Friday, September 21, 2012

Launahæstu leikmenn allra tíma


Það er ekki okkur líkt að velta okkur mikið upp úr því hvað fólk hefur í laun. Kannski bara þegar kemur að því hvort atvinnuíþróttamenn vinna fyrir þeim eða ekki.

Við rákumst á metnaðarfulla töflu um daginn sem sýnir 100 launahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi og rákumst þar á nokkur skrítin nöfn. Auðvitað er ekki hægt að bera saman launatölur leikmanns sem er að klára ferilinn í dag - eins og t.d. launahæsta körfuboltamanns allra tíma, Kevin Garnett - og manns sem hætti að spila fyrir áratug eða svo (Michael Jordan). Það sést líka greinilega þegar taflan er skoðuð.

Því er þó ekki að neita að það eru menn inni á topp 100 sem ættu alls ekki að vera þar. Voru bara heppnir að lifa á tímum greindarlausra framkvæmdastjóra í óðum efnahag.

Meira þarf ekki að segja um þetta. Skoðaðu bara töfluna og þá getur þú metið fyrir þig hvernig félögin í NBA hafa varið peningum sínum undanfarin ár. Sumt af þessu er grátlegt.

Smelltu til að stækka.