Wednesday, July 31, 2013
Molar um málfar með Paul Pierce
Efnisflokkar:
Celtics
,
Molar um málfar
,
Nets
,
Paul Pierce
,
Þetta verður vont á morgun
Chris Mullin hefur verið til í hálfa öld
Draumaliðsmaðurinn broddaklippti Chris Mullin varð fimmtugur í gær eins og karfan.is/Ruslið greindu frá. Því þótti okkur upplagt að henda hér inn nokkrum skemmtilegum myndum af kappanum, sem einhverjar fengu að líta dagsins ljós í liðnum okkar Mullin-mars á sínum tíma. Til hamingju með daginn, Mully.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Chris Mullin
Monday, July 29, 2013
Thursday, July 25, 2013
Wednesday, July 24, 2013
Karl Malone og Kúrekar Helvítis
Í tilefni af fimmtugsafmæli Karl Malone er ekki úr vegi að rifja upp hversu óstöðvandi hann var bæði á opnum velli og á blokkinni. Það skemmir svo ekki fyrir að láta bestu hljómsveit allra tíma halda uppi stuðinu á meðan. Mögnuð syrpa. Hækkið og njótið.
Uppfært: Malone er ekki sá eini sem á afmæli, heldur vill svo skemmtilega til að í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan Pantera gaf út plötuna Cowboys from hell. Titillag plötunnar er hérna fyrir neðan undir troðslum frá Karl Malone. Gaman.
Efnisflokkar:
Goðsagnir
,
Karl Malone
Karl Malone er fimmtugur í dag
"Geturðu hringt aftur eftir þrjá tíma? Ég er að fara á æfingu."
Hann er kannski aðeins mýkri að sjá í dag, en þeir segja að Karl Malone vegi enn 256 pund eins og þegar hann spilaði í NBA deildinni.
Svarið hér að ofan fékk blaðamaður sem ætlaði að taka viðtal við hann fyrir nokkrum dögum, en Malone tók nýverið við þjálfarastöðu hjá gamla félaginu sínu Jazz.
Hann er fæddur í Summerfield í Louisiana þann 24. júlí árið 1963 - og er því fimmtugur í dag.
Karl Malone var maðurinn sem setti kraftinn í kraftframherja-stöðuna. Flestir af 50 bestu körfuboltamönnum sögunnar fengu stóran hluta hæfileika sinna í vöggugjöf.
Malone var ekki einn þeirra.
Hann vann fyrir öllu sem hann afrekaði á ferlinum. Hann var ekki með stökkskot þegar hann kom inn í deildina og hitti ekki úr helmingi vítaskota sinna.
Tuttugu árum síðar var hann næst stigahæsti leikmaður sögunnar, tvöfaldur verðmætasti leikmaður deildarinnar og ellefu sinnum í 1. úrvalsliði NBA. Hann missti úr tíu leiki á átján ára ferli sínum með Utah Jazz, flesta vegna leikbanns.
Í dag er langsótt að leikmaður skori 25 stig og hirði 10 fráköst að meðaltali í leik heilan vetur. Malone var með 25/10 meðaltal á nítján ára ferli. Hugsaðu um það í smá stund.
Næsta orð á eftir Breivik er: "geðsjúklingur."
Næstu orð á eftir Karl Malone eru: "vann ekki titil."
Í deildarleik upp úr árinu 2000 var hann að taka vítaskot þegar ólátabelgur fyrir aftan körfuna byrjaði að hrópa glósur í átt til hans og vekja athygli á því að hann hefði nú ekki unnið helvítis titilinn.
"I work hard," ansaði Malone og laug engu.
Er þetta ekki lífið í hnotskurn?
Til hamingju með daginn, Karl.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Goðsagnir
,
Heiðurshöllin
,
Karl Malone
Tuesday, July 23, 2013
Akústískur Ástrali
Þessi geðþekki Ástrali fer ákaflega skemmtilega með titillag plötunnar Seasons in the abyss með Slayer. Tekur líka m.a. Mouth for war með Pantera með svipuðum tilþrifum. Mætti vera meira af svona fólki í heiminum.
Efnisflokkar:
Metall
,
Og nú að allt öðru
,
Tónlistarhornið
Sunday, July 21, 2013
Nýjustu Nets
Efnisflokkar:
Allt er vænt sem vel er grænt
,
Celtics
,
Félagaskiptaglugginn
,
Jason Kidd
,
Jason Terry
,
Kevin Garnett
,
Leikmannamál
,
Mikhail Prokhorov
,
Nets
,
Paul Pierce
Sunday, July 14, 2013
Til lukku, Spud
Troðkóngurinn fyrrverandi Spud Webb átti fimmtugsafmæli um helgina (f. 13/7´63). Ritstjórn NBA Ísland óskar honum hjartanlega til hamingju með það. Einhver annar þarna úti sem upplifir sig á leið á elliheimilið?
Hinn rétt um 170 sentimetra hái Webb tróð sér bókstaflega inn í hjörtu körfuboltaáhugamanna árið 1986 þegar hann sló félaga sínum Dominique Wilkins við í troðkeppninni um Stjörnuleikshelgina.
Ef þú hittir Íslending á förnum vegi, eru ágætis líkur á því að hann geti nefnt um þrjá til fimm körfuboltamenn með nafni sem spilað hafa í NBA deildinni. Spud Webb er glettilega oft einn þeirra, alveg eins og maðurinn sem er með honum á myndinni á bryggjunni hérna fyrir neðan.
Þetta sýnir okkur að þú þarft kannski ekki endilega að vera stigakóngur til að verða goðsögn í NBA deildinni. Webb skoraði nákvæmlega 9,9 stig á um það bil tíu ára ferli í NBA deildinni. Sá hefur örugglega fengið að heyra það oftar en einu sinni að hann hafi verið of lítill til að spila í NBA. Einmitt.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Ekki lítill lengur
,
Goðsagnir
,
Margur er knár
,
Spud Webb
,
Troðkeppnir
Saturday, July 13, 2013
Æ, sjá þessi krútt
Hérna eru nokkrar krúttmyndir frá Sports Illustrated.
Útskýra sig vonandi sjálfar. Smelltu til að stækka.
Efnisflokkar:
Gamla myndin
,
Krúttlegt
,
Stolið efni
Subscribe to:
Posts (Atom)