Sunday, July 14, 2013
Til lukku, Spud
Troðkóngurinn fyrrverandi Spud Webb átti fimmtugsafmæli um helgina (f. 13/7´63). Ritstjórn NBA Ísland óskar honum hjartanlega til hamingju með það. Einhver annar þarna úti sem upplifir sig á leið á elliheimilið?
Hinn rétt um 170 sentimetra hái Webb tróð sér bókstaflega inn í hjörtu körfuboltaáhugamanna árið 1986 þegar hann sló félaga sínum Dominique Wilkins við í troðkeppninni um Stjörnuleikshelgina.
Ef þú hittir Íslending á förnum vegi, eru ágætis líkur á því að hann geti nefnt um þrjá til fimm körfuboltamenn með nafni sem spilað hafa í NBA deildinni. Spud Webb er glettilega oft einn þeirra, alveg eins og maðurinn sem er með honum á myndinni á bryggjunni hérna fyrir neðan.
Þetta sýnir okkur að þú þarft kannski ekki endilega að vera stigakóngur til að verða goðsögn í NBA deildinni. Webb skoraði nákvæmlega 9,9 stig á um það bil tíu ára ferli í NBA deildinni. Sá hefur örugglega fengið að heyra það oftar en einu sinni að hann hafi verið of lítill til að spila í NBA. Einmitt.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Ekki lítill lengur
,
Goðsagnir
,
Margur er knár
,
Spud Webb
,
Troðkeppnir