Sunday, October 30, 2016

Nýtt hlaðvarp


Sjötugasti þáttur Hlaðvarps NBA Ísland er kominn í hús, en þar renna Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason yfir það sem staðið hefur hæst á fyrstu dögunum í deildarkeppninni í NBA.

Þeir ræða m.a. Golden State, San Antonio, New Orleans, Cleveland, Houston og LA Lakers. Þá kryfja þeir ógurlega byrjun Anthony Davis hjá New Orleans, vandræðaganginn á Draymond Green hjá Golden State og gera tæmandi lista yfir þá fáu leikmenn sem eiga raunverulegan möguleika á því að verða kjörnir leikmenn ársins í NBA deildinni. Allt þetta og miklu meira í nýjasta hlaðvarpinu frá NBA Ísland.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir, ánægja og/eða aðfinnslur sendist til: nbaisland@gmail.com