Sunday, December 18, 2011
Pulling them off!
"Pulling them off!"
Ted í How I met your mother hélt því fram allan tímann að hann púllaði það að ganga í rauðum kúrekastígvélum.
Vinir hans reyndu að telja hann ofan af þessu, en hann var ekki á því að gefa sig.
Ted þurfti á endanum að fá samþykki mikilsvirtrar, samkynhneigðar tískulöggu, en fékk sínu fram.
Hann var, eftir allt, "pulling them off" eins og það er kallað.
Við erum úr sveit og höfum ekkert vit á tísku, en augu okkar opnast alltaf upp á gátt þegar við sjáum einhvern hafa pung í að klæðast rauðum skóm.
Hver gat það verið annar en Magnús Þór Gunnarsson, sá leikmaður Iceland Express deildarinnar sem hefur yfir mestu svægi að ráða?
Hann bauð upp á þetta skemmtilega dress þar sem hann þurfti að fylgjast með leik ÍR og Keflavíkur af bekknum um daginn.
Fáir aðrir hefðu púllað þetta, en Magnús gerir það.
Af því þetta er hann.
Gaf lærlingi sínum Val Valssyni nokkur góð ráð í rauðu skónum.
Pulling them off!
Efnisflokkar:
Tíska