Saturday, December 31, 2011

Gleðilegt ár


NBA Ísland þakkar lesendum kærlega fyrir fjörugt ár sem nú er að líða.

2011 var eitt skemmtilegasta körfuboltaár síðari tíma þó óprúttnir menn hafi reynd að eyðileggja NBA veturinn.

Ritstjórnin óskar lesendum gleðilegs árs og farsældar á því sem er að koma. Fylgist áfram með NBA Ísland á árinu 2012, þið sjáið ekki eftir því elskurnar.

Áramóta- og nýárskveðja,

Ritstjórnin.

Skemmtilegur körfubolti í Minnesota




























LeBron James veit hvernig körfuhringurinn lítur út ofan frá. Átti stórleik á 27 ára afmælisdaginn sinn og horfði á félaga sinn Dwyane Wade klára annan leikinn á þremur dögum í blálokin. James átti reyndar sendinguna á Wade sem slúttaði leiknum. Hún þurfti að vera fullkomin og var það.



Annars var leikur Minnesota og Miami frábær skemmtun. Varamenn Minnesota gerðu það að verkum að leikurinn varð spennandi og á pervertískan hátt má eiginlega segja að Wolves séu með þokkalega breidd. Liðið er ekkert að vinna leiki frekar en venjulega, en það er allt annar bragur á liðinu en verið hefur. Þrjú töp með samtals níu stigum er ekkert svo hræðilegt.

Minnesota virðist hafa gert ágæta hluti í nýliðavalinu ef marka má frammistöðu þeirra Rubio og Williams. Rubio lofar virkilega góðu og vann marga efasemdamenn á sitt band með flottum leik gegn Miami. Framtíðin er bara þokkalega björt hjá Úlfunum.

Stuðningsmaður dagsins


Aldrei Blankur Aftur


Það á eftir að koma í ljós hvernig Mo Williams nýtist liði LA Clippers nú þegar bæði Chris Paul og Chauncey Billups eru komnir í hóp þeirra 380 leikstjórnenda sem eru fyrir hjá liðinu.

Williams afrekaði að komast í stjörnulið Austurdeildarinnar þegar hann var hjá Cleveland og spilaði vissulega ágætlega í deildakeppninni.

Annað var hinsvegar uppi á teningnum í úrslitakeppninni þegar allt var undir.

Williams var tekinn í annari umferð nýliðavalsins á sínum tíma en fékk lítið að spila hjá Utah Jazz.

Sprakk út þegar hann fékk tækifærið hjá Milwaukee og toppaði svo þegar hann varð vængmaður LeBron James í Cleveland.

Hann er með áhugavert húðflúr sem sést ekki þegar hann er að spila. Blek sem segir margt.

Never
Broke
Again

Til hamingju með daginn, LeBron


LeBron James á afmæli í dag, 30. desember. Það er kominn gamlársdagur hér á Íslandi, en James er þessa stundina í Minneapolis þar sem hann ætlar að keppa við Timburúlfana og þar er enn sá þrítugasti. Það er ekkert minna en ótrúlegt að þetta einstaka eintak af íþróttamanni skuli aðeins vera 27 ára gamalt.




Friday, December 30, 2011

Thursday, December 29, 2011

Wednesday, December 28, 2011

Tvífarar dagsins


Igor Cavalera, trommari Sepultura, og Deron Williams, leikmaður New Jersey Néts.

Tuesday, December 27, 2011

Kynningarmyndband Miami er vel hræðilegt


Rubio er mættur


Menn með svona sendingagetu vaxa ekki á trjánum. Heimavöllur Minnesota Timberwolves hefur ekki rokkað svona síðan liðið lék til úrslita í Vesturdeildinni forðum. Rubio og Williams heldur betur að vekja vonir hjá fólkinu. Þetta Minnesota-lið á langt í land, en það verður ekkert leiðinlegt að horfa á það.

Hehehe


Sunday, December 25, 2011

KG er hress


Hátíðin hefst í kvöld


Deildakeppnin í NBA hefst í kvöld með fimm leikjum. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá leik Dallas og Miami klukkan 19:30 og þeir hörðustu geta séð Golden State-Clippers á NBATV klukkan 3:30 um nóttina. Þetta er loksins að byrja fyrir alvöru.

Gleðileg jól


Saturday, December 24, 2011

Frjóir feður


Griffill


Heimur versnandi fer - körfuboltaskór


Það er eitthvað svo rangt við það að körfuboltaskór á útsölu skuli koma af stað götuóeirðum. Þannig hefur það samt verið víða í Bandaríkjunum eftir nýjustu skórnir frá Michael Jordan komu í hillur. Þetta er náttúrulega snældugeðveikt lið. Skorum á þig að horfa á viðtalið við geimvísindamennina í fréttinni hérna fyrir neðan. Hvað er hægt að segja um þetta? Heimsendir hlýtur að vera handan við hornið.

Friday, December 23, 2011

Til hamingju með daginn, Eddie


Verðlaunahafar komandi leiktíðar í NBA


Við hérna á NBA Ísland elskum að gera okkur að fíflum þegar kemur að því að útbúa spár. Nú hefur nefnd sérfræðinga ESPN birt spá sína og tippað á þá leikmenn sem hún telur að vinna muni til verðlauna eftir deildakeppnina næsta vor. Við ákváðum að apa þetta eftir og koma með okkar eigin útgáfu af þessari vitleysu. Hér kemur Völvuspáin 2011 frá NBA Ísland.

VERÐMÆTASTI LEIKMAÐURINN:

LeBron James, Miami. Eftir harða baráttu við Kevin Durant. Þessir verða í sérflokki í einvíginu um þessa eftirsóttu nafnbót í ár. Það er í tísku að tippa á Chris Paul í þessum flokki en það er glórulaust. Til þess vinna Clippers ekki nógu marga leiki. Lebron tekur Durant á þremur atkvæðum eftir að hafa leyft sér að brosa aðeins oftar en á síðustu leiktíð. Maðurinn er einfaldlega besti leikmaður deildakeppninnar og verður formlega útnefndur það í vor.

NÝLIÐI ÁRSINS: 

Kyrie Irving, Cleveland. Við höfum lítið sem ekkert fyrir okkur í þessu. Stráknum verður kastað út í djúpu laugina og það er ekki langt síðan Byron Scott mótaði frábæran ungan leikstjórnanda niðri í New Orleans. Þessi er ekki eins góður, en hann fær að gera fullt af dýrmætum mistökum í vetur.

ÞJÁLFARI ÁRSINS: 

Vinny Del Negro, LA Clippers. Þjálfarar liðanna sem verða að berjast á toppnum eru búnir að hljóta þessa mjög svo umdeildu nafnbót, svo það eru líkur á því að það verði spútnikþjálfari í ár. Spoelstra hjá Miami gæti fengið þetta ef Miami vinnur mikið af leikjum, en við ætlum að setja allt okkar traust á Vinny Del Negro.

Clippers-liðið mun vinna eitthvað í grennd við 42 leiki í vetur og sú bæting frá fyrra ári fer ekki fram hjá staurblindri dómnefndinni. Verðlaunaflokkur sem sá ekki sóma sinn í því að velja Jerry Sloan þjálfara ársins svo mikið sem einu sinni er annars ekki þess verðugur að eyða miklum tíma í hann.

VARNARMAÐUR ÁRSINS:

Dwight Howard, Orlando. Howard er fínn varnarmaður, það má hann eiga, en hann hefur ekki fengið neina samkeppni í þessum málaflokki undanfarin ár og fær hana heldur ekki í bráð. Búið að pensla strákinn í þetta.

Skrumvélin í New York er auðvitað búin að missa það gjörsamlega í kjölfar þess að Tyson Chandler flutti í Stóra Eplið. Skrumið eitt og sér á eflaust eftir að nægja til að hengja mörg atkvæði á Chandler, en af hverju á hann allt í einu að fara í bullandi samkeppni um titilinn Varnarmaður ársins bara af því hann fer til New York? Það hefði enginn minnst á þetta ef hann hefði farið til Milwaukee eða Portland.

Chandler á eftir að hafa nóg að gera í teignum við að hreinsa upp skítinn eftir framherjana sína, en ekki nóg til að vinna til þessara verðlauna. Howard á þau um ókomin ár, hvort sem hann á það skilið eða ekki.

SJÖTTI MAÐUR ÁRSINS:

James Harden, Oklahoma. Margir hafa stokkið á James Harden bandvagninn í þessu kjöri og við ætlum að gera það líka. Drengurinn á inni og nú er kominn tími til fyrir hann að sanna hversu góður hann er. Harden er nákvæmlega það sem skilur á milli Óskars og Ófeigs í liði Oklahoma. Þetta lið getur farið alla leið ef hann nær að toppa sem leikmaður.

FRAMFARAKÓNGUR ÁRSINS:

Derrick Favors, Utah. Favors var duglegur að æfa í sumar, er búinn að ná áttum eftir vistaskiptin á síðustu leiktíð og er að skilja hvað það þýðir að vera atvinnumaður í körfubolta.

Það er mál manna að pilturinn sé sem nýr maður og hann á eftir að fá nóg af mínútum. Þessi stæðilegi strákur hefur mikla hæfileika og þó liðið hans geri ekki rósir í vetur, munu menn taka eftir stóru stökki hjá honum.  Við hefðum líka tippað á Evan Turner hjá Philadelphia, en það er óvíst að hann fái nógu margar mínútur til að springa almennilega út hjá Sixers að svo stöddu.

Þá vitið þið það elskurnar. Það verður dásamlegt að éta þetta allt ofan í sig í vor.

Morðinginn með barnsandlitið


Maður hefur það alltaf á tilfinningunni þegar maður sér Stephen Curry hjá Golden State á körfuboltavelli að hann sé átta ára gamall pjakkur sem náði að smygla sér inn á völlinn. Hann er svo mikið krútt.

Það er hinsvegar ekkert krúttlegt við þessa trúlofunarmynd sem hann lét taka af sér og konunni. Þetta glott hans lítur út fyrir að koma frá manni sem hefur ekki minna en fimmtán mannslíf á samviskunni.

Tuesday, December 20, 2011

Monday, December 19, 2011

Spútniklið Los Angeles Clippers:


Það er hálf skrítið að sjá svona höfðingja í búningi Los Angeles Clippers.

En við fögnum komu þeirra eins og flestir. Gleði okkar væri fullkomlega ósvikin, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að eigandi félagsins er skíthæll.

Clippers-liðið á eftir að verða flott í vetur, en enginn getur sagt til um það hversu sterkt það verður.

Það er mál manna að Chris Paul hafi upp á sitt einsdæmi gert miðlungslið Hornets að góðu liði. Hann ætti því að geta lagað vinningshlutfallið hjá Clippers eitthvað.

Það að slútta leikjum hefur verið eitt af stóru vandamálunum hjá liðinu á undanförnum árum. Chris Paul á eftir að laga þetta og sjá til þess að liðið verður daglegur gestur í tilþrifaþáttum í sjónvarpi.

Það verður rosalega spennandi að sjá hvernig Clippers spjara sig í vetur.

Bjartsýnustu menn segja að Clippers séu búnir að taka fram úr Lakers og séu með lið sem getur gert atlögu að meistaratitli. Þessir menn ættu kannski að vera aðeins rólegir.

Menn eins og Chris Paul og Chauncey Billups sætta sig hinsvegar ekki við neitt minna en 50-60% vinningshlutfall og sæti í úrslitakeppni á fyrsta vetrinum.

Fyrsti kaflinn sem skrifaður verður í þessu Clippers-ævintýri í vetur á eftir að snúast um það hvort Vinny Del Negro heldur lífi sem þjálfari liðsins.

Del Negro er strax kominn með stóra skotskífu í andlitið á sér eftir að Clippers fengu þennan liðsstyrk og fjölmiðlar verða fljótir að biðja um hausinn á honum ef liðið byrjar illa.

Del Negro er ekki sterkasti þjálfarinn í deildinni, það liggur í augum uppi. Hann þarf því að sanna sig og vera fljótur að því.

Enginn veit hvernig þetta mun allt saman smella saman hjá Clippers í vetur.

Því ákváðum við að taka saman smá lista yfir atriði sem þurfa að ganga upp svo liðið geti staðið undir einhverjum af þessum væntingum.

* Vinny Del Negro þarf að sjá til þess að liðið byrji vel og þjálfa betur en nokkru sinni.
* Liðið þarf að finna varanlega lausn í skotbakvarðarstöðuna. Það er varla Billups.
* Liðið þarf að sleppa sæmilega við meiðsli. Langt síðan það gerðist síðast.
* Caron Butler verður að eiga eitthvað eftir af seiglusafanum sínum
* Billups þarf að spila betur en hann gerði með Knicks.
* DeAndre Jordan þarf að bæta sig á sama hraða og vinur hans Blake Griffin.
* Liðið þarf að finna sig í varnarleiknum. Sóknin verður ekkert mál, en til að liðið nái árangri, þarf
   það að búa sér til konsept í vörninni sem allir kaupa og fylgja.

Þetta er langur og leiðinlegur listi, en ef liðið byrjar vel, sleppur við alvarleg meiðsli og klárar sig af síðasta atriðinu á listanum - verður þetta flottur vetur hjá Clippers.

Sunday, December 18, 2011

Kevin Garnett týndi þræðinum


Það er líklega rétt sem þú heyrðir. Kevin Garnett ER búinn að missa það.
Það er ekki auðvelt að sjá nákvæmlega hvað hann er að reyna að gera við Andreu Bargnani í þessu stutta myndbroti hér fyrir neðan, en hvað sem það var, þá virkaði það ekki. Ítalinn lak framhjá honum á hraða snigilsins. Ekki beint snöggur þarna, hann KG. Jæks.

Tvífarar dagsins


Keith Cothran getting his Jules Winnfield on?

Jólaumferðin í kvöld


Ungir Úlfar


Þetta er augljóslega ekki heimildarmynd um góðan varnarleik, en í myndbrotinu hér fyrir neðan sjáum við sýnishorn af því sem stuðningsmenn Minnesota Timberwolves gætu átt von á frá nýliðunum sínum Riky Rubio og Derrick Williams.

Breyttir tímar


Nokkur orð frá Pelé


Pulling them off!



"Pulling them off!"

Ted í How I met your mother hélt því fram allan tímann að hann púllaði það að ganga í rauðum kúrekastígvélum.

Vinir hans reyndu að telja hann ofan af þessu, en hann var ekki á því að gefa sig.

Ted þurfti á endanum að fá samþykki mikilsvirtrar, samkynhneigðar tískulöggu, en fékk sínu fram.

Hann var, eftir allt,  "pulling them off" eins og það er kallað.

Við erum úr sveit og höfum ekkert vit á tísku, en augu okkar opnast alltaf upp á gátt þegar við sjáum einhvern hafa pung í að klæðast rauðum skóm.

Hver gat það verið annar en Magnús Þór Gunnarsson, sá leikmaður Iceland Express deildarinnar sem hefur yfir mestu svægi að ráða?

Hann bauð upp á þetta skemmtilega dress þar sem hann þurfti að fylgjast með leik ÍR og Keflavíkur af bekknum um daginn.

Fáir aðrir hefðu púllað þetta, en Magnús gerir það.

Af því þetta er hann.

Gaf lærlingi sínum Val Valssyni nokkur góð ráð í rauðu skónum.

Pulling them off!

Saturday, December 17, 2011

Jólakveðja frá Júdasbræðrum (via Fjölnir karfa)


Júdasbræður úr Fjölni, þeir Tómas og Ægir Þór, senda hér melankólíska og létt erótíska jólakveðju heim til Íslands. Það er einmannalegt um að lítast á kampusnum þeirra úti. Ekki nema von að það inspíreri svona dapurleg lög. Stórkostlegt framtak frá bakvarðaparinu skemmtilega, sem greinilega kann að fara á kostum á fleiri stöðum en á körfuboltavellinum.

Ekki rifna af gleði strákar


Friday, December 16, 2011

Thursday, December 15, 2011

Ricky Rubio ætlar að spila körfubolta í Minnesota


Sælar stelpur, Chris hérna (pt. II)


Bolurinn er ekkert að drolla við að búa til boli


Allt er þegar þrennt er


Clippers borguðu mjög hátt verð fyrir sinn mann, Chris Paul. Skítalyktin af þessu máli öllu saman á ekki eftir að hverfa í bráð. Það er með ólíkindum hvað deildin hefur drullað á sig með rekstrinum á New Orleans Hornets.

En við skulum ekki velta okkur upp úr einhverri neikvæðni. Sú staðreynd að Chris Paul er á leiðinni til LA Clippers þýðir að þar er mögulega að verða til skemmtilegasta lið deildarinnar. Það verður algjör veisla að fylgjast með Paul dæla sendingum á menn eins og DeAndre Jordan og Blake Griffin, sem voru í 2. og 3. sæti yfir flestar troðslur í deildinni á síðustu leiktíð. Og þá voru þeir ekki einu sinni með almennilegan leikstjórnanda.

Það fer dálítið í taugarnar á okkur að Clippers hafi samþykkt að láta Eric Gordon til Hornets í þessum skiptum. Gordon er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar og hefði án efa notið góðs af því að spila með Chris Paul. Þess í stað er hann horfinn á braut og enginn eiginlegur skotbakvörður eftir í Clippers-liðinu. Það verður leyst með einhverjum hætti, en það kemur enginn í staðinn fyrir Gordon.

Burt séð frá því hvað verður gaman að horfa á Clippers spila, verður nú áhugavert að sjá hvort liðið á eftir að geta eitthvað í vetur. Það verður að teljast líklegt, en það er ekki auðvelt að breyta slöku liði í stórlið í einni andrá - jafnvel þó maður fái Chris Paul. Það tekur tíma að slípa þetta til og væntanlega þurfa Clippers að losa sig við eins og átján leikstjórnendur. Og hvað fá þeir frá Caron Butler?

Mörgum spurningum ósvarað, en mikið óskaplega verður gaman að horfa á Clippers spila í vetur.

Wednesday, December 14, 2011

Það verður spilaður körfubolti í Indiana


Það hefur ekki farið mikið fyrir því í fjölmiðlum, en Indiana-liðið er hljóðlega búið að vera að bæta við sig fínum mannskap. Það verður áhugavert að fylgjast með piltunum hans Larry Bird í vetur. Þetta lið á að eiga fína möguleika á að gera eitthvað í Austurdeildinni.

Hér fyrir neðan eru myndir af tveimur af nýjustu liðsmönnum Pacers, hinum hæfileikaríka George Hill sem áður var hjá San Antonio - og svo auðvitað kraftframherjanum David West sem áður var hjá ruslahaug/geðveikrahæli NBA deildarinnar í New Orleans.


Anthony Mason er 45 ára í dag