Friday, October 28, 2016
Veislan hefst í kvöld
Fyrsti NBA leikur vetrarins á Stöð 2 Sport verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 kl. 23:00 í kvöld þegar Toronto tekur á móti Cleveland. Þetta eru liðin sem léku til úrslita í Austurdeildinni sl. vor og því má búast við góðri skemmtun. Bæði lið unnu fyrsta leikinn sinn á leiktíðinni og LeBron James hlóð m.a. í þrennu og virkar í fantaformi.
Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá NBA öll föstudagskvöld fram á vorið í ár líkt og á síðustu leiktíð, sem er ekki amalegur eftirréttur á eftir beinni útsendingu frá Domino´s deildunum og þættinum Körfuboltakvöldi.
Þið getið séð hvað er framundan af beinum útsendingum á Stöð 2 Sport og NBATV á dagskrársíðunni okkar sem er í flipanum efst á NBA Ísland síðunni. Nú, eða hér, ef þú sérð illa.
Ritstjórn NBA Ísland óskar ykkur öllum gleðilegrar körfuboltavertíðar.
nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Dagskrá