Wednesday, December 14, 2011

Það verður spilaður körfubolti í Indiana


Það hefur ekki farið mikið fyrir því í fjölmiðlum, en Indiana-liðið er hljóðlega búið að vera að bæta við sig fínum mannskap. Það verður áhugavert að fylgjast með piltunum hans Larry Bird í vetur. Þetta lið á að eiga fína möguleika á að gera eitthvað í Austurdeildinni.

Hér fyrir neðan eru myndir af tveimur af nýjustu liðsmönnum Pacers, hinum hæfileikaríka George Hill sem áður var hjá San Antonio - og svo auðvitað kraftframherjanum David West sem áður var hjá ruslahaug/geðveikrahæli NBA deildarinnar í New Orleans.