Monday, November 22, 2010

Isiah Thomas vann körfuboltaleiki


Það er alltaf talað um Magic, Larry og Jordan - mennina sem áttu NBA deildina á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Færri tala um Isiah Thomas og Ódælu Drengina í Detroit Pistons. Thomas er vissulega umdeildur en hann hefur mjög gott lag á því að fá fólk til að sjá sína hlið á málunum.

Hann sat fyrir svörum í löngu viðtali við Sporting News á dögunum og þar vakti eftirfarandi klausa sérstakan áhuga hjá okkur;

"Bird, Magic, Jordan -- I'm the only person walking the face of this earth who can say honestly and legitimately, in head-to-head competition, I beat you more than you beat me. 

We played Chicago in four playoff series; we won three, they won one. OK? We played them a total of 22 times (in the playoffs); we won 12, they won 10. 

Played Boston in five playoff series; we won three, they won two. Played Boston I think a total of 28 times; we won 16, they won 12. 

Played the Lakers in two playoff series; we won one, they won one. But played a total of 11 games and we won seven, they won four. 

Now, in head-to-head competition, I think I can say, “My team beat yours more than you beat mine.” And that is legitimate."

Það er mikið til í þessu hjá Tomas. Tölurnar ljúga ekki. Auðvitað kom Detroit liðið upp á hárréttum tíma þegar Celtics og Lakers voru komin á síðasta snúning og Chicago-veldið var ekki farið í gang.

En við megum ekki gleyma Detroit-liðinu. Það þarf að fá sitt props. Það var mjög sterkt og vel þjálfað lið, heppið með meiðsli - algjör mulningsvél.

Við eigum það stundum til að gera lítið úr meistaratitlum. Stundum gleymir fólk þessu Detroit-liði. Margir gefa skít í Houston Rockets-liðin sem áttu milli-Jordan árin og titla San Antonio í kring um Lakers-titlana um aldamótin.

Þessi lið gátu ekkert að því gert þó Jordan, Bird eða Magic yrði ekki á vegi þeirra á hátindi ferilsins. Einhver verður að vinna dolluna og þessi lið voru vel að því komin. Gefum þeim props.