Saturday, September 29, 2012

Ellefu þúsund þristar á Suðurströnd










































Kannski hefur það gleymst í öllu skruminu í sumar. Meistaralið Miami er búið að bæta við sig tveimur af atkvæðamestu þriggja stiga skyttum sögunnar.

Annar þeirra er ein besta langskytta sögunnar og er á síðustu metrunum en vel brúklegur.

Hinn hefur átt í vandræðum í nokkurn tíma, en er nú í fyrsta skiptið á ferlinum kominn í lið þar sem allt annað en meistaratitill er klúður. Samt er varla nokkur pressa á honum. Hann þarf bara að dæla upp þristum þangað til hann verður þreyttur í höndunum. Hvert skot sem hann setur niður er plús.

Þetta eru vinirnir Ray Allen og Rashard Lewis, sem á sínum tíma léku saman hjá Seattle sáluga. Fóru þar fyrir afar skemmtilegu liði sem Nate McMillan fór með eins langt og hægt var.

Láttu þér ekki bregða þó Miami eigi eftir að setja nokkuð marga þrista í einhverjum leiknum í vetur. Þeir Rashard og Ray eru ekki búnir að taka nema rétt rúmlega ellefu þúsund þrista á ferlinum. Hitta úr 4400. Það er... ágætt.

Gaman að geta þess að hinn 37 ára gamli Ray Allen er að hefja sína 17. leiktíð með fjórða liðinu sínu á ferlinum. Stigameðaltalið hans stendur í nákvæmlega 20 stigum og þessi atkvæðamesta þriggja stiga skytta í sögu NBA hefur hitt úr nákvæmlega 40% þeirra.








Thursday, September 27, 2012

Búningamálin hjá Nets


Nýju búningarnir hjá Brooklyn Nets verða einfaldir og flottir. Jay-Z er búinn að vera á fullu í að markaðssetja þá og ljóst að búningarnir verða ekki það versta við flutning Nets frá New Jersey og inn í New York.

Búningarnir hjá klappstírunum hafa líka verið að vekja mikla athygli upp á síðkastið og suma nokkuð neikvæða. Sumum þykir þetta full druslulegur galli ef svo má segja. Hvað finnst þér?







Chris Paul í krönsinu


Á síðustu tveimur árum í NBA deildinni er Chris Paul búinn að hitta úr 107 af 115 vítaskotum sínum á síðustu fimm mínútunum í jöfnum leikjum.

Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu fimm mínútum leikja þar sem munurinn er innan við sex stig. Aðeins Kevin Durant (döh) og Joe Johnson hafa skorað fleiri stig innan þessa ramma.

Þér bregður kannski að sjá nafn Joe Johnson þarna, en þú verður að hafa í huga að leikaðferð Atlanta Hawks í stjórnartíð síðustu tveggja þjálfara á síðustu fimm mínútum leikja hefur verið að gefa boltann á Joe Johnson, láta hann drippla þangað til skotklukkan er búin og taka svo skot.

Þetta er án undantekninga.

Johnson er reyndar ágætis neyðarkarl, en þessi tölfræði er ekki marktæk í hans tilviki vegna "leikaðferðar" liðs hans.

Wednesday, September 26, 2012

NBA ætlar viljandi að rifja upp verstu tísku allra tíma


Flestum þykja þeir straumar og stefnur sem ríktu í klæðaburði og tísku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nokkuð svalir. Níundi áratugurinn var úthrópaður fyrir hallærislegheit, þó sú neikvæðni hafi reyndar minnkað mikkið með tímanum. Í dag þykir krúttlegt og retro að halda 80´s gleðskap.

Það sem er minna rætt um, er að tíundi áratugurinn var svo miklu miklu verri - raunar algjört einsdæmi og ekkert minna en svartur blettur á mannkynssögunni.

Hvorki fyrr né síðar höfum við séð annan eins hrylling og fatatískuna sem gekk yfir okkur á uppafsárum tíunda áratugarins. Þá var sem sýrutrippandi hippar sjötta og áttunda áratugarins hafi farið í partí með kókaínsniffandi geðsjúklingum níunda áratugarins og ákveðið að hanna nýja fatalínu í eftirpartíinu þegar allir voru gjörsamlega hellaðir á því.

Útkoman er eitthvað það skelfilegasta sem sést hefur og í vetur hafa nokkur af liðunum í NBA ákveðið að rífa upp þessi sár og láta blæða úr þeim á ný. Þetta er aðeins til marks um það hvað fólk í dag er orðið hugmyndasnautt. Það gerir það enginn af gamni sínu að klæðast svona hroðbjóði á ný.

Það er einfaldlega ekki nógu langt liðið frá tíunda áratugnum svo tímabært sé að menga umhverfið með þessum viðbjóði aftur. Þetta er bara allt of hrottalega ljótt - miklu verra en það var 1994.

Þú veist það að tískubylgjur eru ljótar og hallærislegar þegar þú áttar þig á því að þær séu það um leið og þær koma út. Búningarnir hérna fyrir neðan virka sumir 10 sinnum ógeðslegri en þeir voru á sínum tíma og það er nú ekkert smá afrek.

Auðvitað eru sumir af þeim klassík, en aðrir eru mannréttindabrot. Og það vantar meira að segja nokkra af þeim ljótustu í þetta safn.




Monday, September 24, 2012

NBA Ísland á ferð og flugi


Lesendur NBA eru víðar en á Íslandi. Fyrir nokkru birtum við myndir af einum í Chicago og hér fyrir neðan má sjá einn góðan pósa fyrir framan nokkur þekkt kennileiti í Los Angeles.

Þetta er góðvinur ritstjórnarinnar Gunnar Björn Helgason, sem þarna var í viðskiptaferð í Englaborginni. Þeir sem hlusta á Hlaðvarp NBA Ísland kannast við kauða.

Þegar líður á veturinn er aldrei að vita nema við fáum myndir af Úlfavaktinni í Minneapolis. Ef þú átt einhverjar skemmtilegar körfubolta- eða NBA-tengdar myndir, máttu endilega senda þær á nbaisland@gmail.com






Saturday, September 22, 2012

Blake Griffin byrjar ansi vel


Fyrstu þrjú árin hans Blake Griffin í NBA deildinni hafa verið nokkuð sérstök. Eins og flestir vita þurfti hann að sitja á bekknum allt fyrsta árið sitt vegna meiðsla, en kom svo eins og fellibylur inn í deildina á þarsíðustu leiktíð.

Griffin varð fljótlega einn vinsælasti leikmaður deildarinnar og var það mikið að þakka tilþrifum hans í sóknarleiknum. Troðslur hans hafa verið með því besta sem sést hefur og Clippers-liðið hans hefur verið á stöðugri uppleið.

Á einhverjum tímapunkti fór Griffin svo að verða óvinsæll líka. Það fór í taugarnar á fólki að hann sigraði í troðkeppninni, tuðið í honum og tendensar hans til að fara í fýlu fór líka í fólk.

Í framhaldi af þessu fór þessi nokkuð stóri hópur "hatursmanna" að gagnrýna Griffin sem leikmann og benda t.d. á að hann væri ekki sérstakur skotmaður og ætti alveg eftir að læra að spila niðri á blokkinni.

Eitthvað af þessari neikvæðni á reyndar alveg rétt á sér, en við megum ekki fara að hatast út í Blake Griffin. Það er fullt af mönnum í NBA deildinni sem eiga frekar skilið að þú sért með leiðindi út í þá.

Pilturinn er duglegur og vonandi heldur hann heilsu og heldur áfram að bæta sig á næstu árum. Þá verður óhemju gaman að fylgjast með Clippers.

Að lokum er gaman að geta þess að Blake Griffin er aðeins 7. maðurinn frá árinu 1990 og sá fyrsti síðan 2001 sem er með 20 stig og 10 fráköst að meðaltali eftir tvö fyrstu árin sín í deildinni. Þetta þykir okkur nú bara ansi vel af sér vikið hjá Griffin.

Það var síðast Elton Brand (Chicago Bulls) sem náði þessum tölum en auk hans og Griffin hafa þeir David Robinson (San Antonio), Shaquille O´Neal (Orlando Magic), Alonzo Mourning (Charlotte Hornets, Larry Johnson (Charlotte Hornets) og Tim Duncan (San Antonio) náð því að vera með 20/10 að meðaltali á fyrstu tveimur árunum sínum í deildinni.

Hér fyrir neðan sérðu námundaða tölfræði þessara leikmanna fyrstu tvö árin sín í deildinni (nýliðaárið fyrir ofan) - stig og fráköst.


Af hægðaheilum og hvítu hyski á bandi SS Lazio


























Þegar við vöknuðum í morgun, reyndist vera kominn nýr dagur. Það kom okkur meira á óvart en að nokkrir af stuðningsmönnum SS Lazio sem fylgdu liðinu til London í leik gegn Tottenham hafi gerst sekir um kynþáttaníð.

Um það bil 1500 stuðningsmenn ítalska liðsins fóru á leikinn á White Hart Lane og einhver hluti þeirra bauð upp á apahljóð í áttina að Aaron Lennon og Jermain Defoe hjá enska liðinu.

Þetta er aðeins nýjasta atvikið á löngum og ógeðslegum rasismalista SS Lazio. Við héldum með Lazio hérna í gamla daga, en hættum því snarlega þegar við komumst að raun um hvað harðlínustuðningsmenn liðsins eru snældugeðveikir.

Þegar Lazio fékk fyrst til sín þeldökkan leikmann á sínum tíma, réðust þessir stuðningsmenn inn á lokað æfingasvæði liðsins og ætluðu að drepa hann. Ekki munaði miklu að það tækist.

Óeirðir eru daglegt brauð á leikjum Lazio og rasismi virðist vera þessum undirmálsmönnum í blóð borinn. Þetta er með öllum ólíkindum.

Knattspyrnusamband Evrópu á að láta Lazio spila restina af Evrópuleikjum sínum fyrir luktum dyrum vegna athæfis stuðningsmanna liðsins á White Hart Lane. Komi eitthvað svona fyrir aftur á umsvifalaust að vísa liðinu úr keppni.

Auðvitað væri hart að dæma liðið úr keppni vegna óláta stuðningsmanna þess, en svona hægðaheilar hafa bara ekkert inn á knattspyrnuvelli að gera og svona bulli verður bara að útrýma.

Það gengur ekki að þessir svokölluðu stuðningsmenn komist ítrekað upp með svona hegðun. Þetta er svo fjarri því að vera í fyrsta skipti sem þessir vitleysingar haga sér svona.

Nýtt efni frá Delonte West aka Charlee Redz



Svarið við spurningunni er já




Friday, September 21, 2012

Launahæstu leikmenn allra tíma


Það er ekki okkur líkt að velta okkur mikið upp úr því hvað fólk hefur í laun. Kannski bara þegar kemur að því hvort atvinnuíþróttamenn vinna fyrir þeim eða ekki.

Við rákumst á metnaðarfulla töflu um daginn sem sýnir 100 launahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi og rákumst þar á nokkur skrítin nöfn. Auðvitað er ekki hægt að bera saman launatölur leikmanns sem er að klára ferilinn í dag - eins og t.d. launahæsta körfuboltamanns allra tíma, Kevin Garnett - og manns sem hætti að spila fyrir áratug eða svo (Michael Jordan). Það sést líka greinilega þegar taflan er skoðuð.

Því er þó ekki að neita að það eru menn inni á topp 100 sem ættu alls ekki að vera þar. Voru bara heppnir að lifa á tímum greindarlausra framkvæmdastjóra í óðum efnahag.

Meira þarf ekki að segja um þetta. Skoðaðu bara töfluna og þá getur þú metið fyrir þig hvernig félögin í NBA hafa varið peningum sínum undanfarin ár. Sumt af þessu er grátlegt.

Smelltu til að stækka.




Wednesday, September 19, 2012

Enes Kanter er orðinn hrikalegur


Tyrkneski miðherjinn Enes Kanter átti þokkalegan vetur á nýliðaárinu sínu með Utah Jazz á síðustu leiktíð. Ekki síst þegar haft er í huga að drengurinn hefur tæknilega ekki spilað körfubolta nema í nokkra mánuði. Ok, örfá ár.

Kanter byrjaði mjög seint að spila körfubolta og stunda íþróttir almennt - og mátti svo ekki spila í háskóla árið áður en hann byrjaði í NBA.

Þar fékk hann svo auðvitað ekkert undirbúningstímabil vegna verkbannsins, svo við gætum átt eftir að sjá talsverðar framfarir frá pilti á næstu misserum. Nú eða ekki - hver veit.

Það má vel vera að hann verði aldrei sérstakur í körfubolta, en maður lifandi hefur drengurinn ráðist í lóðin síðan hann kom í NBA.

Hann var engin rengla þegar hann kom inn í deildina, en eftir harðar æfingar í sumar lítur drengurinn út eins og herra Olympia.

Mætti halda að hann hefði fundið gamalt prógramm frá Karl Malone í æfingastöðinni hjá Jazz.




















Hvaða rugl er þetta?


Allir verða á Úlfavaktinni


Það er ekki nokkur vafi hvaða lið verður "League-Pass-lið" vetrarins í NBA deildinni, það er að segja liðið sem flestir fylgjast næstmest með, fyrir utan sitt uppáhaldslið. Það verður sama lið og á síðustu leiktíð, Minnesota Timberwolves.

Það vill reyndar svo bölvanlega til að spænska undrabarnið Ricky Rubio verður ekki tilbúið í slaginn fyrr en nokkuð líður á veturinn vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir á síðustu leiktíð. Liðið verður spennandi í vetur og óhemju spennandi þegar líður að vori og leikstjórnandinn Rubio dettur inn aftur.

Minnesota var í Spútnik-gírnum allt þar til Rubio meiddist á síðustu leiktíð og er reynslunni ríkara.

Nú hefur Úlfunum líka borist liðsstyrkur, sem reyndar er ómögulegt að segja til um hvort kemur að gagni.

Brandon Roy, fyrrum skotbakvörður Portland Trailblazers og Andrei Kirilenko fyrrum leikmaður Utah Jazz bætast í þegar áhugaverðan hóp Minnesota í vetur. Báðir þessir leikmenn eru mjög hæfileikaríkir en hafa verið óheppnir með meiðsli.

Kirilenko spilaði í heimalandi sínu Rússlandi síðasta vetur og fór þar á kostum, bæði með félags- og landsliðum sínum. Brandon Roy var eins og flestir muna búinn að leggja skó sína á hilluna vegna meiðsla, en hefur á einhvern undarlegan hátt ákveðið að snúa aftur þó hnén á honum séu í raun bæði ónýt.

Þegar Roy er við sæmilega heilsu, er hann af mörgum álitinn þriðji besti skotbakvörður heimsins á eftir þeim Kobe Bryant og Dwyane Wade, svo það er kannski skiljanlegt að Minnesota taki sénsinn á honum.

Fari svo að tímabilið í vetur verði nokkuð eðlilegt og forráðamenn Minnesota finna enga fjögurra eða fimm laufa smára í bakgarðinum hjá sér, munu báðir þessir leikmenn verða í bullandi vandræðum með meiðsli í allan vetur. Sérstaklega Roy, sem bara á ekki að geta spilað sem atvinnumaður í körfubolta með þessi ónýtu hné.

Ef Úlfarnir verða hinsvegar bænheyrðir og ofangreint par heldur heilsu, á þetta lið nánast takmarkalausa möguleika í baráttunni.

Kevin Love er trúlega besti kraftframherjinn í heiminum í dag og Ricky Rubio er frábær leikmaður, miklu betri en við áttum von á - sérstaklega í vörninni. Rick Adelman þjálfari er í hópi bestu þjálfara deildarinnar og tröllið Pekovic hefur komið mikið á óvart í miðjunni.

Bætum svo við þetta æstum og ört vaxandi aðdáendahóp og hinum spennandi Alexey Shved frá Rússlandi og við erum komin með mest spennandi lið vetrarins í NBA.

Hann verður þétt setinn bekkurinn á Úlfavaktinni í vetur, það er öruggt.

Sjáðu bara:

PG - Ricky Rubio
SG - Brandon Roy
SF - Andrei Kirilenko
PF - Kevin Love
C  - Nikola Pekovic

Þetta er bara hörkulið ef allir eru sæmilega heilir. Stórt ef, en samt.

Téður Shved verður svo á bekknum þar sem Chase Budinger frá Houston og Greg Stiemsma frá Boston verða líka í vetur. Þá getur Derrick Williams ekki annað en bætt sig eftir að hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum á síðustu leiktíð.

Skrumið verður mikið í kring um Úlfana í vetur, en það eru ástæður fyrir því.

Það verður til dæmis ekki leiðinlegt að sjá hugmyndaríka sóknarmenn á borð við Rubio og Kirilenko læða sér daglega á tilþrifalista með skemmtilegum sendingum.

Veikleikar Wolves síðasta vetur voru varnarleikurinn og afleit frammistaða vængmanna.

Kirilenko, Roy og Shved hjálpa sannarlega til í þessu.

Þá er ekki síður mikilvægt að Minnesota hefur hægt og örugglega verið að losa sig við rugludalla og leikmenn sem kunna ekki körfubolta að undanförnu. Þar koma nöfn eins og Darko Milicic upp í hugann.

Þó útlitið sé bjart hjá Úlfunum, er það þó ekki eintómt sólskin. Það eru ekki mörg frábær lið í Vesturdeildinni, en hellingur af góðum liðum, sem eru slæm tíðindi fyrir Minnesota.

Meiðsli Ricky Rubio gera það að verkum að liðið á að öllum líkindum eftir að verða í vandræðum framan af vetri og það eitt getur nægt til að fella það nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Við skulum þó vona að svo verði ekki. Það halda allir með Úlfunum í vetur.

Þetta er að byrja krakkar






























Enn einu sinni er körfuboltavertíðin farin af stað hérna heima á klakanum. Um leið og við heyrum boltann skoppa og ískrið í skónum, hefst fuglasöngur í hjörtum okkar því þá er stutt í jólin.

Við skelltum okkur á leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Ásgarði í vikunni. Þetta var leikur í Reykjanesmótinu og voru það heimamenn sem höfðu betur þó þeim gengi illa að hrista af sér baráttuglaða guttana úr Njarðvík.

Það er ekki tímabært að ræða strategíu eða spilamennsku í þessum leik, en það sem er ofar á baugi er að skoða leikmannamálin.

Stjarnan hefur endurheimt sjálfan Kjartan Atla Kjartansson í skotbakvarðarstöðunni og er það afar jákvætt. Ká Joð er óhemju jákvæður maður sem sómi er að fá aftur í úrvalsdeildina eftir að hann tók Riley-inn með FSu.

Sem dæmi um jákvæðni Kjartans má nefna að hann hefur ákveðið að leyfa Marvin Valdimarssyni að halda treyjunúmerinu sínu (4) og spilar því í búningi númer sjö í vetur.

Það er alltaf bræðrabragur á Stjörnumönnum og veturinn ´12-´13 verður engin undantekning.

Ekki er vitað hvernig verður með tvíburana í miðjunni, en það er gaman að geta þess að hinn efnilegi fyrrum FSu-maður Lil Marv er genginn til liðs við bróður sinn Marvin Valdimarsson í Stjörnunni.

Lil Marv heitir réttu nafni Sæmundur Valdimarsson, en mun að öllum líkindum ganga undir nafninu Lil Marv hér á síðunni þangað til hann treður yfir einhvern í leik.

Það ætti ekki að vera ósanngjörn uppástunga, þó bróðir hans sé enn feiminn við að troða nema í upphitunum. Þú sérð Marvin klappa yngri bróður sínum á kollinn á myndinni hér til hliðar.

Erlendur leikmaður Stjörnunnar er í okkar huga dálítið spurningamerki, en hann mun einmitt ganga undir nafninu Erlendur þangað til hann sannar sig.

Verður trúlega ekki eini maðurinn sem fær það gælunafn á haustmánuðum.

Eitt af því skemmtilegasta við haustleikina er að sjá hvernig ungu mennirnir hafa varið sumrinu.

Hafa þeir verið duglegir að æfa? Munu þeir bæta sig og taka við stærra hlutverki í vetur?

Okkur skilst að Dagur Kár Jónsson hafi gert meira en að tana sig og skerpa hárgreiðsluna í sumar og það verður óhemju áhugavert að fylgjast með pilti í vetur.

Þar er á ferðinni einn af áhugaverðustu ungu leikmönnum deildarinnar. Hann fær væntanlega stærri rullu hjá Teiti í vetur.

Hvað Njarðvíkurliðið varðar verður ekki auðvelt fyrir það að toppa síðasta vetur þegar það fór fram úr væntingum flestra. Þar á bæ eru líka margir vel þjálfaðir ungir og efnilegir piltar sem gaman verður að skoða í vetur.

Aftur á skrifstofuna


Ritstjórn NBA Ísland er nú mætt aftur til starfa eftir smá sumarleyfi.

Það var ekkert minna en dásamlegt að skreppa aðeins í sólina.

Við vonum að þetta hafi ekki valdið lesendum miklum óþægindum.

Við erum með bullandi samviskubit yfir því að vera að loka sjoppunni svona, en það borgar sig að hlaða rafhlöðurnar fyrir veturinn.

Það er ýmislegt skemmtilegt framundan. Kannski þurfum við að ræða eitt og annað frá síðasta vetri, spá í spilin fyrir komandi leiktíð og auðvitað huga að heimabrugginu, en nú er t.d. Reykjanesmótið farið í gang.

Þá er á stefnuskránni að keyra hlaðvarpið aftur í gang og svo er alltaf eitt og annað klassískt og tímalaust sem dettur inn á borðið eins og til dæmis pistill um launahæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar.

Það er því um að gera að byrja aftur að líta daglega við á NBA Ísland og reyna að fyrirgefa ritstjórninni það að stinga svona af í frí án þess að tilkynna það kóngi eða presti.


Thursday, September 6, 2012

Nýr Knicks búningur


Einfalt er best. Falleg hönnun á klassískum búningi. Kannski það síðasta sem Knicks-menn geta brosað yfir á leiktíðinni. Vonandi ekki. Samt frekar hallærislegt að frumsýna búning númer sjö.


Barn lét lífið í framhjáakstri



Rapparinn Lil JoJo var myrtur á götum Chicago í gær.

Hann var sextán ára og ekki kominn í mútur.

Banameinið reyndist framhjáakstur, eins og svo vinsælt er í gengjabransanum.

JoJo var reyndar á reiðhjóli þegar hann var skotinn. Allt mjög eðlilegt bara.

Talið er að þetta rapp-diss hér fyrir neðan hafi verið kveikjan að ódæðinu og að mennirnir (börnin) sem stóðu að baki morðinu séu þeir sem hann drullar yfir í myndbandinu.




Einhver kommentaði svo skemmtilega neðan við youtube-myndbandið:

"Hvar voru allar þessar byssur þegar ráðist var á hann?"

Ofbeldið í Chicago er hætt að vera fyndið. Borgin er vígvöllur. Obama ætti kannski að taka pásu í að sníkja pening og fara heldur út í bakgarðinn sinn og taka til.

Meira af Stephen Jackson (via TBJ)


Hér snæðir hann djúpsteikt rif úr smiðju frænda síns. Eins og sjá má í upptalningunni er ekkert dýr undir sólinni óhult fyrir steikingarpotti frændans. Eitthvað svo eðlilegt að sjá Jackson éta rif í slo-mo.


Við erum hrædd við Stephen Jackson


Hvernig eru börnin ekki logandi hrædd við Stephen Jackson? Hversu oft á dag ætli hann snappi á þau? Ætli það þyki alveg eðlilegt að Stephen Jackson sé að vinna með börnum? Erum við hérna á ritstjórninni ein um það að verða skíthrædd um að eitthvað slæmt sé að fara að gerast þegar við sjáum Stephen Jackson hækka röddina í áttina að börnunum? Vita foreldrar barnanna ekki að Jackson er lágmark með tvö hlaðin skotvopn í hanskahólfinu á bílnum sínum  - og að það eru góðar líkur á því að séu ekki 72 klukkustundir síðan hann beindi annari þeirra að einhverjum?


Wednesday, September 5, 2012

Kevin McHale og galdurinn að vinna


"At the end of the day, that’s what this league is all about. 

We’ve got to get these guys willing to fight for each other and go out there and fight for the win. Whatever it takes to make that happen, they’ll do it.

Again, that is not the sexy, ‘Oh you’re in the NBA, you get paid.’ That’s why half these clowns in this league don’t win anything. They don’t realize that it comes down to how hard you’re willing to fight for each other. It’s your team. 

How hard are you willing to fight for it? What are you willing to do to win that game that night and then what are you willing to do to win that game the next night? You do that 82 times, then you do it another twenty-something times in the playoffs if you’re lucky and you win a championship. 

Because the answer is: Whatever it takes. When you have a team that says, ‘I’ll do whatever it takes to win,’ you’re moving in the right direction.

Most teams have guys who say, ‘Well, I’ll play up to this point, but after that, now I’m uncomfortable. You mean I have to put a body on LeBron James and box him out? Wait a minute now.’ So you want to find the guys who will do whatever it takes to win and we’ve got to find out how many of these young guys are willing to do that and then – win, lose or draw – are willing to do it all over again the next night.

It’s a grind. The NBA is a huge grind. It’s not a sexy league. Everybody thinks that it is. But it’s a grinder’s, workman’s, tough league. I always chuckle because I see people writing that it’s about something else. They’ve never played. I’ve never seen a guy who’s played in this league and had success who hasn’t said the exact same thing. It’s all people from afar or people who have never won who say it’s about something else. Talk to anybody who’s won and they’ll tell you it’s a grind and it’s all about finding a way to bring it every night.

So that’s what we’ve got to find out with our team: How many of those guys do we have?"

-- Kevin McHale, þjálfari Rockets og þrefaldur NBA-meistari með Boston Celtics

-- Lestu allt viðtalið hér.

Þetta hefði geta orðið eitthvað











































Kringumstæður bara leyfðu það ekki.

Þessir voru þægilegir



Tuesday, September 4, 2012

Þegar Robert Parish var yngri


Hvort sem þú trúir því eða ekki, var Robert Parish einu sinni aðeins yngri en hann er í dag. Hér er mynd af kappanum þegar hann lék með Golden State Warriors. Þá var hann stundum sakaður um leti. Það breyttist þegar Celtics stal honum. Tæpum tveimur áratugum síðar var hann orðin goðsögn.


Timbo



Grantar



Ó hve gaman var nú þá