Thursday, July 10, 2014

Kirilenko opnar Barmabúllu í Moskvu


Í vor spurðist það út að rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Nets ætlaði sér að opna Hooters-stað í Moskvu. Hooters (ísl. Barmabúllan) er amerísk veitingahúsakeðja sem lokkar til sín karlkyns viðskiptavini með því að ráða mestmegnis huggulegar og léttklæddar stúlkur til þjónustustarfa.

Nú, Kirilenko lét verkin tala og hérna fyrir neðan má sjá afraksturinn. Þetta lítur ágætlega út hjá honum. Hann er kannski með ljótari hárgreiðslu en Gerry Francis, en ætli við verðum ekki að fara að tala um AK-47 sem athafnamann framvegis.