Í dag eru tíu ár síðan þetta gerðist. Síðan Lakers skipti Shaquille O´Neal niður til Miami eftir að ljóst varð að hann og Kobe Bryant voru of barnalegir og sjálfselskir til að geta unnið saman. Aldamótalið Lakers hefði átt að vinna fimm titla - aldrei minna.
Ekki mikið löngu síðar gerðist svo þetta náttúrulega.
Shaq hlaup uppreisn æru þegar hann náði í meistaratitilinn árið 2006, þó hann næði takmarkinu með góðri hjálp frá Dwyane Wade
Það hrikti í stoðum deildarinnar þegar Shaquille O´Neal skipti um heimilisfang. Ekki ósvipað og þegar LeBron James gerir það í dag. Vesturdeildin var miklu betri en Austurdeildin fyrir tíu árum alveg eins og í dag, en austrið fékk stórt hlass á vogarskálar sínar þegar O´Neal flutti frá Kaliforníu til Flórída. Aðeins úrvalsleikmenn hafa svona mikil áhrif á valdajafnvægið í deildinni, jafnvel þó þeir séu við það að komast af léttasta skeiði eins og Shaq var þarna.