Thursday, July 24, 2014

Bókstafsbolurinn


Svona af því við vorum að skrifa aðeins um Dante Exum á dögunum...
...
Stuðningsmenn Utah eru skiljanlega nokkuð spenntir fyrir haustinu, þar sem ljóst er að lið Jazz verður mjög ungt og reynslulítið en um leið afar forvitnilegt. Náunginn hérna fyrir neðan er einn af þeim harðari í bransanum. Hann virðist ekki hafa haft tök á því að eignast treyjur nýliðanna Dante Exum og Rodney Hood, en hann var fljótur að kippa því í liðinn. Tanaði sig í gang og tússaði rest.

Menn ættu samt að reyna að forðast að kalla sig @dilldrape7 á Twitter...