Monday, September 24, 2012

NBA Ísland á ferð og flugi


Lesendur NBA eru víðar en á Íslandi. Fyrir nokkru birtum við myndir af einum í Chicago og hér fyrir neðan má sjá einn góðan pósa fyrir framan nokkur þekkt kennileiti í Los Angeles.

Þetta er góðvinur ritstjórnarinnar Gunnar Björn Helgason, sem þarna var í viðskiptaferð í Englaborginni. Þeir sem hlusta á Hlaðvarp NBA Ísland kannast við kauða.

Þegar líður á veturinn er aldrei að vita nema við fáum myndir af Úlfavaktinni í Minneapolis. Ef þú átt einhverjar skemmtilegar körfubolta- eða NBA-tengdar myndir, máttu endilega senda þær á nbaisland@gmail.com