Monday, February 28, 2011

Charlie


Viðstöðulaus með vinstri


Fregnir af andláti NBA meistara reyndust ýktar:























Er þetta þessi krísa hjá Lakers sem allir eru að tala um? Vinsamlegast! Það getur vel verið að hafi ekki verið glans á meisturunum undanfarið (maður tapar bara ekki fyrir Cleveland) en það eru leikir eins og þessi við Oklahoma í kvöld sem sýna okkur að NBA-pennar hafa farið offari að undanförnu þegar þeir skrifa Lakers-liðið nánast út af landakortinu af því það tapaði nokkrum leikjum.

Þrefaldir NBA meistarar eru ekki að hengja haus þó þeir tapi fyrir lélegasta liðinu í deildinni. Láta það ekki hafa áhrif á sig þó þeir séu kannski ekki að fara að vinna 65 leiki. Skítsama. Þeir taka þátt í deildakeppninni til að stilla saman strengi, æfa sig og ná heimavallarrétti sem lengst í úrslitakeppninni. Það sem skiptir samt mestu máli er að reyna að sleppa við meiðsli. Öll meistaralið í NBA síðustu 30 ár hafa verið heppin með meiðsli. Hvert eitt og einasta.

Oklahoma er með smá timburmenn eftir öskubuskuævintýrið í fyrra. Það er ekkert óeðlilegt við það. Þetta eru ungir strákar og gera bæði stórkostlega hluti og barnaleg mistök eins og þeir sýndu í kvöld. Lið Thunder er geysilega skemmtilegt, en það er fjarri því fullkomið. Það verður gaman að sjá hvernig Kendrick Perkins getur hjálpað þessu liði, en hann er varla síðasta púslið.

Oklahoma er ekki að fara að slá Lakers af stalli. Ekki í ár. Kannski seinna.

Ljótasta bindi mannkynssögunnar: Patrick Ewing


Friday, February 25, 2011

Einfalt og svalt með D-Rose og Adidas


Róum okkur samt (via TBJ)


Perk í hvítu


Michael Beasley er ekki að finna upp nein hárhjól






























 








  

Kendrick Perkins er hættur að spila körfubolta í Baunabæ


Ansi há prósenta lesenda þessarar síðu eru grænir í gegn. Þeir eiga vafalítið eftir að sakna Kendrick Perkins mikið þó hann brosi ekki allan sólarhringinn. Ekki síst ef hlutirnir ganga nú ekki upp hjá Boston í sumar, því þá leyfum við okkur fullyrða að gluggi tækifæranna hjá þessum leikmannakjarna Celtics muni lokast að mestu.

Fjarvera Perkins verður að okkar mati eitt af stærstu söbb-plottunum í úrslitakeppninni í vor og menn verða ekki lengi að benda á það ef illa fer. Það verður á hinn bóginn fróðlegt að fylgjast með því hvernig Perk á eftir að vegna í nýju vinnunni sinni. Eitt er víst, þeir hafa næg not fyrir hann í Oklahoma.

Ef marka má viðtal við Nate Robinson, meðreiðarsvein Perkins á leið til Oklahoma, var sá stóri gjörsamlega miður sín yfir fréttunum af skiptunum og grét. Það er skiljanlegt þegar menn eru búnir að vera alla sína tíð hjá sama félaginu. Gangi þér vel, fýlustrumpur.

Ummæli dagsins


"Baron Davis for Mo Williams is like the difference between throwing up in a moving car and in a gas station bathroom."

Treyjuskipti dagsins


Wednesday, February 23, 2011

Sögðum ykkur þetta (via ESPN)


Frumsýning í kvöld


Þeir hoppuðu ansi hátt með körfubolta í höndunum


Hér eru nokkrir metrar af stökkkrafti og trailerhlass af hæfileikum. Synd að þeir séu allir hættir, nema einn.

Kalt mat


Tiger og Amad


Tuesday, February 22, 2011

Dólgslæti í miðjunni 101


Myndbandið sem hér fer á eftir lítur út fyrir að hafa verið skotið á lélega tökuvél árið 1957. Vissulega er þetta að verða gamalt efni (andvarp), en ekki SVO gamalt. Burtséð frá því, er hér á ferðinni syrpa sem er prýðileg mælistika fyrir komandi kynslóðir miðherja.

Auðvitað er ekki sanngjarnt að miða ungliða við náttúruaflið Shaquille O´Neal sem þarna fer mikinn, en það er svona sem miðherjar eiga að dómínera leiki. Reyndu að horfa fram hjá því að pródúsent myndbandsins sé líklega sá sami og gerði "Nútímann" með Charlie Chaplin. Það er nokkurn veginn svona sem á að haga sér dólgslega í miðjunni. Sorglegt að séu næstum tveir áratugir síðan þetta eintak kom inn í deildina og að lítið sem ekkert hafi gerst síðan (sorry Yao, þegiðu Dwight).

Hver er þessi James Johnson?


Chicago var rétt í þessu að senda framherjann James Johnson til Toronto í skiptum fyrir valrétt í annari umferð. Johnson þessi er, því miður fyrir hann, einna þekktastur fyrir að búa til þetta huggulega veggspjald með LeBron James í úrslitakeppninni í fyrra.






Dirk hristir það





















"I actually do have a Shake Weight. Somebody gave me a Shake Weight for Christmas this year, just I guess to be funny. I haven't shaken it much. I don't really know what it does for you."
  
-Dirk Nowitzki

Hafðu þetta og þegiðu svo


Þeir eru meira fyrir að þröngva körfuboltum rétta leið


Klifu Miami-menn Bakbrotstind?


Einhver hefði eflaust beðið þá Chris Bosh og Dwyane Wade um að fá sér herbergi saman, slík virtist hrifning þeirra vera þegar þeir sáu heimamanninn Kobe Bryant sturta þessari huggulegu troðslu.

Nú eru þeir Bosh og Wade liðsfélagar í Miami, svo óhætt er að leiða líkum að því að þeir hafi verið saman á herbergi. Plottið þykknar, gott fólk. Svona er gaman að taka þátt í Stjörnuleiknum.

Pam, mamma hans JaVale McGee, er tiiiil í Doktorinn


Monday, February 21, 2011

Burt með þetta sull!


Scottie Pippen náði loksins að stíga úr skugga Michael Jordan með þessari frábæru vörn á besta körfuboltamann veraldar í dag, Justin Bieber. Scottie er greinilega með þetta ennþá. Ætli þeir séu enn með símanúmerið hans í Sundsvall?

60. Al-Stjörnuleikurinn:


Þetta snýst ekki bara um að vinna - þetta snýst BARA um að vinna


Kobe tekinn tali á æfingu hjá þýska landsliðinu


Ray fékk ekki memóið - nú eða skeit á sig


Strákarnir á TNT að fíflast í afmælisbarninu