Wednesday, November 17, 2010

Fánýtur fróðleikur um körfubolta


Í dag eru tíu ár síðan Jason Kidd jafnaði vafasamt NBA met John Drew með því að tapa 14 boltum fyrir Phoenix í leik gegn New York.

Það hefði út af fyrir sig verið allt í lagi ef hann hefði ekki verið með aflitað hár og litið út eins og áströlsk rolla með óvenju góða boltameðferð.

Þennan sama dag árið 2000 varð Reggie Miller 25. leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20.000 stig þegar lið hans Indiana tapaði fyrir Golden State Warriors.

Þú ræður hvort þú trúir því, en á þessum sama degi árið 1981 hitti Bill Cartwright úr öllum 19 vítaskotum sínum fyrir New York gegn Kansas City og setti þar með met yfir flest vítaskot í leik án þess að brenna af.

Adrian Dantley hjá Detroit átti síðar eftir að jafna þetta met en það er nú í eigu Dominique Wilkins. Hann hitti úr 23 vítum án þess að brenna af í leik Atlanta og Chicago í desember 1992.