Tuesday, August 13, 2013

Guggurnar hans Balotelli


Ristjórn NBA Ísland á það til að gleyma að birta svarið við getraun vikunnar, en ekki í þetta skiptið. Við misstum næstum andlitið af undrun þegar í ljós kom að eitt ykkar var með rétt svar við gátunni að þessu sinni!

Við spurðum ykkur hvað þessar guggur ættu sameiginlegt.

Og hann Jóhannes Snævarr var ekki lengi að senda inn rétt svar: Þær hafa nefnilega allar verið bendlaðar við ítalska framherjann Mario Balotelli hjá AC Milan. Hugsið ykkur bara. Góðir bitar í hundskjaft gæti einhver sagt, því eins og þið vitið er Balotelli alveg fullkomlega eðlilegur einstaklingur.

Vel gert, Jóhannes. Vel gert. Það var kominn tími á að einhver gæti svarað þessum asnalegu getraunum okkar.