Sunday, October 30, 2016
Nýtt hlaðvarp
Sjötugasti þáttur Hlaðvarps NBA Ísland er kominn í hús, en þar renna Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason yfir það sem staðið hefur hæst á fyrstu dögunum í deildarkeppninni í NBA.
Þeir ræða m.a. Golden State, San Antonio, New Orleans, Cleveland, Houston og LA Lakers. Þá kryfja þeir ógurlega byrjun Anthony Davis hjá New Orleans, vandræðaganginn á Draymond Green hjá Golden State og gera tæmandi lista yfir þá fáu leikmenn sem eiga raunverulegan möguleika á því að verða kjörnir leikmenn ársins í NBA deildinni. Allt þetta og miklu meira í nýjasta hlaðvarpinu frá NBA Ísland.
Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Athugasemdir, ánægja og/eða aðfinnslur sendist til: nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Friday, October 28, 2016
Veislan hefst í kvöld
Fyrsti NBA leikur vetrarins á Stöð 2 Sport verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 kl. 23:00 í kvöld þegar Toronto tekur á móti Cleveland. Þetta eru liðin sem léku til úrslita í Austurdeildinni sl. vor og því má búast við góðri skemmtun. Bæði lið unnu fyrsta leikinn sinn á leiktíðinni og LeBron James hlóð m.a. í þrennu og virkar í fantaformi.
Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá NBA öll föstudagskvöld fram á vorið í ár líkt og á síðustu leiktíð, sem er ekki amalegur eftirréttur á eftir beinni útsendingu frá Domino´s deildunum og þættinum Körfuboltakvöldi.
Þið getið séð hvað er framundan af beinum útsendingum á Stöð 2 Sport og NBATV á dagskrársíðunni okkar sem er í flipanum efst á NBA Ísland síðunni. Nú, eða hér, ef þú sérð illa.
Ritstjórn NBA Ísland óskar ykkur öllum gleðilegrar körfuboltavertíðar.
nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Dagskrá
Wednesday, October 26, 2016
Með heiminn á herðum sér
Efnisflokkar:
Álag
,
Cavaliers
,
LeBron James
,
Titlar
,
Úrslitakeppni 2016
Saturday, October 22, 2016
Derrick Rose og leyndarmál þríhyrningsins
Efnisflokkar:
Derrick Rose
,
Knicks
,
Knicksblæti
,
Sjoppan
Thursday, October 20, 2016
Vegasvarpið 2016
Þá er röðin komin að hinu árlega Vegas-varpi frá NBA Ísland þar sem spekingar síðunnar fara yfir spár veðbanka í Las Vegas um gengi liðanna í NBA í deildarkeppninni. Veðmála-vesírar Vegasborgar skjóta þannig á áætlaðan sigrafjölda hvers liðs fyrir sig og bjóða spilurum að tippa á hvort liðin verði yfir eða undir ákveðinni tölu.
Dæmi um þetta má nefna að Vegas setti hæstu tölu sem gefin hefur verið í sögunni á ofurlið Golden State Warriors í vetur, eða 66,5. Það kemur í hlut hlaðvarpara NBA Ísland að ákveða hvort þeir tippa á að Warriors vinni fleiri eða færri leiki en þetta á komandi vetri, þar sem margir spá því að liðið verði svo hrikalegt að það gæti jafnvel átt eftir að bæta ótrúlegt met sitt frá síðustu leiktíð þegar það vann 73 leiki í deildarkeppninni. Svona spár færðu þegar liðið sem setti met yfir flesta sigra í deildarkeppninni bætir við sig einum af þremur bestu körfuboltamönnum í heimi.
Já, það er ljóst að Golden State verður ekkert lamb að leika sér við í vetur, en við þurfum svo sem ekki að leita lengra en á síðustu leiktíð til að sjá að ekkert er öruggt og ekkert er ómögulegt í körfubolta - sem er bara ein af þúsund ástæðum fyrir því að þessi leikur ber höfuð og herðar yfir aðra.
Vegashlaðvarpinu er að venju skipt í tvennt; 68. þátturinn er helgaður Austurdeildinni og 69. þátturinn gerir Vesturdeildinni skil. Þið getið hlustað á þættina í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt þá þar á mp3 formi til að setja inn á spilarann ykkar.
Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
68. þáttur - Austurdeildin
69. þáttur - Vesturdeildin
Athugasemdir og aðfinnslur sendist á: nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Wednesday, October 19, 2016
Í fréttum er þetta helst
Nú er blessunarlega aðeins vika í að deildarkeppnin í NBA fari af stað. Þangað til minnum við ykkur á hlaðvarpið okkar, þar sem fyrri hluti Vegashlaðvarpsins árlega (68. þáttur) er kominn inn og síðari hlutinn (69. þáttur) er alveg að detta inn. Þið getið nálgast þetta efni á hlaðvarpssíðunni okkar, eins og þið vitið væntanlega.
Eins minnum við ykkur á dagskrársíðuna okkar, þar sem þið getið séð hvaða leikir eru fram undan í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 Sport og NBATV rásinni. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá NBA á hverju einasta föstudagskvöldi í allan vetur eins og á síðustu leiktíð og fyrsti leikurinn á Sportinu þetta haustið verður viðureign Toronto og Cleveland kl. 23:00 á föstudaginn eftir viku.
Subscribe to:
Posts (Atom)