Wednesday, October 19, 2016

Í fréttum er þetta helst Nú er blessunarlega aðeins vika í að deildarkeppnin í NBA fari af stað. Þangað til minnum við ykkur á hlaðvarpið okkar, þar sem fyrri hluti Vegashlaðvarpsins árlega (68. þáttur) er kominn inn og síðari hlutinn (69. þáttur) er alveg að detta inn. Þið getið nálgast þetta efni á hlaðvarpssíðunni okkar, eins og þið vitið væntanlega.

Eins minnum við ykkur á dagskrársíðuna okkar, þar sem þið getið séð hvaða leikir eru fram undan í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 Sport og NBATV rásinni. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá NBA á hverju einasta föstudagskvöldi í allan vetur eins og á síðustu leiktíð og fyrsti leikurinn á Sportinu þetta haustið verður viðureign Toronto og Cleveland kl. 23:00 á föstudaginn eftir viku.