Thursday, September 6, 2012
Barn lét lífið í framhjáakstri
Rapparinn Lil JoJo var myrtur á götum Chicago í gær.
Hann var sextán ára og ekki kominn í mútur.
Banameinið reyndist framhjáakstur, eins og svo vinsælt er í gengjabransanum.
JoJo var reyndar á reiðhjóli þegar hann var skotinn. Allt mjög eðlilegt bara.
Talið er að þetta rapp-diss hér fyrir neðan hafi verið kveikjan að ódæðinu og að mennirnir (börnin) sem stóðu að baki morðinu séu þeir sem hann drullar yfir í myndbandinu.
Einhver kommentaði svo skemmtilega neðan við youtube-myndbandið:
"Hvar voru allar þessar byssur þegar ráðist var á hann?"
Ofbeldið í Chicago er hætt að vera fyndið. Borgin er vígvöllur. Obama ætti kannski að taka pásu í að sníkja pening og fara heldur út í bakgarðinn sinn og taka til.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Obama
,
Og nú að allt öðru
,
Skotvopn
,
Tónlistarhornið
,
Útivistartími barna