum tíðindum að taka sig áður en við pælum í framhaldinu.

Þú þekkir okkur illa ef þú heldur að við ætlum að sleppa því að dásama Spurs aðeins meira og drulla í leiðinni aðeins meira yfir Miami.

Sko, það er allt í lagi að Miami hafi tapað þessu einvígi - liðið var búið að fara í lokaúrslitin fjögur fjandans ár í röð og það er mjög vel gert.

Þó leið Miami í gegn um austrið hafi kannski ekki alltaf verið þyrnum stráð, verðum við að gefa LeBron og félögum það að þeir hafa alltaf veitt fulltrúum vestursins verðuga og öfluga keppni um titilinn.

Þangað til núna.

Hrakspár manna eins og Steve Kerr stóðu eins og stafur á bók. Lið sem fer svona djúpt í úrslitakeppninni fjögur ár í röð verður óhjákvæmilega orðið ansi lúið. Og bættu við það þeirri staðreynd að breiddin hjá Miami hefur oft verið það lítil að stjörnurnar - lykilmenn liðsins - hafa oftast þurft að spila óguðlega margar mínútur.

Þeir voru bara bensínlausir í þessu einvígi, leikmenn Miami. Þeir áttu séns þangað til skömmu eftir að flautað var til leiks í þriðja leiknum í einvíginu, en eftir það tók San Antonio þá á lærið, reif niður um þá og kaghýddi á þeim anusinn þar til fossblæddi úr öllu saman.

Við eigum enn eftir að mynda okkur skoðun á þessu. Eins og áður sagði, verða menn alltaf að leyfa rykinu að setjast aðeins eftir lokaleik vetrarins og hugleiða í smá stund áður en þeir byrja að skrifa um framhaldið hjá klúbbunum sem komust í úrslit. Þetta eru stundum ansi ólíkar pælingar eftir því hvort liðið á í hlut, jafnvel þó rimman hafi verið hnífjöfn eins og hún var í fyrra.

Án þess að fara dýpra í þessa hluti í bili, er ljóst að Miami þarf að gera einhverjar smá breytingar hjá sér ef það ætlar að vinna fleiri meistaratitla - sérstaklega ef meintar stórstjörnur eins og Dwyane Wade og Chris Bosh ákveða að eyða júnímánuði í að klóra sér í anusnum frekar en að spila heimsklassa körfubolta eins og í ár.

Við höfum miklu minni áhyggjur af meisturunum í San Antonio. Djöfull er skrítið að skrifa og segja aftur "meistarar San Antonio."

Það er bara eitthvað svo eðlilegt og það er engin ástæða til að ætla annað en að þeir verði þarna á sama stað að ári - alveg grínlaust.

Félagið þarf að ganga frá samningi við Tim Duncan og gott ef ekki Boris Diaw í leiðinni (kannski Patty Mills) og þá er það good to go eins og við segjum.

Eins og þið vitið er lið Spurs búið að vera allra liða duglegast við að láta alla ritstórnina á NBA Ísland líta út eins og slefandi fávita hvað eftir annað með því að rísa upp frá dauðum ár eftir ár. Þessi meistaratitill núna er svo algjörlega rúsínan í þeim afturenda. Við erum fífl og höfum ekkert vit á körfubolta, en þið hafið nú öll áttað ykkur á því fyrir mörgum árum síðan.

Já, hugsið ykkur, pungurinn hann Tim Duncan er bara búinn að vinna fimm meistaratitla! Það er eins og ein dolla á hverja háskólagráðu hjá Georg Bjarnfreðarsyni ef þú ert að telja og jafn margir titlar og Kobe Bryant hefur í sínu safni.

Duncan og Bryant eru enda sigursælustu stjörnur NBA deildarinnar á öldinni en næstu menn eru menn eins og Shaquille O´Neal (4) og Dwyane Wade með þrjár dollur. Það er talsverður munur.

Þá er körfuboltavertíðinni formlega lokið hvað spilamennsku varðar, en það er náttúrulega alltaf eitthvað að gerast í NBA og nú eru t.d. ekki nema um tíu dagar í nýliðavalið 2014.

Þið skulið ekki láta ykkur detta það í hug að við ætlum að leggja árar í bát hér á ritstjórninni þó boltinn sé hættur að skoppa í bili. Ekki aldeilis.

Við eigum eftir að gera nýafstaðna leiktíð upp í ræðu (hlaðvarpi) og riti og glíma við margvísleg verkefni sem okkur dettur í hug að taka upp. Það er sem sagt enginn að kveðja hér, þó búið sé að lyfta bikar í NBA deildinni.

Svona af því það er orðið mjög langt síðan síðast, langar okkur nú að að vekja aftur athygli á því að þau ykkar sem eruð ánægð með skrifin og hlaðvarpið í vetur, eigið möguleika á að styðja við bakið á ritstjórn NBA Ísland með frjálsum fjárframlögum ef þið eigið kost á því.

Síðast þegar við vældum í ykkur um stuðning, náðum við inn ágætis framlögum sem dugðu fyrir kaffi og klósettpappír. Þetta gerði bláfátæka ritstjórnina alveg óskaplega hamingjusama.

Það eina sem þú þarft að gera ef þú vilt láta gott af þér leiða, er að smella á gula hnappinn á hægri spássíu síðunnar sem á stendur "Þitt Framlag."

Þaðan er þér vippað í samband við paypal-þjónustuna og þar getur þú valið að styrkja NBA Ísland um upphæð sem hentar þér.

Ef einhver ykkar hafa hug á að koma til móts við okkur en ráðið ekki við paypal-batteríið, getið prófað að hafa samband við okkur á nbaisland@gmail.com og finna farsæla lausn á málinu.

Okkur þætti afar vænt um ef einhver ykkar væru aflögufær og langaði að bakka okkur upp. Svo er það nú auðvitað þannig að það er opið fyrir það ef einhver fyrirtæki þarna úti hafa hug á að fara í auglýsingasamvinnu við okkur. Þá er bara að senda póst á nbaisland@gmail.com.

Að lokum er svo rétt að þakka þeim ykkar sem hafa verið svo hugguleg að senda okkur fallega tölvupósta. Það þarf ekki að taka það fram að við á ritstjórninni verðum ekki bara hamingjusöm við að sjá peninga, við höfum líka óstjórnlega gaman af því þegar fólk segir fallega hluti um okkur.

Því skulið þið ekki hika við að hafa samband ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hvað sem það nú er.

Leikurinn er fallegur og lífið eftir því.

Ristjórn NBA Ísland


Duncan þokast upp dollulistann



Ok, bara eitt albúm í viðbót...



Fleiri myndir frá úrslitaeinvíginu







Manu stökk út úr tímavélinni - Bosh á youtube


San Antonio meistari 2014 - Myndasafn




Dirk-lol



Sunday, June 15, 2014

Ætlar Miami í sumarfrí í nótt?


Það lítur sannarlega út fyrir það, já, að þetta sé búið. Það er alltaf pínulítið neyðarlegt þegar annað liðið í lokaúrslitunum lætur ljós sitt skína og spilar af krafti, en hitt á í vandræðum. Þannig er þetta hjá San Antonio og Miami núna. Texasliðið fer gjörsamlega hamförum, meðan Sólstrandargæjarnir virka and- og áhugalausir.

Með fullri virðingu fyrir frábæru liði San Antonio, erum við að verða vitni að því að spár manna eins og Steve Kerr eru að verða að veruleika. Meistarar Miami eru einfaldlega bensínlausir.

Landar Spurs titlinum í nótt?



NBA Ísland reynir að útskýra velgengni Spurs


San Antonio er hársbreidd frá því að lengja afrekaskrá sína enn frekar. Það er ekki of djúpt í árina tekið þó við segjum að nánast allt við þessa leiktíð hjá félaginu er með hreinum ólíkindum.

Ef Spurs tekst að vinna fimmta titilinn í sögu félagsins á næstu dögum, skrifast nýr kafli í velgengniannála félags sem er búið að gleyma því hvernig tilfinning það er að komast ekki í úrslitakeppni - kann varla að tapa.

Það eina sem okkur dettur í hug til að bera saman við þetta velmegunartímabil hjá Spurs er sigurganga Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og svo mulningsvél Boston Celtics á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Saturday, June 14, 2014

Thursday, June 12, 2014

Og þá kom Barkley


Charles Barkley er einn af þeim frábæru leikmönnum sem teknir voru í nýliðavalinu fræga í NBA árið 1984. Hans er því auðvitað getið í heimildamyndinni sem gerð var um þetta sögulega nýliðaval og frumsýnd var á dögunum. Barkley var sannarlega ekki lengi að koma sér á kortið ef svo má segja.

Það var Philadelphia sem landaði Barkley með fimmta valrétti í fyrstu umferð, en öfugt við sum af liðunum sem áttu fyrstu valréttina, var Philadelphia með sterkt lið fyrir. Það vann meira að segja titilinn leiktíðina 1982-83. Það voru því engir skussar sem spiluðu með Sixers í þá daga, þarna voru menn eins og Julius Erving, Moses Malone, Andrew Toney og Maurice Cheeks.

Mátt alveg reyna að fokka eitthvað í þessu



Guillermo í lokaúrslitunum (ekki fyrir meðvirka)


Game of Zones 2


Wednesday, June 11, 2014

San Antonio valtaði yfir meistarana


Þetta var meira ruglið! Já, það er ekki hægt að kalla þetta annað en rugl, stuðið sem San Antonio datt í í nótt þegar það rótburstaði Miami 111-92 á heimavelli meistaranna og náði þar með 2-1 forystu í lokaúrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Ef einhver var að spá blæstri í þessum leik, hefði hann væntanlega sett peninginn á heimamenn. Það fór hinsvegar enginn heim með bol eftir þetta kaos.

Leikmenn San Antonio mættu grjótharðir og tilbúnir í þennan leik - ekki Miami. Hver í fjandanum ætli sé svo tilbúinn í að fá yfir sig svona skothríð eins og Spurs var að bjóða upp á í nótt? Haldið þið að það sé bara fullkomlega eðlilegt að slá met með því að skjóta 76% og klikka alls á átta skotum í einum hálfleik? Ekki við heldur.

Þetta var fyrsta tap Miami á heimavelli í úrslitakeppninni og það var ekkert meðalmennskutap, heldur karlmannlegt og íturvaxið skít-tap, þökk sé Spurs-vélinni, Svarta-Dauða.

Við bjuggumst við ýmsu í þessu einvígi, öllum fjandanum, satt best að segja. En ekki svona sveiflum. Það er með ólíkindum hvernig þessi lið eru búin að skiptast á því að berja tennurnar úr hvort öðru með skiptilykli og fylla upp í sárin með ákavíti, aromati og ufsalýsi.

Það þýðir ekkert að spila svona vörn ef vinna á titil. Þetta vita allir lykilmenn Miami. Sóknarleikur Spurs verður heldur ekki svona fullkominn aftur, það eru lottólíkur á því. Við höfum faktískt ekki mikið um þennan leik að segja, hann var svo mikið rugl. Það sem er magnaðast við þennan stórsigur Spurs er hvað aukaleikararnir stóðu sig frábærlega.

Ekki gleyma því að Miami gerir bara það sem það þarf að gera. Þess vegna var það dálítið dæmigert fyrir meistarana að drulla á sig í  þessum leik, þegar þeir voru nýbúnir að stela heimavallarréttinum.

Á fimmtudagskvöldið kemur svo í ljós hvort Miami lagar þetta eða tapar tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan í byrjun júní árið 2012, þegar það tapaði þremur í röð gegn Boston.

Hann Kawhi Leonard var að sjálfssögðu maður leiksins með 29 stigin sín, varnarleikinn og fáránlega skotnýtinguna.

Leonard er aðeins þriðji 22 ára guttinn sem skorar svo mikið í leik í lokaúrslitum síðan þriggja stiga línan var tekin upp í NBA fyrir 35 árum síðan. Margir eru á því að framherjinn ungi eigi eftir að verða stórstjarna í NBA, en við eigum eftir að sjá það. Hann er rosalega góður til síns brúks, en ekkert meira en það. Svona dálítið eins og Andre Iguodala og Shawn Marion.

Nú vinnur Miami fjórða leikinn og þá verður eftirleikurinn óhemju spennandi. Við getum hreinlega ekki beðið.