Friday, November 23, 2012

Innlit hjá einskisnýtu Indiana

























Paul George hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur í einum leik með Indiana en Reggie Miller gerði nokkru sinni. Það er dálítið skondið, þar sem George er aðeins á sínu þriðja í deildinni og er miklu þekktari fyrir að vera troðari en langskytta.

George setti níu þrista þegar Indiana marði meiðslum hrjáð lið New Orleans á heimavelli í framlengdum leik á dögunum. Þristarnir hans George komu allir í síðari hálfleik og framlengingu.

Reggie Miller, ein frægasta þriggja stiga skytta sögunnar, átti tvo átta þrista leiki á ferlinum.

Árið 1993 átti hann 8 af 16 leik og árið 1997 setti hann aftur 8 þrista, en að þessu sinni úr 10 tilraunum. Sá leikur var einmitt gegn Hornets, sem þá var í Charlotte.

Þessi sigur á Hornets kvöldið fyrir Þakkagjörð var ekki nóg til að koma Indiana í 50% vinningshlutfall og í okkar bókum hefur ekkert lið í deildinni valdið öðrum eins vonbrigðum og Indiana það sem af er nema kannski Lakers - og þó ekki.

Danny Granger er enginn LeBron James þó hann haldi það stundum. En það mætti halda að hann væri Indiana-liðinu jafn mikilvægur og James er Miami, því liðið er bókstaflega búið að vera með drulluna í hárinu síðan hann meiddist.

Indiana átti að vera liðið til að fylgjast með í Austurdeildinni - Úlfarnir í austrinu ef þannig má að orði komast. Í staðinn er liðið í bullinu og eitt versta sóknarlið deildarinnar. Kannski sá Larry þetta fyrir og nennti þessu ekki. Kannski voru það þessir aumingjar sem urðu þess valdandi að Goðsögnin Larry kaus að snúa baki við leiknum.

Það væri hrikalegt að hafa á samviskunni þegar horft er til þess að ekki einu sinni Ron Artest og Stephen Jackson fengu hann til að hætta með því að ráðast á áhorfendur og berja þá.

Nei, það var ekki nóg til að fá hann til að hætta, en Larry missti hinsvegar trú á mannkyninu þegar hann sá hvað þetta svokallaða efnilega lið hans gat ekkert nema drullað á parketið.

Þvílík depurð - þvílík sóun.