Thursday, June 19, 2014

Það var fyrir 30 árum


Í dag eru 30 ár síðan nýliðavalið árið 1984 var haldið, en flestir eru sammála um að þar hafi verið á ferðinni besti flokkur nýliða sem nokkru sinni hafi komið inn í NBA deildina.

Nægir þar að nefna Heiðurshallarmeðlimi eins og Michael Jordan, (H)akeem Olajuwon, Charles Barkley og John Stockton. Nú er búið að gera heimildamynd um uppátækið sem frumsýnd var fyrir nokkrum dögum en ef þú hagar þér skikkanlega, máttu svo sem horfa á hana hérna fyrir neðan.