Wednesday, November 17, 2010

Allir krakkar, allir krakkar eru að tapa leik


Við höfum verið dálítið grimm við LA Clippers það sem af er vetri.

Auðvitað er þetta lið ekki að standa undir væntingum frekar en venjulega og auðvitað værum við búin að fara inn í bílskúr og starta í gang ef við héldum þeð þessu liði.

Clippers er 1-10 og getur ekki einu sinni unnið Detroit og New Jersey. Flestir leikirnir sem liðið hefur spilað hafa reyndar verið gegn sterkum liðum, en við megum ekki gleyma því að sá sem hefur séð um leikstjórn hjá liðinu í flestum þessara leikja er nýliði - og eini leikfæri leikstjórnandinn í hópnum. Hinir eru meiddir.

Svo setti Clippers-liðið NBA met í fyrrinótt þegar það tefldi fram yngsta byrjunarliði í sögu deildarinnar. Það er því ekki von að gangi erfiðlega hjá þeim ræflunum. Þarf samt einhver að fara að taka til hjá þessu félagi. Þetta er bara orðið kjánalegt.