Wednesday, August 14, 2013

Jón Arnór Stefánsson kann körfubolta


Hrikalega var erfitt að kyngja 79-81 tapinu gegn Búlgörum í kvöld. Atkvæðamestu menn leiksins eru hérna saman á mynd. Jón Arnór Stefánsson (32 stig, 7fráköst, 62% skotnýting, 5-6 í þristum) fór hamförum og var ekki langt frá því að stela leiknum í lokin.

Körfuboltaspekingar eru búnir með orðaforðann til að lýsa Jóni Arnóri. Hann er langbesti körfuboltamaður sem þjóðin hefur getið af sér og það er auðheyrt að fólkið í greininni vill að hann fái fleiri atkvæði en venjulega í kjörinu á Íþróttamanni ársins.