Sunday, April 1, 2012

Kaldur Kobe


Í pistli hér fyrir stuttu vorum við eitthvað að væla um að það væri óheppilegt að 33 ára gamall Kobe Bryant með alla þessa leiki að baki á löngum ferli væri að leiða NBA deildina í spiluðum mínútum.

Frammistaða hans gegn New Orleans í kvöld undirstrikaði margt af því sem fram kom í pistlinum.

Bryant klikkaði á fyrstu 15 skotum sínum í leiknum, en "hrökk samt í gang" í lokin og skoraði það sem reyndist sigurkarfan í leiknum.

Annars vegar er Bryant einfaldlega orðinn drullu þreyttur eins og flestir leikmenn sem spila einhverjar mínútur í þessari geðveiki sem álagið hefur verið í vetur.

Hinsvegar undirstrikar Bryant ómennskan vilja sinn og baráttuanda, sem á sér engan líkan í deildinni.

Kobe er svo þrjóskur og viljasterkur að hann gæti látið klukku ganga afturábak með því að stara á hana.