Tuesday, August 13, 2013
Af Svarta Jesú og eðlilegheitum J.R. Smith
J.R. Smith er mikið fyrir að vekja á sér athygli hvar sem hann kemur eins og húðflúr hans, fatnaður og bling-bling segir til um. Einn magnaðasti hluturinn í bling-safninu hans er hálsmen sem hann kallar Svarta Jesú og heimildir herma að hafi kostað hann tæpar 30 milljónir króna.
Þar með var sagan þó ekki öll, því slúðurvefurinn TMZ greindi frá því í vor að Smith skuldaði skartgripasalanum sem hann verslaði við hátt í 57 milljónir króna - þar á meðal allt kaupverðið á téðu hálsmeni.
Við höfum ekki heimildir fyrir því hvernig þessu máli lauk, ef því er þá lokið. Við erum búin að heyra það bitastæðasta. Búin að fá enn frekari staðfestingu á því að J.R. Smith er alveg fullkomlega eðlilegur einstaklingur.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Gildi og ákvarðanataka
,
JR Smith
,
Kjarneðlisfræðingar