Tuesday, November 30, 2010
Monday, November 29, 2010
Við sjáum þessa kappa í nótt
Þetta eru Chris Paul og Russell Westbrook.
Lið þeirra New Orleans Hornets og Oklahoma City Thunder eigast við í beinni á NBATV klukkan eitt í nótt.
Mælum eindregið með þessum leik fyrir þá sem treysta sér til að vaka.
Og auðvitað vakir þú. Annars værir þú ekki að lesa þetta.
Nú er ekki slæmur tími til að horfa á Russell Westbrook, sem hefur verið í ruglinu undanfarið. Skoraði 43 stig í leik fyrir nokkrum dögum.
Þá kunna þeir Kevin Durant og Chris Paul líka körfubolta. Alveg ágætlega bara.
Sunday, November 28, 2010
Hraðinn lýgur ekki
Derrick Rose er svo fljótur að það er eins og vanti ramma í vídeóið þegar hann tekur þetta crossover á móti Kings í nótt. Setur Tyreke Evans beint á bossann. Taktu eftir því að Rose virkar ennþá öskufljótur í hægri endursýningu. Í rauntíma er eins og myndin sé að lagga. Þetta er náttúrulega bara rugl.
Kevin Love-Willis
Kevin Love skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst fyrir Minnesota þegar liðið tapaði fyrir Golden State í nótt.
Þetta var fjórði 20/20 leikurinn hjá Love í þessum mánuði og það hefur enginn leikmaður afrekað síðan Kevin Willis gerði það fyrir Atlanta Hawks árið 1991.
Willis hirti yfir 1200 fráköst leiktíðina 1991-92. Var með 15,5 að meðaltali þennan vetur.
Það nægði honum þó ekki til að verða frákastakóngur. Sá titill var í eigu Dennis Rodman í þá daga.
Rodman átti einmitt sitt besta tímabil á ferlinum þennan vetur líkt og Willis. Hann tók ekki nema 18,7 fráköst að meðaltali í leik þetta árið.
Fimm sinnum á ferlinum hirti Rodman 16 fráköst eða meira að meðaltali í leik. Hrikalegasti frákastari síðari tíma í NBA.
Annars virðist það greinilega fylgja Kevin-nafninu að vera góður frákastari. Kevin McHale var auðvitað hörku frákastari líka.
Erum reyndar ekki með tölur frá Kevin Keegan og Kevin Bacon, en þær eru vafalítið mjög góðar.
Fyrrum Miami-menn spila körfubolta
Þetta er hann Dorell Wright hjá Golden State. Var hjá Miami fyrstu sex árin sín í deildinni en var látinn fara í sumar.
Í 211 leikjum með Miami náði Wright að skora 20 stig eða meira fjórum sinnum.
Hann er nú búinn að spila 17 leiki með Golden State og hefur þegar skorað 20+ þrisvar sinnum. Er reyndar ekki að hitta sérstaklega vel úr skotunum sínum.
Þangað til í nótt. Þegar hann setti félagsmet hjá Warriors með því að setja níu þrista úr tólf tilraunum.
Það er ansi merkilegt þegar haft er í huga að stórskyttan Chris Mullin náði aldrei að afreka þetta á ferli sínum með liðinu. Og í þá daga voru Warriors-menn nú ekkert að hata að skora 130 stigin leik eftir leik.
Reyndar er kötturinn hans Chris Mullin líklega betri skytta en Dorell Wright alla jafna, en svona er körfuboltinn. Við vitum aldrei hvað gerist næst, nema að Greg Oden og Andrew Bynum verða örugglega meiddir þegar það gerist.
Dálítið skrítið að sjá piltana sem Miami lét róa í sumar vera að gera svona fína hluti með nýju liðunum sínum. Michael Beasley fer auðvitað hamförum hjá Minnesota þessa dagana og svo setur Wright 30 stig í nótt.
Sólstrandargæjarnir hittu til að mynda úr 33% skota sinna í tapi gegn Dallas í nótt. Enginn byrjunarliðsmaður setti þrist í leiknum. Ætli Wright og Beasley hefðu getað hjálpað?
Chicago segir sirkusferð smirkusferð:
Við vorum að tala um Chicago Bulls í síðustu færslu og ætlum að gera það í þessari líka. Verðum bara að gera það. Ekki annað hægt. Á meðan stuðningsmenn liða eins og LA Clippers, Portland og Atlanta eru í þunglyndi, hljóta stuðningsmenn Chicago Bulls að vera afskaplega ánægðir með sína menn núna.
Við höfum aldrei haldið með Chicago Bulls, en stundum haft gaman af þessu liði. Og aldrei eins mikið og núna. Það er augljóst að andinn hjá leikmönnum liðsins er góður og það skiptir auðvitað miklu máli.
Það er einfaldlega veisla að horfa á Derrick Rose og Joakim Noah spila körfubolta. Rose með ótrúlega hæfileika sína í sókninni og Joakim Noah með varnarleik sínum, fráköstum, dýrslegri baráttu og keppnisanda. Ef við mættum velja okkur einn miðherja í NBA til að setja í okkar lið - væri það Noah. Eins og við hötuðum hann nú fyrst þegar hann kom inn í deildina. Ef hann væri aðeins myndarlegri og með betra skot, væri hægt að kalla hann Hlyn Bæringsson NBA deildarinnar.
Haustin eru jafnan erfið fyrir Chicago Bulls vegna sirkus-ferðalagsins árlega í nóvember. Í nótt varð ljóst að Bulls kæmi með jákvætt vinningshlutfall út úr þessari ferð í fyrsta skipti síðan á síðasta ári Michael Jordan með liðinu haustið 1997. Þetta voru sjö útileikir í röð, nokkrir gegn mjög sterkum liðum úr Vesturdeildinni og endaði Chicago 4-3 í túrnum. Óheppnir að vera ekki 5-2 (sjá síðustu færslu) þrátt fyrir talsverð meiðsli á mannskapnum.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið kemur út þegar Carlos Boozer verður kominn á fullt og farinn að spila vegg og veltu við Derrick Rose. Chicago liðið er ekki gallalaust en það verður frábært að sjá hvað það kemst langt í ár. Við öfundum stuðningsmenn Chicago Bulls. Það er örugglega öskrandi skemmtilegt að halda með þessu liði núna. Mælum með því að þú farir að halda með Bulls ef þú átt þér ekki uppáhalds lið í NBA.
Melo kláraði Bulls á flautunni
Föstudagskvöldið var bara geggjað í NBA. Fullt af flottum leikjum og mikið drama. Við höfum verið að fylgjast aðeins með Chicago Bulls á sirkusferðalaginu sínu árlega. Það hefur ekki verið auðvelt í ljósi meiðsla hjá liðinu.
Leikur Chicago og Denver var ótrúlegur. Carmelo Anthony kláraði hann með flautukörfu eftir að John Lucas III hafði klikkað á tveimur vítum í röð fyrir Bulls. Hefur ekki spilað í deildinni síðan 2007. Hræðilegt fyrir piltinn. Hann var bara úti í sjoppu að fá sér að borða þegar kallið kom og nokkrum klst síðar er hann kominn á vítalínuna að taka klöts skot fyrir lið í NBA. Og klikkaði. Áts.
Kíktu á brot úr leiknum og dramatíkina í lokin hér fyrir neðan.
Saturday, November 27, 2010
Friday, November 26, 2010
Hamed og frú styrkja steglingsmyndir um Írani
Verðum að nota tækifærið og þakka íranska miðherjanum Hamed Haddadi hjá Memphis kærlega fyrir að gera sitt í að kynda undir mjög viðkvæmar steglingsmyndir um landa sína í Bandaríkjunum og um leið hér á Íslandi. Steglingsmyndir, sem lifðu ágætu lífi áður en eftirfarandi frétt kom út.
Hamed, frændi þinn, lenti í slagsmálum við konu sína á dögunum og voru þau bæði kærð fyrir dólgslæti og áflog (möggsjottið hér til hliðar).
Nú er hann Hamed ekkert sérlega væskilslegur maður, á að giska 210 cm á hæð og vegur langt yfir 100 kíló.
Því þætti okkur gaman að sjá yfirhalninguna á konunni hans. Hún ku hafa gefið bónda sínum "helvíti góðan fæting" eins og stóð í skýrslu lögreglu. Það stórsá á þeim báðum.
Ekki það, kona með nafn eins og Goolnaz "Asal" Karbalaeinematmoeeney er eflaust ekkert blávatn. Á myndinni hér til hliðar má sjá teikningu lögreglu af konu körfuboltamannsins.
Það kemur einn Írani inn í NBA deildina. Einn. Ever. Og hvað gerir hann? Lemur konuna sína. Gott múv félagi, gott múv hjá þér.
Það er ástæða fyrir því að steglingsmyndir verða til gott fólk.
Stöðukrísa í Al-Stjörnuvali
Nú styttist óðum í Al-Stjörnuleikinn íslenska. Hann verður haldinn í Seljaskóla þann 11. desember. Þetta er auðvitað fjölskylduskemmtun, blöðrur og leikir - um að gera að fjölmenna.
Við þurfum eflaust ekki að minna þig á það, en ef þú ert ekki búinn að kjósa þína menn í byrjunarliðin þarftu alvarlega að hugsa þinn gang og skottast í að klára það fyrir hádegi í dag!
Við gengum frá okkar vali í gær. Það var erfitt af því við gátum alls ekki stillt liðunum upp eins og við hefðum viljað.
Það velur auðvitað enginn ógeðveikur Ægi Þór Steinarsson og Pavel Ermolinskij saman sem bakvarðapar - en við urðum að eyða bakvarðaatkvæðunum okkar hjá höfuðborgarsvæðinu í það og gátum því ekki komið Semaj Inge fyrir í byrjunarliðinu! Það er alveg ferlegt.
Auðvitað hefðum við stillt Ermonator upp í stöðu kraftstjórnanda eða bakmiðherja ef við hefðum fengið að ráða uppstillingunni! Það vita allir sem lesa NBA Ísland. Svo munum við ekki betur en að Darri Hilmarsson hafi verið titlaður bakvörður í þessu, en það getur vel verið vitleysa
Hvað um það. Drullaðu þér að kjósa ef þú ert ekki búinn að því og mættu svo í Seljaskóla um aðra helgi og kíktu á þetta.
Gaman að stjörnuleikurinn á Íslandi skuli vera haldinn í Seljaskóla í Breiðholti veturinn sem hann er haldinn í Staples Center í Los Angeles í NBA deildinni. Glamúrinn verður í fyrirrúmi um stjörnurnar okkar á körfuboltaárinu 2010-11.
Thursday, November 25, 2010
Wednesday, November 24, 2010
John Wall stimplar sig inn
Washington og Philadelphia áttust við öðru sinni í vetur á heimavelli fyrrnefnda liðsins í gærkvöld.
Þessi fór eins og fyrri leikurinn - Washington vann eftir framlengdan leik og dramatískar lokamínútur.
Lokatölur í venjulegum leiktíma voru 106-106 í báðum leikjum en Wizards reyndust svo sterkari á síðustu fimm mínútunum.
John Wall lék aftur með Washington eftir meiðsli og það var hann sem knúði framlengingu með því að hitta úr þremur vítum í röð og jafna skömmu fyrir leikslok. Mjög flott að sjá svona nýliða koma inn og standa sig undir pressu.
Evan Turner hjá Philadelphia fékk smá skít fyrir að klikka á báðum vítunum sínum áður en Wall jafnaði leikinn, en hann var samt búinn að vera allt í öllu hjá Sixers á lokasprettinum. Höfum ekki áhyggjur af honum.
Þjálfari Atlanta segir liðið nenni ekki að spila körfubolta
Það vakti nokkra athygli þegar Atlanta vann fyrstu sex leiki sína á leiktíðinni. Liðið komið með nýjan þjálfara í Larry Drew og planið var að reyna að hrista upp í einhæfum og fyrirsjáanlegum sóknarleik liðsins.
Drew hefur lagt nótt við dag til að reyna að kenna leikmönnum sínum flex-sóknarleik og í fyrstu leikjum tímabilsins var ekki annað að sjá en að það hefði tekist. Menn voru að hreyfa sig án bolta og meira að segja "Iso" Joe Johnson var að taka þátt í fjörinu.
Síðasta keppnistímabil endaði eins ömurlega og mögulegt var hjá Atlanta. Liðinu var sópað út af Orlando í seríu þar sem Orlando setti met með því að vinna leikina fjóra samtals með 100 stigum. Það var grátlegt að horfa á Atlanta liðið. Það gafst bara upp. Mike Woodson þjálfari átti ekki séns og Drew fékk starfið hans í sumar.
Nú hefði það átt að kveikja vel í Atlanta liðinu í þessu nýja sýstemi að vinna fyrstu sex leiki sína í vetur (þó það hafi raunar verið gegn nokkuð slökum andstæðingum) en annað hefur heldur betur komið á daginn. Næstu fjórir leikir liðsins voru gegn liðum sem voru í úrslitakeppninni í fyrra og töpuðust þeir allir.
Á mánudagskvöldið spilaði liðið við Boston (án Rajon Rondo) á heimavelli og var gjörsamlega slátrað þar sem lokatölur voru 99-76. Það sem á eftir kom, varð tilefni þessarar færslu. Við sáum upptöku af blaðamannafundi eftir leik Atlanta og Boston þar sem Drew þjálfari sat fyrir svörum. Hann orðaði það pent og fallega, en hann hraunaði gjörsamlega yfir liðið með öllum sínum orðaforða - í sjö mínútur. Það sem hann var að segja í svona löngu máli var einfaldlega að leikmennirnir nenntu ekki að leggja sig fram - hefðu ekki áhuga á verkefninu.
Það góða við NBA deildina er að næsti leikur er aldrei langt undan. Næsti leikur hjá Atlanta var á móti New Jersey Nets og það ætti nú að vera flottur leikur til að taka þjálfarann á orðinu og taka almennilega á því. Spila á fullu og sýna hvað í liðinu býr þegar það er í anda.
Nei
Sama drullan uppi á teningnum og niðurstaðan tap í framlengingu. Bæði lið voru hræðileg en Atlanta verra. Við sögðum það í vor og segjum það aftur núna - það þarf að brjóta þetta lið upp. Þetta er bara rugl. Forráðamenn félagsins eru væntanlega hæstánægðir með milljarðana sem þeir hafa skuldbundið sig til að borga Joe Johnson næstu árin.
Það hlýtur að vera rosalega niðurdrepandi að vera stuðningsmaður Atlanta Hawks.
Fuglahræðan
Chris "Birdman" Andersen er kominn aftur af stað með Denver eftir að hafa verið meiddur. Hann er búinn að bæta við talsverðu bleki síðan við sáum hann síðast og svo er hann að bjóða upp á nýja hárgreiðslu.
Í alla staði mjög eðlilegur ungur maður.
Tuesday, November 23, 2010
Monday, November 22, 2010
Isiah Thomas vann körfuboltaleiki
Það er alltaf talað um Magic, Larry og Jordan - mennina sem áttu NBA deildina á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.
Færri tala um Isiah Thomas og Ódælu Drengina í Detroit Pistons. Thomas er vissulega umdeildur en hann hefur mjög gott lag á því að fá fólk til að sjá sína hlið á málunum.
Hann sat fyrir svörum í löngu viðtali við Sporting News á dögunum og þar vakti eftirfarandi klausa sérstakan áhuga hjá okkur;
"Bird, Magic, Jordan -- I'm the only person walking the face of this earth who can say honestly and legitimately, in head-to-head competition, I beat you more than you beat me.
We played Chicago in four playoff series; we won three, they won one. OK? We played them a total of 22 times (in the playoffs); we won 12, they won 10.
Played Boston in five playoff series; we won three, they won two. Played Boston I think a total of 28 times; we won 16, they won 12.
Played the Lakers in two playoff series; we won one, they won one. But played a total of 11 games and we won seven, they won four.
Now, in head-to-head competition, I think I can say, “My team beat yours more than you beat mine.” And that is legitimate."
Það er mikið til í þessu hjá Tomas. Tölurnar ljúga ekki. Auðvitað kom Detroit liðið upp á hárréttum tíma þegar Celtics og Lakers voru komin á síðasta snúning og Chicago-veldið var ekki farið í gang.
En við megum ekki gleyma Detroit-liðinu. Það þarf að fá sitt props. Það var mjög sterkt og vel þjálfað lið, heppið með meiðsli - algjör mulningsvél.
Við eigum það stundum til að gera lítið úr meistaratitlum. Stundum gleymir fólk þessu Detroit-liði. Margir gefa skít í Houston Rockets-liðin sem áttu milli-Jordan árin og titla San Antonio í kring um Lakers-titlana um aldamótin.
Þessi lið gátu ekkert að því gert þó Jordan, Bird eða Magic yrði ekki á vegi þeirra á hátindi ferilsins. Einhver verður að vinna dolluna og þessi lið voru vel að því komin. Gefum þeim props.
Ekki slæmt ungi maður
Ógeðslega flott móment í troðleiknum mikla milli Clippers og Knicks um helgina. Amare Stoudemire lítur á Blake Griffin eftir tröllatroðslu hans eins og til að segja "þetta var nú ekki svo slæmt hjá þér ungi maður"
Aðeins af Lakers
Óþarfi að hafa mörg orð um það núna, svona í nóvember, en meistarar LA Lakers líta hrikalega vel út.
Við áttum ekki von á þeim svona sterkum á haustmánuðum en það er bara kjánalegt hvað þetta lið er gott núna.
Framlínan hefur aldrei verið betri, er líklega að toppa sig núna og það sem meira er, er bekkurinn allt í einu farinn að spila vel líka. Komin smá breidd í þetta.
Ef úrslitakeppnin hæfist á morgun, myndum við trúlega setja alla okkar peninga á Lakers.
Hefurðu séð Pau Gasol spila nýlega?
Besti stóri maðurinn í heiminum í dag. Þarf ekkert að ræða það neitt - eins mikið og okkur finnst erfitt að viðurkenna það.
Boston hefur líka átt flotta spretti og gæti orðið sterkara en í fyrra þegar upp verður staðið í vor.
Önnur lið geta bara gleymt þessu eins og staðan er í dag.
-P.s. Ekki láta San Antonio og New Orleans blekkja þig.
Udonis Haslem er hættur að spila körfubolta árið 2010
Ef það var eitthvað sem lið Miami Heat mátti ekki við, var það að missa Udonis Haslem í meiðsli. Talað um að hann verði frá keppni fram í febrúar eða jafnvel lengur.
Haslem er eini ruslakarlinn hjá Miami. Enforserinn. Spilar vörn, hirðir fráköst og kvartar ekki. Ómetanlegur Miami undanfarin ár. Nú er hann kominn á meiðslalistann. Afar slæmt mál fyrir Miami, sem var þunnskipað undir körfunni fyrir -hvað þá núna.
Hætt við að einhverjir hatarar glotti núna.
Ekki við. Við óskum Haslem fyrst og fremst góðs bata. Hvort sem hans nýtur við eða ekki. grunar okkur að tími Miami sé hvort sem er ekki runninn upp. Varla á þessu tímabili.
Sunday, November 21, 2010
Blake Griffin vill troða í andlitið á ömmu þinni, afa þínum, hundinum þínum og ketti og öllu sem á vegi hans verður. Hann vill refsa!
Fáir hefðu líklega reiknað með að leikur LA Clippers og New York Knicks í nótt ætti eftir að verða skemmtilegur. Það var af því þeir gleymdu því að Blake Griffin spilar með Clippers.
Þessi drengur er ekki hægt! Hann tekur enga fanga - hann vill bara troða fast í andlitið á öllu sem hreyfist. Þú verður einfaldlega að skoða tilþrifin úr leiknum í gær hérna fyrir neðan. Hann var ein stór troðkeppni með Griffin í aðalhlutverki. Hann bauð meira að segja upp á handboltatroðslu.
Gaman að Griffin skuli hafa verið að spila við Amare Stoudemire í nótt. Það hefur nefnilega ekki komið annar eins troðari inn í deildina síðan Stoudemire kom inn á sínum tíma. Spennið beltin. Kíkið á þetta.
Saturday, November 20, 2010
Friday, November 19, 2010
Vater und Sohn
Þeir segja að sagan eigi það til að endurtaka sig. Þetta er gott dæmi um það. Eiginlega fáránlega gott.
Á myndinni til vinstri má sjá félagana Bill Walton og Joe Bryant hjá San Diego Clippers í kring um 1980.
Fleiri þekkja líklega piltana á myndinni hægra megin. Það eru Luke Walton og Kobe Bryant, samherjar hjá LA Lakers. Jú, þeir eru synir hinna fyrrnefndu.
Skemmtilegt/átakanlegt að sjá Walton-feðgana í jakkafötum. Ekki óalgeng sjón reyndar, eins leiðinlegt og það nú er.
Rashard Lewis og stjórnarskráin
Þetta er Rashard Lewis, leikmaður Orlando Magic.
Hann er næst launahæsti leikmaður NBA deildarinnar í ár á eftir Kobe Bryant.
Það er ekki honum að kenna.
Hann skorar að meðaltali 10 stig og hittir úr 35% skota sinna það sem af er í vetur.
Það er honum að kenna.
Og hve há eru þá þessi laun hans?
Nóg til að borga öllum Reykvíkingum og öllum Garðbæingum fyrir þjóðfundinn um daginn.
"Nákvæmlega."
Þá veistu það.
Einn Mike Dunleavy til
Mike Dunleavy spilar ekki með Indiana Pacers í kvöld.
Er á fæðingardeildinni með konunni sem á von á fyrsta barni þeirra hvað og hverju.
Dunleavy er auðvitað sonur þjálfarans Mike Dunleavy eldri sem var síðast á mála hjá LA Clippers.
Ætli Mike Dunleavy eldri verði móðgaður ef sonur hans eignast son og skírir hann ekki Mike Dunleavy?
Ef hann skírir hann Mike Dunleavy... hvernig veit Mike Dunleavy þá að hann sé skírður í höfuðið á sér eða syni sínum (pabba sínum)? Og hvað ef þetta verður stúlkubarn - verður hún þá skírð Mike Dunleavy?
Við erum með þrjár nafnatillögur:
1. Neville Neville
2. Briffa Briffa
3. Kleópatra Þöll
Ef þær koma ekki til greina, getur hann alltaf leitað sér aðstoðar í Nafnavélinni hans Finns.
Thursday, November 18, 2010
Aumingja Oden
Við erum enn að reyna að ná okkur eftir tíðindi gærkvöldsins. Greg Oden þarf í aðra hnéaðgerð og kemur ekkert við sögu hjá Portland í vetur. Þetta er hætt að vera fyndið, þó við komum eflaust til með að gera grín að þessu. Aumingja strákurinn.
Hversu súrt er að við skulum hafa birt skopmynd af honum hér á síðunni nokkrum klukkustundum áður en tilkynnt var að hann væri úr leik í vetur?
Það verður eflaust gerð kvikmynd um raunarsögu Greg Oden einn daginn. Barátta James Earl Jones og Morgan Freeman um aðalhlutverkið á eftir að verða mjög hörð. Hver veit nema Oden sjálfum verði svo boðið að leika Elijah Price í Unbreakable II.
Það þýðir ekkert að missa móðinn þó maður sé samningslaus og búinn að spila 82 leiki á þremur árum. Hann hefur þó alltaf sönginn.
Tár eru tár
"The fans, they showed me some love,'' West said. "It almost brought a tear to my eye. Then Nick Young scored about four straight baskets on me and the tear dried up pretty fast."
-Delonte West, sem spilaði sinn fyrsta leik með Boston í gærkvöld eftir 10 leikja bann.
Wednesday, November 17, 2010
Fánýtur fróðleikur um körfubolta
Í dag eru tíu ár síðan Jason Kidd jafnaði vafasamt NBA met John Drew með því að tapa 14 boltum fyrir Phoenix í leik gegn New York.
Það hefði út af fyrir sig verið allt í lagi ef hann hefði ekki verið með aflitað hár og litið út eins og áströlsk rolla með óvenju góða boltameðferð.
Þennan sama dag árið 2000 varð Reggie Miller 25. leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20.000 stig þegar lið hans Indiana tapaði fyrir Golden State Warriors.
Þú ræður hvort þú trúir því, en á þessum sama degi árið 1981 hitti Bill Cartwright úr öllum 19 vítaskotum sínum fyrir New York gegn Kansas City og setti þar með met yfir flest vítaskot í leik án þess að brenna af.
Adrian Dantley hjá Detroit átti síðar eftir að jafna þetta met en það er nú í eigu Dominique Wilkins. Hann hitti úr 23 vítum án þess að brenna af í leik Atlanta og Chicago í desember 1992.
Allir krakkar, allir krakkar eru að tapa leik
Við höfum verið dálítið grimm við LA Clippers það sem af er vetri.
Auðvitað er þetta lið ekki að standa undir væntingum frekar en venjulega og auðvitað værum við búin að fara inn í bílskúr og starta í gang ef við héldum þeð þessu liði.
Clippers er 1-10 og getur ekki einu sinni unnið Detroit og New Jersey. Flestir leikirnir sem liðið hefur spilað hafa reyndar verið gegn sterkum liðum, en við megum ekki gleyma því að sá sem hefur séð um leikstjórn hjá liðinu í flestum þessara leikja er nýliði - og eini leikfæri leikstjórnandinn í hópnum. Hinir eru meiddir.
Svo setti Clippers-liðið NBA met í fyrrinótt þegar það tefldi fram yngsta byrjunarliði í sögu deildarinnar. Það er því ekki von að gangi erfiðlega hjá þeim ræflunum. Þarf samt einhver að fara að taka til hjá þessu félagi. Þetta er bara orðið kjánalegt.
Nene kastaði körfubolta í áttina að Turiaf
Það er ekki einu sinni víst að þetta sé flottasta troðslan hans Nene úr leiknum í nótt. Samt ansi fín.
Heimadrengirnir Howard og Smith blaka körfuboltum
Þetta eru þeir Josh Smith og Dwight Howard. Þeir eru góðir vinir, hafa þekkst síðan þeir voru börn í Atlanta. Spiluðu saman þegar þeir voru unglingar. Eru heimadrengir góðir. Báðir teknir í nýliðavalinu 2004.
En þeir eiga fleira sameiginlegt. Þeir hafa báðir afrekað að verja sjö skot eða meira í leik tíu sinnum á ferlinum. Smith jafnaði félaga sinn í nótt þegar hann blokkaði sjö skot frá Indiana Pacers.
Hefðir þú giskað á að Howard væri búinn að verja fleiri skot en Smith á ferlinum?
Við líka. En það er rangt. Smith er bæði með fleiri varin og hærra meðaltal en hinn skemmtilega ofmetni Howard.
Tuesday, November 16, 2010
Monday, November 15, 2010
Deron Endasprettur Williams
Deron Williams hjá Jazz er leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni eftir að hafa farið fyrir liðinu á 4-0 rispu um austurströndina. Hér má sjá tölur kappans í leikjunum fjórum (Stig & stoðsendingar).
19 & 12 - Miami
24 & 10 - Orlando
17 & 5 - Atlanta
14 & 6 - Charlotte
Ágætar tölur, þegar haft er í huga að þetta er tölfræði hans í síðari hálfleik í leikjunum fjórum.
Úlfarnir klúðra spaðafimmu
Það gengur ekkert sérstaklega vel hjá Minnesota Timberwolves, þrátt fyrir sprengingar Kevin Love á dögunum. Svo illa gengur þeim, að liðsmönnum virðist ófært að gefa hvor öðrum spaðafimmur og bein. Neyðarlegt.
Phoenix skorar 22 þrista gegn Lakers
Leikmenn Phoenix Suns voru heldur betur í stuði gegn Lakers í nótt. Voru aðeins einum þristi frá því að jafna NBA metið yfir flesta þrista í einum leik, en það setti Orlando með 23 kvikindum í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá alla þessa þrista - þar á meðal sjö snuddur frá Jason Richardson.
Rauða eldflaugin kastaði sjö körfuboltum rétta leið
San Antonio er búið að vinna sjö í röð.
Matt Bonner er kominn aftur á fullt með liðinu og var með 7 af 7 í þristum í útisigri á Oklahoma í nótt. Persónulegt met hjá kappanum.
Einn af þessum rulluspilurum sem flestir þjálfarar væru eflaust til í að hafa á bekknum. Við höldum gríðarlega upp á Bonner hérna á ritstjórninni.
Oklahoma er í vandræðum. Tapar hvað eftir annað á heimavelli, spilar hræðilega vörn og vantar trausta skyttu.
Thunder er með sama mannskap og stóð sig svo vel á síðustu leiktíð, svo það þýðir ekkert að væla.
Í vor var Oklahoma orðið liðið sem enginn vildi mæta. Einhver þynnka í gangi hjá þeim virðist vera. Vonum að piltarnir hristi þetta af sér.
Sunday, November 14, 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)