Wednesday, July 30, 2014
Tuesday, July 29, 2014
Gömul andlit og ný hjá Lakers
Efnisflokkar:
Byron Scott
,
Carlos Boozer
,
Jeremy Lin
,
Julius Randle
,
Lakers
,
Leikmannamál
,
Lin-vélin
Það er ekkert grín að sauma Gudmundsson
Þessi krúttlega kerling heitir Donna Millak og hefur verið saumakona hjá Portland Trailblazers í yfir fjörutíu ár. Hún var meira að segja búin að vera hjá félaginu í heil fimm ár þegar það varð meistari með Bill Walton í fararbroddi árið 1977 og hefur síðan upplifað gleði og sorgir bæði í vinnunni og í einkalífinu.
Donna gamla sér meðal annars um að sauma nöfnin aftan á búninga leikmanna og er því stundum með þeim fyrstu til að frétta af því þegar félagið nælir sér í nýja leikmenn. Starf hennar hefur breyst mikið samfara bættri tækni eins og er ekki alveg sama handavinnan og það var. Á áttunda og níunda áratugnum þurftu leikmenn til dæmis sjálfir að mæta til Donnu til að máta búningana sína.
Það er langt síðan leikmenn komu til Donnu til að máta búninga, en eitt og annað stendur upp úr hjá þeirri gömlu á þessum langa ferli. Hún man þannig vel eftir því þegar hún græjaði búninginn fyrir Bill Walton, sem líklega er besti leikmaður í sögu Blazers.
"Hann var sannarlega risavaxinn," sagði Donna, sem stundum þurfti að yfirvinna feimni sína og fara inn í karlaklefann til að láta leikmennina máta búningana sína. Þar sá hún eitt og annað þó hún reyndi að horfa niður á tærnar á sér eins og hún gat.
Uppáhalds leikmaðurinn hennar var Brian Grant sem lék með liðinu frá 1997 til aldamóta. Svo mikið hélt hún upp á Grant að hún saumaði treyjuna hans á sjálfa sig eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar.
Sum nöfn reyndust Donnu erfiðari en önnur þegar kom að því að sauma þau aftan á búningana. Eitt það erfiðasta þurfti hún að sauma haustið 1981 þegar 218 sentimetra hár íslenskur piltur að nafni Pétur Guðmundsson gekk í raðir Blazers.
"Það var rétt svo að nafnið passaði á treyjuna og ég varð að beygja það ansi hressilega svo það kæmist fyrir," sagði Donna. Sumir segja að hún hafi þess vegna verið fegin því að miðherjinn með langa nafnið var ekki nema einn vetur hjá Blazers.
Hér fyrir neðan er mynd af liði Portland veturinn 1981-82. Þetta er ansi reffilegur hópur undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Jack Ramsay sem færði félaginu áðurnefndan meistaratitil árið 1977. Ramsay lést í vor, 89 ára að aldri. Hann er lengst til hægri í fremri röðinni.
Okkar maður Pétur Guðmundsson er svo að sjálfssögðu beint undir körfunni í treyju númer 40 og með mottu að framan og léttan Martin Riggs að aftan.
"Pétur sýndi það að það bjó mikið í honum þegar hann var hjá okkur," sagði Ramsay í samtali við Tímann í Los Angeles á níunda áratugnum. "Hann var með þokkalegt skot og var merkilegt nokk fínasti sendingamaður, en hann átti talsverða vinnu fyrir höndum á öðrum sviðum leiksins."
Efnisflokkar:
Blazers
,
Fötin skapa manninn
,
Fret úr fortíðinni
,
Jack Ramsay
,
Klassík
,
Pétur Guðmundsson
,
Steldu stílnum
,
Tímamótaefni
Með eða án Manu
Félagaskipti LeBron James eru eðlilega fyrirferðarmesta frétt sumarsins í NBA, enda er það eðlilegt, það er stórfrétt þegar besti körfuboltamaður í heimi skiptir um félag að gamni sínu á hátindi ferilsins.
Þegar stórlax eins og James skiptir um félag, þarf stundum að núllstilla valdajafnvægisvogina í NBA upp á nýtt. Eins og James hefur sagt sjálfur, væri sennilega of mikið að ætlast til þess að Cleveland-liðið hans hafi burði til að keppa um meistaratitilinn á fyrsta árinu hans. Þetta þýðir með öðrum orðum að félagaskipti LeBron James eru ekki atriðið sem vegur þyngst í kapphlaupinu um meistaratitilinn 2015.
Það er þetta atriði sem ræður mestu í því samhengi.
Það er orðin gömul vísa og þreytt, en hún er sönn. Þú vinnur ekki meistaratitilinn nema hafa heppnina með þér í meiðslamálum, eins og San Antonio hafði á síðustu leiktíð.
Þetta sterka lið hefur oft mætt í úrslitakeppnina með lykilmenn í meiðslum og þá er ekki að spyrja að leikslokum.
Ef úrslitakeppnin 2015 byrjaði í dag, væri San Antonio langsigurstranglegast, það segir sig sjálft. Og þess vegna ætti San Antonio líklega að eiga meiri möguleika en nokkuð annað lið á að vinna meistaratitilinn næsta sumar, EF allir lykilmenn halda heilsu.
Þess vegna er sú staðreynd að Spurs sé ekki tilbúið að leyfa Manu Ginobili að spila fyrir hönd Argentínu á HM þýðingarmesta frétt sumarsins.
Auðvitað vill Manu spila fyrir hönd þjóðar sinnar þó hann sé að nálgast fertugt og þrátt körfuknattleikssambandið í Argentínu sé víst frekar vafasamt fyrirtæki.
En hann verður að taka skynsamlega ákvörðun í þessu sambandi núna og San Antonio er reyndar búið að gera það fyrir hann. Það liggur í augum uppi að Manu hefur ekki efni á því að spila á HM nú þegar hann er orðinn 37 ára gamall. Það er bara útilokað.
Landsliðsbrölt hefur áhrif á alla leikmenn sem taka þátt í því og meiðslahættan er líka mikil. Bættu því svo við hvað Ginobili er orðinn gamall og brothættur og þú ert kominn með sjálfsmorðsleiðangur fyrir hann og félagsliðið hans.
San Antonio á enga möguleika á að vinna meistaratitilinn 2015 (eða nokkurn annan) án Manu Ginobili, það er alveg klárt. Og bara til að rökstyðja mál okkar settumst við niður og reiknuðum það vísindalega út hvað San Antonio ætti góða möguleika á að verja meistaratitilinn ef Ginobili hefði tekið þátt á HM á Spáni í haust.
Niðurstaðan: Þrjú komma sjö prósent!
Það eru 3,7% líkur á að San Antonio vinni titilinn 2015 ef Manu Ginobili tekur þátt í HM með Argentínu. Svo ertu hissa á því að Spurs sé ekki tilbúið að sleppa honum á stórmót sumarið áður en það á möguleika á að vinna síðasta meistaratitilinn sinn með núverandi mannskap.
Látt´ekki svona!
Efnisflokkar:
Landsliðið
,
Manu Ginobili
,
Meiðsli
,
Spurs
,
Titlar
Thursday, July 24, 2014
Bókstafsbolurinn
Svona af því við vorum að skrifa aðeins um Dante Exum á dögunum...
...
Stuðningsmenn Utah eru skiljanlega nokkuð spenntir fyrir haustinu, þar sem ljóst er að lið Jazz verður mjög ungt og reynslulítið en um leið afar forvitnilegt. Náunginn hérna fyrir neðan er einn af þeim harðari í bransanum. Hann virðist ekki hafa haft tök á því að eignast treyjur nýliðanna Dante Exum og Rodney Hood, en hann var fljótur að kippa því í liðinn. Tanaði sig í gang og tússaði rest.
Menn ættu samt að reyna að forðast að kalla sig @dilldrape7 á Twitter...
Hey I wanted @rodneymhood jersey they weren't out yet pic.twitter.com/H2k6aQe1lF
— Kenny Bania (@dilldrape7) July 20, 2014
Efnisflokkar:
Bolir munu bola
,
Bolurinn
,
Dante Exum
,
Eðlilegt
,
Jazz
,
MAFS
,
Stuðningsmenn
,
Treyjur og búningar
Wednesday, July 23, 2014
LeBron og frú krúttuðu í buxurnar (mússí-mússí)
LeBron James er mögulega óvinsælasti maðurinn í hverfinu sínu vegna þeirrar gríðarlegu athygli sem hann fær frá fjölmiðlum. Þegar James liggur undir feldi og skipuleggur Ákvarðanir í huganum, er allt vitlaust í kring um húsið hans. Okkur er ekki ljóst hvað vakir fyrir öllum þessum fjölmiðlamönnum og konum með þessu áreiti.
Hafi það farið í taugarnar á nágrönnum James-fjölskyldunnar, er sá pirringur alveg örugglega búinn núna, því Cleveland-maðurinn verðandi sendi öllum nágrönnum sínum kökur til að lina þjáningar þeirra. Þær líta út fyrir að vera góðar og orðsendingin sem fylgir er auðmjúk bæð´og mússí-mússí.
Efnisflokkar:
Cavaliers
,
Fánýtur fróðleikur
,
Krúttlegt
,
LeBron James
,
Matreiðsluhornið
,
Vel Gert
Erfið byrjun hjá ástralska undrinu
Þetta er krúttið hann Dante Exum, sem Utah Jazz tók númer fimm í nýliðavalinu um daginn. Ástralinn, sem varð nítján ára gamall á dögunum, átti mjög erfitt uppdráttar í sumardeildinni í Las Vegas. Þetta er reyndar bara sumardeildin, svo það skiptir kannski ekki öllu máli hvernig menn spila þar - ekki þannig, fattiði...
Það var mikið fjaðrafok í kring um Exum í ár og margir vilja meina að hann sé efni í stórstjörnu. Hann minnir suma á Penny Hardaway og aðra á ungan Kobe Bryant. Það getur vel verið að sé pótensjall í stráknum, en hann minnti okkur hvorki á Bryant né Hardaway.
Efnisflokkar:
99 vandamál
,
Dante Exum
,
Jazz
,
Leikstjórnendur
,
Líkamsþróttur er eftirsóttur
,
Nýliðar
,
Nýliðaveggurinn
,
Trey Burke
,
Þetta er ungt og leikur sér
Monday, July 14, 2014
Hoff-vélin hitar upp
Efnisflokkar:
Allir að halda sér
,
Eðlilegt
,
Hoff-vélin
,
Hrikalegheit
,
Knattspyrna
,
MAFS
,
Ruglað saman reitum
Fleiri hafa flutt hæfileika sína á Suðurströnd
Í dag eru tíu ár síðan þetta gerðist. Síðan Lakers skipti Shaquille O´Neal niður til Miami eftir að ljóst varð að hann og Kobe Bryant voru of barnalegir og sjálfselskir til að geta unnið saman. Aldamótalið Lakers hefði átt að vinna fimm titla - aldrei minna.
Ekki mikið löngu síðar gerðist svo þetta náttúrulega.
Shaq hlaup uppreisn æru þegar hann náði í meistaratitilinn árið 2006, þó hann næði takmarkinu með góðri hjálp frá Dwyane Wade
Það hrikti í stoðum deildarinnar þegar Shaquille O´Neal skipti um heimilisfang. Ekki ósvipað og þegar LeBron James gerir það í dag. Vesturdeildin var miklu betri en Austurdeildin fyrir tíu árum alveg eins og í dag, en austrið fékk stórt hlass á vogarskálar sínar þegar O´Neal flutti frá Kaliforníu til Flórída. Aðeins úrvalsleikmenn hafa svona mikil áhrif á valdajafnvægið í deildinni, jafnvel þó þeir séu við það að komast af léttasta skeiði eins og Shaq var þarna.
Efnisflokkar:
Félagaskiptaglugginn
,
Goðsagnir
,
Heat
,
Kobe Bryant
,
Lakers
,
Leikmannamál
,
Shaquille O´Neal
,
Sigurvegarar
,
Titlar
,
Úrvalsleikmenn
Saturday, July 12, 2014
Friday, July 11, 2014
Ákvörðunin II
Efnisflokkar:
Ákvörðunin
,
Auglýsingar
,
Cavaliers
,
Félagaskiptaglugginn
,
Heat
,
LeBron James
,
Sjoppan
McBob
Efnisflokkar:
Ákvörðunin
,
Félagaskiptaglugginn
,
Heat
,
Josh McRoberts
,
LeBron James
,
Leikmannamál
Nýtt hlaðvarp
Þá ræða þeir framtíðaráform félaga eins og Boston Celtics. Los Angeles Lakers og Oklahoma City og velta því fyrir sér hvort San Antonio hafi burði til að verja titil sinn næsta sumar. Smelltu hér til að fara á hlaðvarpssíðuna þar til gerðu og ná í þetta nammi.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Thursday, July 10, 2014
Kirilenko opnar Barmabúllu í Moskvu
Í vor spurðist það út að rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Nets ætlaði sér að opna Hooters-stað í Moskvu. Hooters (ísl. Barmabúllan) er amerísk veitingahúsakeðja sem lokkar til sín karlkyns viðskiptavini með því að ráða mestmegnis huggulegar og léttklæddar stúlkur til þjónustustarfa.
Nú, Kirilenko lét verkin tala og hérna fyrir neðan má sjá afraksturinn. Þetta lítur ágætlega út hjá honum. Hann er kannski með ljótari hárgreiðslu en Gerry Francis, en ætli við verðum ekki að fara að tala um AK-47 sem athafnamann framvegis.
Efnisflokkar:
Andrei Kirilenko
,
Efni ætlað fullorðnum
,
Fánýtur fróðleikur
,
Hárgreiðslur
,
Líkamsþróttur er eftirsóttur
,
Nets
,
Sælar stelpur
,
Veitingahúsagagnrýni
,
Viðskipti
Saturday, July 5, 2014
David Luiz á ferð og flugi
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Knattspyrna
,
Sjoppan
,
Smekkleysi
,
Smelltu annari rækju á grillið félagi
Úrkoma í grennd hjá Kobe og Lakers
Kobe Bryant er launahæsti körfuboltamaður í heimi þó hann hafi ekki spilað nema sex leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla og þó enginn viti hvort hann eigi eftir að geta spilað eitthvað nálægt sínum eðlilega leik þegar hann snýr loksins til baka í haust.
Kobe Bryant er með meira en eina milljón króna á tímann alla daga ársins ef við gefum okkur að hann vinni 8-9 tíma vinnudag eins og venjulegt fólk - þó hann geri það auðvitað ekki. Kobe er ekkert venjulegt fólk. Hann er með þrjú þúsund fjögurhundruð fimmtíu og tvær milljónir króna í laun fyrir skatt á þessu ári.
Þegar hann hættir að spila, verður hann kominn vel yfir 300 milljónir dollara á ferlinum, sem þýðir einhverja 34 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag (sem er auðvitað ekki rétt mælt, en okkur er skítsama).
Efnisflokkar:
Allt er vænt sem vel er grænt
,
Blökkumaður fær borgað
,
Kobe Bryant
,
Lakers
,
Launamál
,
Leikmannamál
,
Meiðsli
,
Rólegur
,
Sýndu mér peningana
,
Úrvalsleikmenn
Friday, July 4, 2014
Nýtt hlaðvarp
26. þáttur hlaðvarpsins er kominn inn á hlaðvarpssíðuna. Ef þú áttar þig ekki á því hvar hún er, geturðu smellt hér til að nálgast góðgætið. Gestur að þessu sinni er Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni og umræðuefnið fjölþætt - allt frá lokaúrslitunum til nýliðavalsins og félagaskiptamarkaðarins í NBA deildinni.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Thursday, July 3, 2014
LOL vikunnar
Efnisflokkar:
Á flautunni
,
Burt með þetta sull
,
Damian Lillard
,
Knattspyrna
,
Sjoppan
,
Stolið efni
Tuesday, July 1, 2014
Arenas er búinn að fá kaupið sitt
Það er langt síðan ólíkindatólið Gilbert Arenas hætti að spila í NBA deildinni, en hann var samt í þriðja sæti yfir launahæstu leikmenn NBA deildarinnar á liðinni leiktíð með rúman tvo og hálfan milljarð króna í árslaun.
Hann spilaði heila 49 leiki fyrir Orlando, sem fékk hann til sín í skiptum fyrir Rashard Lewis. Orlando nýtti sér svo amnesty-undanþáguna til að losa sig við hann, en þurfti auðvitað að borga launin hans í topp. Hann er nýbúinn að fá síðustu ávísunina sína. en hefur ekki verið tekinn alvarlega sem leikmaður síðan 2007.
Þessir milljarðar sem Arenas hefur verið áskrifandi að undanfarin ár, eru einhver mesti þjófnaður í sögu deildarinnar. Af hverju getum við ekki fengið svona eins og pínulitlar 200 milljónir af þessu - við gætum meira að segja sætt okkur við smáaura eins og 50 milljónir!
Það er ekki honum að kenna að hann meiddist, en samt. Kommon.
Efnisflokkar:
Blökkumaður fær borgað
,
Eðlilegt
,
Fjármálamarkaðir
,
Gaukshreiðrið
,
Gilbert Arenas
,
It´s faaantastic
,
Kjarneðlisfræðingar
,
Meðlagsgreiðslur
,
Meiðsli
,
Ríku ríkari
,
Sýndu mér peningana
Jason Kidd plottar og planar
Efnisflokkar:
Blökkumaður fær borgað
,
Bucks
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Jason Kidd
,
Nets
,
Sýndu mér peningana
,
Taktu spjótið
,
Víða komið við
,
Þjálfaramál
Subscribe to:
Posts (Atom)