Friday, September 30, 2016

Nýtt hlaðvarp: Það styttist í þetta


 Nú er orðið afar stutt í jólin hjá okkur körfuboltafólki og föstudagskvöldið 30. september ætla snillingarnir í Domino´s Körfuboltakvöldi að hringja hátíðina formlega inn með fyrsta þætti vetrarins á Stöð 2 Sport, sem sendur verður út beint frá knæpunni á Kex kl. 21:00.

Hlaðvarp NBA Ísland fékk andlit þáttarins, Kjartan Atla Kjartansson, til að segja okkur frá vinnunni bak við tjöldin, framtíðaráformum í kring um þáttinn, Domino´s deildunum í vetur, landsliðunum, komandi vetri í NBA og margt, margt fleira.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir, ánægja og aðfinnslur sendast á: nbaisland@gmail.com