Saturday, August 17, 2013

Ísland vann Rúmeníu í körfubolta


Íslenska karlalandsliðið hristi af sér Búlgaríubömmerinn í kvöld með því að leggja Rúmena 77-71 í Laugardalshöllinni í kvöld. Seint verður sagt að hér hafi verið um fallegan körfuboltaleik að ræða, en strákarnir gerðu mjög vel í að klára leikinn, sem var í járnum lengst af.

Það er ansi vel af sér vikið að vinna körfuboltaleik þar sem þriggja stiga nýtingin er sjö prósent og tapaðir boltar fara yfir tuttugu. Það var gaman að fá að sjá strákana spila þessa tvo landsleiki hérna heima og ljómandi fínt hjá þeim að ná öðru sætinu, þó auðvitað hafi munað sorglega litlu að við tækjum efsta sætið. Það kemur bara næst. Hérna eru nokkrar myndir sem við smelltum af í kvöld.