Friday, November 30, 2012

Ersan Ilyasova og Hedo-heilkennið




Ersan Ilyasova hefur verið nokkuð í fréttum í haust og þó það nú væri. Komið hefur í ljós að hann hefur skitið á sig eftir næstum hvern einasta leik Bucks til þessa.

Ilyasova er fæddur á Eskişehir (Eskifirði) í Tyrklandi þann 15. maí 1987. Fyrstu fimm árin sín með Bucks var hann með að meðaltali 1,6 milljónir dollara í árslaun, sem er ansi hreint lítið miðað við það sem gengur og gerist í NBA.

Ekki fór mikið fyrir piltinum fyrstu árin, en á síðustu leiktíð byrjaði hann allt í einu að leggja fram svona leiki (stig/fráköst):

19/15, 17/17, 20/16, 31/12, 32/10, 29/25, 17/16, 7/19.

Sannarlega ekki á hverjum degi sem menn bjóða upp á 29 stig og 25 fráköst í einum leik.  Aðeins Ástþór býður upp á svona tölur - eða það héldum við þar til Ilyasova frussaði upp þessari stera-línu gegn Nets á síðustu leiktíð.

Og svo er hann brúkleg langskytta líka, svona eins og sykurlaus Ástþór.

Þvílík tilviljun að Ersan okkar skuli hafa verið með lausa samninga mitt í öllum þessum látum!

Og rétt eins og landi hans Hidayet "Hedo" Türkoğlu hérna um árið, virðist Ilyasova nú ætla að gera fátt annað en að drulla í buxurnar eftir að hafa skrifað undir samning sem færir honum 8 milljónir dollara á ári næstu fimm árin.

Það er milljarður króna á ári.

Sjáðu bara hvað tölfræðin hans hefur hrunið.

Vonandi nær Ilyasova að hrista þetta af sér og vonandi er hér ekki um Hedo-heilkennið að ræða. Kannski væri heppilegra að kalla það bara Tyrkjarán.

Það er svívirðilegt hvað er auðvelt að búa til ódýra orðaleiki úr raunum Ilyasova og biðjum við lesendur umsvifalaust afsökunar á því.

Já, krakkar, það væri synd ef Ersan næði sér ekki á strik á ný, verandi sjaldgæfur og solid fjórfari.

Svo er auðvitað alltaf sá hræðilegi möguleiki fyrir hendi að Scott Skiles þjálfari drepi hann hreinlega með ryðfríum kartöflustappara.

Maður sem var tilbúinn að fljúgast á við Shaquille O´Neal lætur það nú ekki eftir sér að mauka einn Tyrkjadjöful sem er að stela kaupinu sínu.

Það er kannski ljótt að segja svona, en þið vitið að okkur gengur aldrei annað en gott til. Þetta er aðeins ætlað sem hvetjandi skrif til handa efnilegum leikmanni sem villst hefur af leið og stefnir í glötun.

* - (Lausleg þýðing) Áttavilltur ungur maður í NBA - ENDAÞARMSINNLEGG ERSANS

Kettirnir og fræga fólkið



Ristill: David Stern vs San Antonio


Enn og aftur erum við með óbragð í munninum yfir fyrirætlunum David Stern. Hann hefur nú gefið það út í dramakasti að hann ætli að refsa San Antonio fyrir ákvörðun þjálfarans að hvíla lykilmenn liðsins í útileik þess gegn Miami í nótt.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Popovich þjálfari Spurs gerir þetta. Hann gerði þetta amk í tvígang á síðustu leiktíð og fékk liðið stóran skell í annað skiptið. San Antonio hefur aldrei unnið leik þegar Popovich hefur ákveðið að hvíla þá Duncan, Ginobili og Parker og það breyttist ekki í nótt, þó tapið væri afar naumt gegn meisturunum.

Twitter hefur auðvitað logað út af þessu máli í alla nótt og við verðum að segja að það kemur okkur á óvart hve margir hafa tekið upp hanskann fyrir viðbjóðinn hann David Stern í þessu máli.

Það þýðir þó ekki að megi ekki finna að þessari ákvörðun Popovich, alls ekki.

Við erum af gamla skólanum og þó Popovich eigi að heita það líka, hefur það ekki aftrað honum frá því að taka þessa umdeildu ákvörðun um að hvíla fjóra stigahæstu leikmenn sína fyrir leikinn í Miami.

Það sem við eigum við þegar við segjum að við séum af gamla skólanum, er best að útskýra með því að vitna í Jerry Sloan, fyrrum þjálfara Utah Jazz. Sloan benti alltaf á það að leikmenn skulduðu fólkinu það að gefa 100% í alla leiki - alltaf - því fólkið sem borgaði stórfé inn á leikina ætti það skilið.

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þeim gamla og ekki var hann að hvíla sína menn Stockton og Malone með þessum hætti, þó þeir spiluðu báðir fram undir og yfir fertugt hjá honum.

Sloan þekkti það jafnvel betur en Popovich hvernig var að keyra á lykilmönnum sem komnir voru langt fram yfir sitt léttasta skeið, svo hans skoðun telur því þungt í þessu samhengi að okkar mati.

NBA leikmenn eru, þegar öllu er á botninn hvolft, milljarðamæringar og eiga því að vera nógu góðir til að spila þessa leiki sem eru á töflunni eins og allir aðrir.

Annað atriði sem er auðvelt að gagnrýna við ákvörðun Pop, er að hann skuli senda leikmennina upp í flugvél og heim til Texas - í stað þess að leyfa þeim bara að sitja á bekknum og hvíla.

Að senda þá heim gerir meira í því að senda deildinni langt nef en bara það að hvíla þá (þó það sé auðvitað miklu meiri hvíld í því að fara bara heim í sófa).

En nú komum við að hinni hliðinni á peningnum - hliðinni sem snýr upp að okkar mati.

Gregg Popovich ræður hvað hann gerir við liðið sitt og það kemur engum rassgat við. Hvorki þér né David Stern

Popovich, Duncan, Parker og Ginobili hafa unnið sér það inn frá því fyrir aldamót að gera það sem þeim fokkíngs sýnist. Þeir hafa unnið sér inn virðingu til þess og höfðu í þessu tilviki unnið sér inn fyrir því að fá smá frí, því liðið hefur byrjað leiktíðina með bravúr og var að koma úr bestu útileikjarispu Í SÖGU NBA áður en kom að Miami leiknum.

Spurs var búið að vinna 29 af síðustu 33 útileikjum sínum og toppar þar m.a. ótrúlegan árangur Chicago-liða Michael Jordan á sínum tíma - annað þeirra náði til að mynda besta árangri allra tíma, 72-10.

Þá hefur þessi lykilmannskapur San Antonio jú unnið fjóra meistaratitla, svo ef einhver þjálfari og einhver mannskapur hefur unnið sér það inn að fá að hvíla einn bévítans leik - er það þetta San Antonio lið.

Ef það er einhver ákveðin tegund leikmanna í NBA sem er líklegri en önnur til að meiðast, er það leikmenn sem eru undir gríðarlegu álagi.

Ef einhver tegund leikmanna er líklegri en þessi til að meiðast, eru það gamlir leikmenn undir miklu álagi.

Það er nóg af þessum efnivið í San Antonio og þetta veit Popovich ósköp vel. Hann er að tefla til að vinna meistaratitil, ekki til að reyna að komast í úrslitakeppnina. Hann er að spila heilt tímabil, ekki bara að reyna að vinna næsta leik til að bjarga á sér beikoninu eins og svo margir aðrir þjálfarar í NBA.

Og ekki fara að væla um að stuðningsmenn Miami hafi borgað góðan pening til að sjá stórstjörnur San Antonio. Þið vitið öll að San Antonio er almennt álitið minnst sexí körfuboltalið í deildinni af Jóni Jónssyni úti í bæ og 90% af kasjúal fans eru búnir að fá hundleið á Spurs fyrir tíu árum síðan.

Það er ekki verið að neita þeim um að sjá Kobe eða Durant. Þetta er gamla, leiðinlega San Antonio, svo þessi afsökun er ekki tekin gild. Sorry.

Það er til fordæmi um svona sektir í NBA. Valdafyllibyttan David Stern sektaði Pat Riley og Los Angeles Lakers um 25 þúsund dollara árið 1990 fyrir að hvíla lykilmenn eins og Magic Johnson og James Worthy í lokaleik deildakeppninnar.

Það er einfaldlega rangt að Stern skuli rísa upp á afturlappirnar og taka geðkast allt í einu núna þegar Spurs er búið að gera þetta oft áður. Það er því eiginlega sársaukafullt hve augljóst það er af hverju Stern er að bregðast svona við núna.

Stern hefur fengið símtal frá reiðum toppi frá TNT sjónvarpsstöðinni þegar í ljós kom að Spurs ætlaði að hvíla sína bestu menn, því auðvitað snýst NBA deildin ekki um neitt annað en peninga eins og allt annað.

Sjónvarpspeningar eru dýrmætustu og mestu peningarnir í öllu NBA-samhenginu og David Stern er ekki maður sem lætur skamma sig. Hann mun því taka alla sína ógæfu út á San Antonio og setja eitt af sínum fasistafordæmum, sannið til.

Refsingin sem hann mun skella á Spurs er aukaatriði í sjálfu sér, það eru viðbrögð Stern sem fara í taugarnar á okkur. Var virkilega ekki hægt að ræða málin? Var ekki hægt að gefa Spurs aðvörun?

Heimildir herma að Stern hafi ekki svo mikið sem sett sig í samband við San Antonio áður en hann rauk í fjölmiðla og gaf út að hann ætlaði að refsa félaginu. Þetta eru dæmigerð diktatoravinnubrögð hjá þessum hrokafulla, peningagráðuga  og valddrukkna fáráði.

Stern var maðurinn sem kom NBA deildinni á koppinn, það verður ekki af honum tekið, en rétt eins og margir menn í valdastöðum, vissi hann ekki hvenær hans tími var kominn. Hann hefði átt að hætta fyrir löngu síðan.

Verst af þessu öllu er svo þessi óþolandi hræsni í yfirlýsingu hans að biðja stuðningsmenn NBA afsökunar á gjörðum San Antonio í kvöld.

Ertu að grínast, gölturinn þinn!?!

*Hvernig væri að byrja á að biðjast afsökunar á Donaghy-skaldalnum?

*Hvernig væri að biðjast afsökunar á verkbanninu í fyrra?

*Hvernig væri að minnka álagið á leikmenn í deildinni?

*Hvernig væri að biðjast afsökunar á því hvernig nokkur lið gera það viljandi og kerfisbundið að tapa leikjum á hverju einasta vori út af gölluðu kerfi í deildinni? #Tanking

*Hvernig væri að biðjast afsökunar á Charlotte Bobcats og Washington Wizards?

Líttu í eigin barm, hrokafulla, elliæra svín.

Það verður dásamlegt þegar þú hættir.

Wednesday, November 28, 2012

Því ekki að halda með Nets?



Skriðdýrið Joey Crawford hatar sviðsljósið



Flensuleikurinn dugði ekki


 Auðvitað kom Indiana með einn flottan sigur til að fylgja eftir ristlinum sem við skrifuðum um liðið hérna á dögunum. Auðvitað fór Indiana til Los Angeles og lagði jójólið Lakers 79-77.

George Hill var óhemju svalur í lokin og skoraði tvær síðustu körfur Indiana, sitt hvoru megin við stóran þrist frá Kobe Bryant sem lyfti honum í 40 stigin þrátt fyrir flensu.

Það er tíska að spila vel með flensu, rétt eins og að binda mönnum helskó til að ganga á til Valhallar.

Kobr Bryant hefur nú skorað 40 stig eða meira 114 sinnum á ferlinum. Hitti 12 af 28 skotum í nótt, hirti 10 fráköst og tapaði 10 boltum.

Verst að Lakers hafi tapað leiknum. Þú vinnur ekki þegar þú tapar 19 boltum og klikkar á tuttugu vítum. Tuttugu! Þar af var Dwight Howard 3 af 12. Þetta á ekki að vera hægt.

Það er ekkert að marka þetta Lakers-lið fyrr en Nash kemur aftur og liðið nær að spila sig saman.

Það er reyndar langt í það, en stóra spurningin er líka hvort meiðslastandið á þessum fuglum kemur yfir höfuð til með að leyfa þeim að stilla saman strengi.

Ef þú heldur að Dwight Howard hafi verið dómínerandi í leiknum með 17 stig og 8 fráköst, bíddu þá þar til þú heyrir hvað Roy Hibbert gerði. Stjörnuleikmaðurinn sá skilaði 8 stigum og 5 fráköstum á hvorki meira né minna en 18 mínútum áður en hann fékk sjöttu villuna.

Þvílíkir kálfar, gungur og lyddur.

Lakers verður því eitthvað áfram með lakari árangur en Charlotte Bobcats.

Nú er nóg komið, sögðu Körfuboltaguðirnir...


...þegar Minnesota hafði tapað fimm leikjum í röð. Hvað getur það verið annað þegar Ástþór ísar leikinn með svona skoti. Hann hefur fengið einhverja hjálp við þetta síðasta skot sitt, þó hann hafi átt megnið af 23 stigunum og 24 fráköstunum sínum sjálfur.



Tuesday, November 27, 2012

0-12 í myndum



Eigum við að hafa áhyggjur af Clippers?


Nei, ekki stórar.

Þetta er niðurstaða vísindalegrar skyndikönnunar sem við gerðum í nótt eftir að Clippers drullaði enn og aftur á sig á heimavelli gegn liði sem það ætti að nota sem dyramottu.

Smelltu á myndina hér til hliðar til að sjá skeddjúlið hjá Clippers það sem af er.

Leikur Clippers og Hornets í nótt var sannarlega fjörugur og meira að segja sögulegur í leiðinni.

Caron Butler sló félagsmet Randy Foye (8) frá í fyrra með því að setja níu þrista fyrir Clippers. Það kom þó ekki í veg fyrir að New Orleans færi með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi 105-98 í Staples Center.

Fjögur stig (1-9 í skotum) Blake Griffin hjálpuðu Clippers liðinu frekar lítið.

Þetta var fjórða tap Clippers í röð og því eru margir farnir í panikk, því það eru ekki margir dagar síðan menn voru að tala um Clippers sem alvöru áskoranda í slagnum um Vesturdeildina.

Þolinmæði og yfirvegun hefur aldrei verið sterkasta hlið þeirra sem fylgjast með NBA. Gildir þá einu hvort um er að ræða blaðamenn eða almenna aðdáendur.

Við skulum samt kíkja á töfluna hjá Clippers og kryfja þetta betur. Clippers átti, fyrir það fyrsta, að byrja leiktíðina 10-0.

Aðeins aulaleg heimatöp fyrir Golden State og Cleveland komu í veg fyrir þessa fullkomnu byrjun. Ekkert annað en vanmat og leti í gangi. Þess vegna byrjaði liðið 8-2 í stað 10-0.

Þessi fjögur töp sem hafa komið í kjölfarið eru svo ofur-skiljanleg.

Þrír fyrstu leikirnir voru á útivelli. Fyrst tapar liðið fyrir Oklahoma City í framlengdum naglbít og er því næst svo óheppið að hitta á einn af þremur leikjum Nets í vetur þar sem liðið nær að spila vörn.

Strax kvödið eftir kemur svo tap fyrir Atlanta Hawks, en slík töp er auðvelt að skrifa á þreytu.

Það er mikil og stór klisja í NBA að enginn leikur sé jafn "hættulegur" og fyrsti leikurinn á heimavelli eftir nokkurra leikja keppnisferðalag.

Þessi klisja sannaðist heldur betur í nótt þegar Clippers tók á móti New Orleans Hornets, sem var án sinna tveggja bestu manna og búið að tapa sjö leikjum í röð.

Clippers átti aldrei möguleika í leiknum, þó baráttan hafi verið til staðar, amk í síðari hálfleik. Það er bara erfitt að vinna lið sem skjóta 15 af 25 (60%) úr þristum.

Stuðningsmenn Clippers þurfa ekki að örvænta. Við kíktum á töfluna hjá liðinu út árið og getum með sanni sagt að hún er ekki ýkja ógnvekjandi. Liðið á ekki einn leik við mjög sterkt lið fram að áramótum. Boston, Denver, Dallas - þetta eru bestu liðin sem Clippers á við að eiga út árið - restin er drasl.

Lamar Odom hefur kannski algjörlega misst áhuga og ástríðu fyrir körfubolta, en Clippers á eftir að fara skælbrosandi inn í nýja árið í bullandi samkeppni um toppsætið í Vesturdeildinni.

Það yrði þó enn betra fyrir Clippers ef töpin yrðu fleiri en sigrarnir á næstu vikum, því þá myndi stjórnin kannski sjá að sér og reka þjálfarann. Del Negro er engan veginn nógu góður þjálfari til að stýra jafn góðum mannskap og Clippers hefur innan sinna raða.

Ræður ekkert við verkefnið.

Umfjöllun: Thunder-Bobcats






























Hérna eru svo tölurnar.  Annað var það ekki góðir hálsar.

Taktu þátt í skemmtilegum leik með Drew Gooden


Þetta er mjög eðlileg mynd, enda varð hún til að beiðni hins snar-eðlilega Drew Gooden hjá Milwaukee Bucks. Gooden hefur verið mjög upptekinn við að stela kaupinu sínu í vetur, en datt í hug að setja á skemmtilegan leik fyrir stuðningsmenn Bucks fyrir leik liðsins gegn Bucks í nótt. Þú getur lesið um það hér.




















Gooden þessi lék áður með Chicago Bulls, en það er ósköp eðlilegt því hann á ekki eftir að prófa að spila nema með 2-3 liðum í deildinni. Mjög sérstakt eintak, hann Gooden. Líklega hæfileikaríkasti og besti lélegi leikmaður deildarinnar.


Urrr!



Tvífarar dagsins


DeMarre Carroll hjá Utah Jazz og Chris Partlow (Gbenga Akinnagbe) úr The Wire.




Z-Bo og fráköstin


Zach Randolph, eða Z-Bo eins og hann er gjarnan kallaður, átti ljómandi fínan leik þegar lið hans Memphis marði undirmannað lið Cleveland 84-78 í nótt.

Randoph skoraði 19 stig í leiknum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum, en hann hirti aðeins 8 fráköst á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Flestir leikmenn í deildinni yrðu sáttir við að hirða 8 fráköst í leik, en ekki Z-Bo.

Þessi átta fráköst voru auðveldlega það langminnsta sem hann hefur tekið í leik í vetur og var þetta í fyrsta skipti sem hann nær ekki tveggja stafa tölu. Fyrir leikinn í nótt, hafði hann ekki tekið undir 11 fráköst í hverjum einasta leik í vetur, sem er ansi magnað.

Randolph er með 13,4 fráköst að meðaltali í leik þegar þetta er skrifað og er í öðru sæti deildarinnar í þeim tölfræðiflokki, en hann tapaði reyndar illa í frákastabaráttunni fyrir manninum sem leiðir deildina í leiknum í nótt.

Brasilíumaðurinn Anderson Varejao hjá Cleveland reif nefnilega niður 22 fráköst og er því enn öruggur í efsta sætinu á frákastalistanum með rúmlega 14 að meðaltali í leik. Nokkuð óvæntur árangur hjá Varejao.

Getraun dagsins


Þessir heiðursmenn eru allir löngu hættir að spila í NBA deildinni og einn þeirra er meira að segja orðinn aðalþjálfari í deildinni. Þessir þrír virðast í fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt annað en að hafa gert góða hluti í NBA á níunda áratugnum, en þó eru tvö atriði sem tengja þessa menn nokkuð skemmtilega saman. Getur þú nefnt þessi atriði?


Monday, November 26, 2012

Barnes yfir Stóra-Pek


Þessi hrikalega troðsla átti sér stað í leiknum sem við minntumst á í síðustu færslu. Hér er Harrison Barnes að stanga úr endajöxlunum á Stóra-Pek. Líklega öflugasta andlitsmeðferð ársins til þessa.

NBA Ísland í Oracle Arena


Dyggur lesandi NBA Ísland, Gunnar Stefánsson, skellti sér á leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves um helgina. Hann gætti þess auðvitað að vera vel til fara eins og þið sjáið á myndinni. Gunnar er með þessu kominn í Heiðurshöll NBA Ísland - þó það nú væri.



Friday, November 23, 2012

Innlit hjá einskisnýtu Indiana

























Paul George hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur í einum leik með Indiana en Reggie Miller gerði nokkru sinni. Það er dálítið skondið, þar sem George er aðeins á sínu þriðja í deildinni og er miklu þekktari fyrir að vera troðari en langskytta.

George setti níu þrista þegar Indiana marði meiðslum hrjáð lið New Orleans á heimavelli í framlengdum leik á dögunum. Þristarnir hans George komu allir í síðari hálfleik og framlengingu.

Reggie Miller, ein frægasta þriggja stiga skytta sögunnar, átti tvo átta þrista leiki á ferlinum.

Árið 1993 átti hann 8 af 16 leik og árið 1997 setti hann aftur 8 þrista, en að þessu sinni úr 10 tilraunum. Sá leikur var einmitt gegn Hornets, sem þá var í Charlotte.

Þessi sigur á Hornets kvöldið fyrir Þakkagjörð var ekki nóg til að koma Indiana í 50% vinningshlutfall og í okkar bókum hefur ekkert lið í deildinni valdið öðrum eins vonbrigðum og Indiana það sem af er nema kannski Lakers - og þó ekki.

Danny Granger er enginn LeBron James þó hann haldi það stundum. En það mætti halda að hann væri Indiana-liðinu jafn mikilvægur og James er Miami, því liðið er bókstaflega búið að vera með drulluna í hárinu síðan hann meiddist.

Indiana átti að vera liðið til að fylgjast með í Austurdeildinni - Úlfarnir í austrinu ef þannig má að orði komast. Í staðinn er liðið í bullinu og eitt versta sóknarlið deildarinnar. Kannski sá Larry þetta fyrir og nennti þessu ekki. Kannski voru það þessir aumingjar sem urðu þess valdandi að Goðsögnin Larry kaus að snúa baki við leiknum.

Það væri hrikalegt að hafa á samviskunni þegar horft er til þess að ekki einu sinni Ron Artest og Stephen Jackson fengu hann til að hætta með því að ráðast á áhorfendur og berja þá.

Nei, það var ekki nóg til að fá hann til að hætta, en Larry missti hinsvegar trú á mannkyninu þegar hann sá hvað þetta svokallaða efnilega lið hans gat ekkert nema drullað á parketið.

Þvílík depurð - þvílík sóun.

Tuesday, November 20, 2012

Phil Jackson lollar


"Hey, strákar! Ef ég hitti spassasveifluskoti með vinstri úr horninu, 
fer ég frá Chicago, tek við Lakers og vinn fimm titla þar, LOL!"


Þrennur eða dauði



Lakers-broes, brah.



Monday, November 19, 2012

Fáum einn Bynum til



Minnesota Timberlakes


Þessum skemmtilegu myndum er stolið af síðu sem heitir því áhugaverða nafni www.mettaworldsheed.com. Það var ekkert annað í boði en að deila þessu með ykkur og lífga aðeins upp á #Úlfavaktina í leiðinni.

Þess ber að geta að Justin Timberlake er minnihlutaeigandi í heimafélaginu sínu Memphis Grizzlies og tengist því Úlfunum ekki nema svona skemmtilega að nafninu til.



Saturday, November 17, 2012

- Þáttaskil hjá besta körfuboltamanni heims -


Miami-penninn Tom Haberstroh á ESPN átti kollgátuna í fyrradag þegar honum þótti ástæða til að skrifa grein um það þegar LeBron James ákvað að gefa boltann í stað þess að skjóta sjálfur á lokamínútu viðureignar Denver og Miami á dögunum.

Hversu oft höfum við ekki heyrt og séð þetta í gegn um árin?  James var ekki búinn að vera lengi í deildinni þegar byrjað var að skrifa heilu hlemmana um ákvarðanatöku hans á ögurstundu - skoða hverja ákvörðun og hverja hreyfingu í gegn um smásjá.

Það hefur vissulega komið fyrir á níu ára ferli hans að LeBron James hafi annað hvort (saurlosun) á sig eða ekki ráðið við verkefnið. 

James (saurlosun) á gólfið þegar Celtics sló Cleveland-liðið hans út úr úrslitakeppninni árið sem Cavaliers átti endanlega að fara alla leið árið 2010. Aftur (saurlosun) hann þegar Miami tapaði fyrir Dallas í lokaúrslitunum árið 2011.

Árið 2007 fór hann líka með veikt Cleveland-lið í úrslitin gegn San Antonio en réði þá ekki við verkefnið. Það verður að teljast fullkomlega mannlegt, því San Antonio var um það bil 840 sinnum sterkara lið en Cleveland og lokaði einfaldlega hurðinni á eina manninn sem gat eitthvað hjá Cavs.

LeBron var ekki búinn að vera lengi í deildinni þegar hann byrjaði að verða fyrir gagnrýni fyrir að gefa boltann á ögurstundu í stað þess að reyna að skora sjálfur. Ekki síst af því "Jordan og Kobe gerðu það alltaf."

Flestir sem skrifuðu um þetta tiltekna málefni tóku þó afstöðu með James, því það var augljóst að hann var bara að leita að besta skotinu sem í boði var, hvort sem hann tók það eða einhver annar.

Þetta er kallað að treysta meðspilurum sínum, en það er siður sem mörg stórstjarnan hefur átt erfitt með að temja sér.

Fólk er alltaf svo fljótt að gleyma því að James hefur hvað eftir annað lokað leikjum upp á sitt einsdæmi, aldrei eins eftirminnilega og með Cleveland gegn Detroit Pistons forðum.

Það er fallegt að hugsa til þess að pilturinn hafi kosið að vera samkvæmur sjálfum sér og halda sínum (rétta) leikstíl áfram þrátt fyrir alla þessa gagnrýni. Málið er auðvitað það að James er ekki þessi hefðbundni ofur-skorari og neyðarkall, þó hafi alla burði til þess.

Hann er ekki Kobe Bryant.

Hann er hinsvegar LeBron James, guði sé lof.

 Lang-, langbesti körfuboltamaður í heimi í dag.

Hann hlær að samkeppninni, óttast engan og stundum er eins og hann svífi í gegn um heilu leikina.

Maðurinn er  óstöðvandi á báðum endum vallarins og er alltaf að leita leiða til að vinna körfuboltaleiki, taka réttar ákvarðanir.

Sé það skot, verður það skot. Sé það sending, verður það sending. Gjör það sem til þarf til að vinna. Leyndarmálið.

Nei, ekki Kobe Bryant. Frekar eins og Larry Bird. Bara aðeins minni sveitalubbi, aðeins minni hormotta og sítt að aftan. Og aðeins meira svona... einn fræknasti íþróttamaður sögunnar.

Við erum alltaf að sjá nýjar og fallegar hliðar á þeirri dásamlegu staðreynd að LeBron James er loksins búinn að finna leið í gegn um gaddavírsgirðingarnar sem stóðu fyrir álit okkar allra á honum. Hann er frjáls ferða sinna, veit hver hann er og hvað hann þarf að gera. Gæti þess vegna sagt okkur að hann fílaði Creed og komist upp með það.

Þess vegna þótti Haberstroh ástæða til að skrifa þessa grein.

Það hjálpaði vissulega málstaðnum að þessi umrædda sending James þarna í Denver, sem var á galopinn Norris Cole í horninu, skilaði körfu sem ísaði leikinn.

En hvort sem skotið hefði farið niður eða ekki, er fólk nú farið að eyða orkunni í að hugsa um eitthvað annað en hvort James drekkur Coke eða Pepsi.

LeBron James fær að einbeita sér að því að vera hann sjálfur og halda áfram að vinna körfuboltaleiki með meistaraliðinu sínu.

Það eru falleg tíðindi.

Við urðum líka að skrifa grein, alveg eins og Haberstroh. Af því LeBron er leikmaður sem neyðir okkur reglulega að lyklaborðinu, hvort sem við höfum heilsu til að skrifa eða ekki. Hann er uppspretta andagiftar, hann er það góður.

Það hefur aldrei verið planið hjá okkur að fara í einhverja herferð til að auka hróður LeBron James á Íslandi, en það er ekki hægt að kalla þessa sífelldu pistla okkar um hann neitt annað en það - herferð.

Hann á bara skilið orðið að fallega sé um hann skrifað.

Hann er búinn að borga upp lánin sín í deildinni. Búinn að vinna vinnuna, svitna svitanum og bíta í súra eplið. Hann er búinn að gera mistök og að lokum hefur hann nú uppskorið eftir sáningu.

Fáir íþróttamenn, ef einhverjir, hafa byrjað í atvinnumennsku með öðru eins fári og LeBron James.

Við höfum sagt það áður og segjum enn. Það merkilegasta við feril James er að okkar mati sú staðreynd þrátt fyrir smá hiksta inn á milli, hefur pilturinn náð að standa undir megninu af þeim óraunhæfu kröfum sem til hans hafa verið gerðar á skrumfylltum fyrri áratug hans í NBA.

Það er ekki víst að þú áttir þig á því hve mikið afrek það er.

Nú er LeBron svo byrjaður að taka til hendinni í síðasta kaflanum í bókinni um James Konung, en sá kafli snýr að því að vinna fleiri meistaratitla. Það er ekki gott að segja til um hversu marga titla hann á eftir að vinna á ferlinum en flest bendir til þess að þeir verði fleiri en þessi eini.

Og það er sko ekkert að því okkar vegna.

Stuttmynd um þjálfarasirkusinn hjá Lakers


Tævönsku snillingarnir kunna að koma hlutunum frá sér. Dwight Howard virðist vera farinn að nota göngugrind af því hann er svo gamall og Heimsfriðurinn hefur engu gleymt.


Kandídatar


Ef kosið yrði í dag, er ekki ólíklegt að þeir Mike Woodson
þjálfari Knicks og Anthony Davis nýliði New Orleans
Hornets myndu vinna til verðlauna.

Þá fengi Anthony Davis, eða Brúnar eins og við köllum hann,
 nafnbótina nýliði ársins. Yrði þar með fyrsti einbrúnungurinn
til að hljóta þennan heiður.














 

Á sama hátt yrði þá Mike Woodson eflaust fyrsti brúnaleysinginn
til að verða kjörinn þjálfari ársins.


Viðbrögð


Annars vegar Marc Gasol að fagna körfu og hinsvegar Rasheed Wallace að taka Tæknivilludansinn. Lifandi og skemmtilegur leikur tveggja af liðunum sem byrjað hafa best í vetur.