Tuesday, February 22, 2011

Dólgslæti í miðjunni 101


Myndbandið sem hér fer á eftir lítur út fyrir að hafa verið skotið á lélega tökuvél árið 1957. Vissulega er þetta að verða gamalt efni (andvarp), en ekki SVO gamalt. Burtséð frá því, er hér á ferðinni syrpa sem er prýðileg mælistika fyrir komandi kynslóðir miðherja.

Auðvitað er ekki sanngjarnt að miða ungliða við náttúruaflið Shaquille O´Neal sem þarna fer mikinn, en það er svona sem miðherjar eiga að dómínera leiki. Reyndu að horfa fram hjá því að pródúsent myndbandsins sé líklega sá sami og gerði "Nútímann" með Charlie Chaplin. Það er nokkurn veginn svona sem á að haga sér dólgslega í miðjunni. Sorglegt að séu næstum tveir áratugir síðan þetta eintak kom inn í deildina og að lítið sem ekkert hafi gerst síðan (sorry Yao, þegiðu Dwight).