Friday, November 30, 2012
Ersan Ilyasova og Hedo-heilkennið
Ersan Ilyasova hefur verið nokkuð í fréttum í haust og þó það nú væri. Komið hefur í ljós að hann hefur skitið á sig eftir næstum hvern einasta leik Bucks til þessa.
Ilyasova er fæddur á Eskişehir (Eskifirði) í Tyrklandi þann 15. maí 1987. Fyrstu fimm árin sín með Bucks var hann með að meðaltali 1,6 milljónir dollara í árslaun, sem er ansi hreint lítið miðað við það sem gengur og gerist í NBA.
Ekki fór mikið fyrir piltinum fyrstu árin, en á síðustu leiktíð byrjaði hann allt í einu að leggja fram svona leiki (stig/fráköst):
19/15, 17/17, 20/16, 31/12, 32/10, 29/25, 17/16, 7/19.
Sannarlega ekki á hverjum degi sem menn bjóða upp á 29 stig og 25 fráköst í einum leik. Aðeins Ástþór býður upp á svona tölur - eða það héldum við þar til Ilyasova frussaði upp þessari stera-línu gegn Nets á síðustu leiktíð.
Og svo er hann brúkleg langskytta líka, svona eins og sykurlaus Ástþór.
Þvílík tilviljun að Ersan okkar skuli hafa verið með lausa samninga mitt í öllum þessum látum!
Og rétt eins og landi hans Hidayet "Hedo" Türkoğlu hérna um árið, virðist Ilyasova nú ætla að gera fátt annað en að drulla í buxurnar eftir að hafa skrifað undir samning sem færir honum 8 milljónir dollara á ári næstu fimm árin.
Það er milljarður króna á ári.
Sjáðu bara hvað tölfræðin hans hefur hrunið.
Vonandi nær Ilyasova að hrista þetta af sér og vonandi er hér ekki um Hedo-heilkennið að ræða. Kannski væri heppilegra að kalla það bara Tyrkjarán.
Það er svívirðilegt hvað er auðvelt að búa til ódýra orðaleiki úr raunum Ilyasova og biðjum við lesendur umsvifalaust afsökunar á því.
Já, krakkar, það væri synd ef Ersan næði sér ekki á strik á ný, verandi sjaldgæfur og solid fjórfari.
Svo er auðvitað alltaf sá hræðilegi möguleiki fyrir hendi að Scott Skiles þjálfari drepi hann hreinlega með ryðfríum kartöflustappara.
Maður sem var tilbúinn að fljúgast á við Shaquille O´Neal lætur það nú ekki eftir sér að mauka einn Tyrkjadjöful sem er að stela kaupinu sínu.
Það er kannski ljótt að segja svona, en þið vitið að okkur gengur aldrei annað en gott til. Þetta er aðeins ætlað sem hvetjandi skrif til handa efnilegum leikmanni sem villst hefur af leið og stefnir í glötun.
* - (Lausleg þýðing) Áttavilltur ungur maður í NBA - ENDAÞARMSINNLEGG ERSANS
Efnisflokkar:
99 vandamál
,
Aftanmóðumas og steinsmugustiklur
,
Bucks
,
Erlent vinnuafl
,
Ersan Ilyasova
,
Kemur
,
Viðvaningsháttur