Friday, December 23, 2011

Morðinginn með barnsandlitið


Maður hefur það alltaf á tilfinningunni þegar maður sér Stephen Curry hjá Golden State á körfuboltavelli að hann sé átta ára gamall pjakkur sem náði að smygla sér inn á völlinn. Hann er svo mikið krútt.

Það er hinsvegar ekkert krúttlegt við þessa trúlofunarmynd sem hann lét taka af sér og konunni. Þetta glott hans lítur út fyrir að koma frá manni sem hefur ekki minna en fimmtán mannslíf á samviskunni.