Thursday, September 6, 2012

Við erum hrædd við Stephen Jackson


Hvernig eru börnin ekki logandi hrædd við Stephen Jackson? Hversu oft á dag ætli hann snappi á þau? Ætli það þyki alveg eðlilegt að Stephen Jackson sé að vinna með börnum? Erum við hérna á ritstjórninni ein um það að verða skíthrædd um að eitthvað slæmt sé að fara að gerast þegar við sjáum Stephen Jackson hækka röddina í áttina að börnunum? Vita foreldrar barnanna ekki að Jackson er lágmark með tvö hlaðin skotvopn í hanskahólfinu á bílnum sínum  - og að það eru góðar líkur á því að séu ekki 72 klukkustundir síðan hann beindi annari þeirra að einhverjum?