Thursday, September 27, 2012
Chris Paul í krönsinu
Á síðustu tveimur árum í NBA deildinni er Chris Paul búinn að hitta úr 107 af 115 vítaskotum sínum á síðustu fimm mínútunum í jöfnum leikjum.
Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu fimm mínútum leikja þar sem munurinn er innan við sex stig. Aðeins Kevin Durant (döh) og Joe Johnson hafa skorað fleiri stig innan þessa ramma.
Þér bregður kannski að sjá nafn Joe Johnson þarna, en þú verður að hafa í huga að leikaðferð Atlanta Hawks í stjórnartíð síðustu tveggja þjálfara á síðustu fimm mínútum leikja hefur verið að gefa boltann á Joe Johnson, láta hann drippla þangað til skotklukkan er búin og taka svo skot.
Þetta er án undantekninga.
Johnson er reyndar ágætis neyðarkarl, en þessi tölfræði er ekki marktæk í hans tilviki vegna "leikaðferðar" liðs hans.
Efnisflokkar:
Á ögurstundu
,
Chris Paul
,
Neyðarkarlar