Friday, November 26, 2010

Stöðukrísa í Al-Stjörnuvali
















Nú styttist óðum í Al-Stjörnuleikinn íslenska. Hann verður haldinn í Seljaskóla þann 11. desember. Þetta er auðvitað fjölskylduskemmtun, blöðrur og leikir - um að gera að fjölmenna.

Við þurfum eflaust ekki að minna þig á það, en ef þú ert ekki búinn að kjósa þína menn í byrjunarliðin þarftu alvarlega að hugsa þinn gang og skottast í að klára það fyrir hádegi í dag!

Við gengum frá okkar vali í gær. Það var erfitt af því við gátum alls ekki stillt liðunum upp eins og við hefðum viljað.

Það velur auðvitað enginn ógeðveikur Ægi Þór Steinarsson og Pavel Ermolinskij saman sem bakvarðapar - en við urðum að eyða bakvarðaatkvæðunum okkar hjá höfuðborgarsvæðinu í það og gátum því ekki komið Semaj Inge fyrir í byrjunarliðinu! Það er alveg ferlegt.

Auðvitað hefðum við stillt Ermonator upp í stöðu kraftstjórnanda eða bakmiðherja ef við hefðum fengið að ráða uppstillingunni! Það vita allir sem lesa NBA Ísland. Svo munum við ekki betur en að Darri Hilmarsson hafi verið titlaður bakvörður í þessu, en það getur vel verið vitleysa

Hvað um það. Drullaðu þér að kjósa ef þú ert ekki búinn að því og mættu svo í Seljaskóla um aðra helgi og kíktu á þetta.

Gaman að stjörnuleikurinn á Íslandi skuli vera haldinn í Seljaskóla í Breiðholti veturinn sem hann er haldinn í Staples Center í Los Angeles í NBA deildinni. Glamúrinn verður í fyrirrúmi um stjörnurnar okkar á körfuboltaárinu 2010-11.