Tuesday, August 27, 2013
Einlægur Anderson
New York bakvörðurinn Kenny Anderson varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hann var ungur maður og hefur ákveðið að deila henni með okkur.
Efnisflokkar:
Kenny Anderson
Wednesday, August 21, 2013
Bestu troðslurnar frá OKC
Efnisflokkar:
Andlitsmeðferð
,
Thunder
,
Veðrið þarna uppi
Tuesday, August 20, 2013
NBA netverslun
Nú geta NBA áhugamenn á Íslandi eignast treyjur með uppáhalds leikmönnum sínum. Okkur barst ábending um þetta og máttum við til með að koma henni áleiðis. Athugið að þetta dæmi er ekki á okkar vegum og við berum því enga ábyrgð á þessu. Erum aðeins að vekja athygli á þessu.
Efnisflokkar:
Auglýsingar
,
Varningur
Saturday, August 17, 2013
Krakkinn hans Paul Pierce krúttar yfir sig
Efnisflokkar:
Dreptu okkur ekki
,
Krúttlegt
,
Paul Pierce
Sælar stelpur, LeBron hérna
Myndirnar í þessari færslu voru teknar þegar LeBron James var að leika í auglýsingu fyrir Nike íþróttavöruframleiðandann í Miami á dögunum. Auglýsingin ætti að vera eitthvað fyrir stelpurnar, ef marka má myndirnar. Heilbrigð sál í hraustum líkama, eh?
Þarna má einnig sjá James stinga sér til (sjó)sunds, sem er eitthvað sem við áttum ekki von á að sjá nokkru sinni. Kannski erum við svona heimaleg og sveitó, en það er álíka algengt fyrir okkur að sjá blökkumann í sundi eins og á verðlaunapalli í alpagreinum. Sem sagt, ekkert mjög algengt.
Annars geta bleiknefjar þakkað fyrir að svarti maðurinn hafi enn ekki látið til sín taka í t.d. skíðaskotfiminni. Hann myndi eflaust pakka þeim hvíta saman þar eins og annars staðar á íþróttasviðinu. En nú gætum við mögulega verið komin aðeins út fyrir efnið.
Kíktu bara á bannsettar myndirnar.
Efnisflokkar:
Auglýsingar
,
Hljóta að vera skórnir
,
Hrikalegheit
,
LeBron James
,
Líkamsþróttur er eftirsóttur
,
Sælar stelpur
,
Skófatnaður
Ísland vann Rúmeníu í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið hristi af sér Búlgaríubömmerinn í kvöld með því að leggja Rúmena 77-71 í Laugardalshöllinni í kvöld. Seint verður sagt að hér hafi verið um fallegan körfuboltaleik að ræða, en strákarnir gerðu mjög vel í að klára leikinn, sem var í járnum lengst af.
Það er ansi vel af sér vikið að vinna körfuboltaleik þar sem þriggja stiga nýtingin er sjö prósent og tapaðir boltar fara yfir tuttugu. Það var gaman að fá að sjá strákana spila þessa tvo landsleiki hérna heima og ljómandi fínt hjá þeim að ná öðru sætinu, þó auðvitað hafi munað sorglega litlu að við tækjum efsta sætið. Það kemur bara næst. Hérna eru nokkrar myndir sem við smelltum af í kvöld.
Efnisflokkar:
Haukur Pálsson
,
Hlynur Bæringsson
,
Hörður Vilhjálmsson
,
Jakob Sigurðarson
,
Jón Arnór Stefánsson
,
Landsliðið
,
Martin Hermannsson
,
Pavel Ermolinski
,
Ragnar Nathanaelsson
Wednesday, August 14, 2013
Jón Arnór Stefánsson kann körfubolta
Hrikalega var erfitt að kyngja 79-81 tapinu gegn Búlgörum í kvöld. Atkvæðamestu menn leiksins eru hérna saman á mynd. Jón Arnór Stefánsson (32 stig, 7fráköst, 62% skotnýting, 5-6 í þristum) fór hamförum og var ekki langt frá því að stela leiknum í lokin.
Körfuboltaspekingar eru búnir með orðaforðann til að lýsa Jóni Arnóri. Hann er langbesti körfuboltamaður sem þjóðin hefur getið af sér og það er auðheyrt að fólkið í greininni vill að hann fái fleiri atkvæði en venjulega í kjörinu á Íþróttamanni ársins.
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Jón Arnór Stefánsson
,
Landsliðið
,
Ógnarstyrkur
Tuesday, August 13, 2013
Guggurnar hans Balotelli
Ristjórn NBA Ísland á það til að gleyma að birta svarið við getraun vikunnar, en ekki í þetta skiptið. Við misstum næstum andlitið af undrun þegar í ljós kom að eitt ykkar var með rétt svar við gátunni að þessu sinni!
Við spurðum ykkur hvað þessar guggur ættu sameiginlegt.
Og hann Jóhannes Snævarr var ekki lengi að senda inn rétt svar: Þær hafa nefnilega allar verið bendlaðar við ítalska framherjann Mario Balotelli hjá AC Milan. Hugsið ykkur bara. Góðir bitar í hundskjaft gæti einhver sagt, því eins og þið vitið er Balotelli alveg fullkomlega eðlilegur einstaklingur.
Vel gert, Jóhannes. Vel gert. Það var kominn tími á að einhver gæti svarað þessum asnalegu getraunum okkar.
Efnisflokkar:
Getraunir
,
Guggur
,
Knattspyrna
,
Og nú að allt öðru
,
Ruglað saman reitum
Getraun vikunnar
Hvað eiga þessar guggur sameiginlegt?
Sendu svarið á nbaisland@gmail.com eða @nbaisland á Twitter.
Efnisflokkar:
Getraunir
Úrvalslið ábyrgra feðra
1. Calvin Murphy - 14 börn með 9 konum
2. Jason Caffey - 10 börn með 8 konum
3. Willie Anderson - 9 börn með 7 konum
4. Shawn Kemp - 7 börn með 6 konum
5. Kenny Anderson - 7 börn með 5 konum
6. Larry Johnson - 5 börn með 4 konum
Efnisflokkar:
Barnalán
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Meðlagsgreiðslur
,
Sýndu mér peningana
Það er ómögulegt að eiga ekki einkaþotu
Scottie Pippen átti glæsilegan feril í NBA deildinni en hann var dálítið óheppinn þegar kom að því að gera samninga. Þannig má segja að hann hafi samið af sér þegar hann gerði langtímasamning við Chicago Bulls á tíunda áratugnum, sem þýddi að hann var í rauninni á skítalaunum miðað við hinar stjörnurnar í liðinu um árabil.
Þar með er ekki sagt að Pippen hafi verið á einhverjum sultarlaunum, en hann verður seint sakaður um að hafa peningavit. Árið 2002 ákvað hann að hann væri ekki maður með mönnum nema kaupa sér einkaþotu. Hann sló til og keypti sér eitt stykki á litlar fimmhundruð milljónir króna.
Þegar til kastanna kom, reyndist flugvélin sem hann keypti vera bölvað drasl og kostnaður við að koma henni í gagnið var metinn á yfir hundrað milljónir króna. Það tók Pippen ekki í mál og parkeraði hann vélinni inni í skúr og fór í mál.
Það var svo ekki fyrr en árið 2010 sem dæmt var í málinu, en þá gat staurblankur Pippen leyft sér að brosa í smá stund þegar honum voru dæmdar um 250 milljónir í bætur í þessu andstyggilega máli. Pippen hefur líklega dregið lærdóm af þessu máli og vonandi gerið þið það líka, lesendur góðir. Þarna sjáið þið svart á hvítu að það borgar sig ekki fyrir ykkur að kaupa einkaþotu. Þetta höfum við alltaf sagt.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Fjármálamarkaðir
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Kjarneðlisfræðingar
,
Scottie Pippen
,
Sýndu mér peningana
Af Svarta Jesú og eðlilegheitum J.R. Smith
J.R. Smith er mikið fyrir að vekja á sér athygli hvar sem hann kemur eins og húðflúr hans, fatnaður og bling-bling segir til um. Einn magnaðasti hluturinn í bling-safninu hans er hálsmen sem hann kallar Svarta Jesú og heimildir herma að hafi kostað hann tæpar 30 milljónir króna.
Þar með var sagan þó ekki öll, því slúðurvefurinn TMZ greindi frá því í vor að Smith skuldaði skartgripasalanum sem hann verslaði við hátt í 57 milljónir króna - þar á meðal allt kaupverðið á téðu hálsmeni.
Við höfum ekki heimildir fyrir því hvernig þessu máli lauk, ef því er þá lokið. Við erum búin að heyra það bitastæðasta. Búin að fá enn frekari staðfestingu á því að J.R. Smith er alveg fullkomlega eðlilegur einstaklingur.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Gildi og ákvarðanataka
,
JR Smith
,
Kjarneðlisfræðingar
Subscribe to:
Posts (Atom)