Wednesday, September 19, 2012

Enes Kanter er orðinn hrikalegur


Tyrkneski miðherjinn Enes Kanter átti þokkalegan vetur á nýliðaárinu sínu með Utah Jazz á síðustu leiktíð. Ekki síst þegar haft er í huga að drengurinn hefur tæknilega ekki spilað körfubolta nema í nokkra mánuði. Ok, örfá ár.

Kanter byrjaði mjög seint að spila körfubolta og stunda íþróttir almennt - og mátti svo ekki spila í háskóla árið áður en hann byrjaði í NBA.

Þar fékk hann svo auðvitað ekkert undirbúningstímabil vegna verkbannsins, svo við gætum átt eftir að sjá talsverðar framfarir frá pilti á næstu misserum. Nú eða ekki - hver veit.

Það má vel vera að hann verði aldrei sérstakur í körfubolta, en maður lifandi hefur drengurinn ráðist í lóðin síðan hann kom í NBA.

Hann var engin rengla þegar hann kom inn í deildina, en eftir harðar æfingar í sumar lítur drengurinn út eins og herra Olympia.

Mætti halda að hann hefði fundið gamalt prógramm frá Karl Malone í æfingastöðinni hjá Jazz.




















Hvaða rugl er þetta?