Saturday, December 3, 2011
Ertu búin(n) að kaupa jólagjöfina í ár?
Það er farið að lækka í bolahrúgunni. Salan á NBA Ísland bolunum hefur gengið þokkalega, en enn eru nokkrir eftir.
Við höfum ákveðið að það verði Barnaspítali Hringsins sem fær að njóta góðs af hverri krónu sem kemur í kassann í bolasölunni.
Ætli við kaupum ekki eitthvað dót fyrir börnin. Þetta verða nokkrir þúsundkallar sem safnast og fínt að setja þá í eitthvað sem getur glatt krakkana meðan þeir dvelja á spítalanum.
Á myndinni má sjá stórmeistarann Jón Björn Ólafsson, ritstjóra karfan.is. Hann nældi sér í NBA Ísland bol í kvöld og tekur sig einstaklega vel út í honum.
Gaman hve margir úr fjölmiðlastéttinni hafa náð sér í bol til að leggja góðu málefni lið. En það er auðvitað líka freistandi að líta vel út.
Sendu póst á nbaisland@gmail.com ef þú hefur áhuga á að næla þér í bol.