Saturday, June 10, 2017

Cleveland lifði, setti met og skemmti


Við verðum bara að viðurkenna það. Við vorum mjög nálægt því að sökkva fyrr en nokkru sinni í NBA-lokaþunglyndið okkar. Það réðist á okkur að morgni fjórða leikdags lokaúrslitanna, föstudaginn 9. júní 2017.

Allt í einu helltist yfir okkur alda neikvæðni og vonleysis þegar við leyfðum okkur að hugsa út í það hvað hatursmennirnir og konurnar ættu eftir að segja þegar Warriors-liðið kláraði Cavaliers í fjórum eða fimm leikjum.

Við erum reyndar mjög gjörn á að þjást af þunglyndi á morgnana, enda eru morgnar ofmetnasta og asnalegasta uppfinning mannkynsins og fólk sem finnst gaman að vakna á morgnana og spæna helst beint út að hlaupa eða lyfta þungum hlutum í leik eða starfi á bara að dauðskammast sín. Hvað er eiginlega að ykkur!

En ókei, snúum okkur aftur að lokaúrslitunum. Við vorum semsagt þarna nývöknuð og þunglynd að hugsa um hvað jarmið í helvítis höturunum ætti eftir að verða gjörsamlega óþolandi í allt sumar og allan næsta vetur ef Warriors sópuðu eða heiðursmannasópuðu seríunni, þegar svona stórkostleg en einföld hugmynd spratt fram í kollinum á okkur.Það erum við sem ráðum því hvernig narratífinu verður háttað um þessi lokaúrslit eins og öllu öðru í NBA deildinni. Við getum haft áhrif á það hvernig þessi stjörnum prýdda sería verður mæld og túlkuð í framtíðinni. Fyrst og fremst ráðum við því öll sjálf - og þið lesendur líka - hvernig við túlkum þessa lokaúrslitaseríu alveg eins og allt annað sem verður á vegi okkar í lífinu.

Og þegar kemur að því að skrásetja óopinbera orðræðu- og munnmælasögu NBA deildarinnar á Íslensku, getum við lagt jafnvel nokkuð þungt lóð á vogarskálarnar. Og það þó við höfum ekki hundsvit á körfubolta, heldur aðeins áratugalanga óheilbrigða ástríðu fyrir fallegasta leik jarðar. Leiknum.Af hverju í andskotanum ættum VIÐ að hafa áhyggjur af því hvað eitthvað pakk sem hefur ekkert gaman af NBA og drullar hvort sem er yfir allt sem því dettur í hug á félagsmiðlum? Plís, sko.

Þið vitið væntanlega af hverju þessi hræðsla og neikvæðni hreiðraði um sig í hjörtum okkar á þessum tímapunkti. Jú, það var af því við vorum skíthrædd um að þegar helvítis haturskórinn byrjaði að drulla yfir deildina okkar fyrir lélega úrslitakeppni og nú ógeðslega ójöfn lokaúrslit, myndi hann næstum því hafa rétt fyrir sér.

Og þið getið ímyndað ykkur hvernig það færi með okkur að kyngja því að heil úrslitakeppni í NBA yrði drasl frá upphafi til enda. Þið gætuð alveg eins ætlast til þess að við tækjum þátt í júróvisjón á næsta ári. Það bara var ekki að fara að gerast.Eitthvað virðist þessi uppgerðar jákvæðni og hressleiki okkar hafa stuggað við körfuboltaguðunum, því þeir forðuðu okkur ekki aðeins frá sorglegri niðurstöðu eins og sópi, heldur buðu upp einn skemmtilegasta körfuboltaleik sem við höfum nokkru sinni séð!

Nei, Cleveland var ekki á leið í sumarfrí, alveg strax að minnsta kosti - og það lét ekki sópa sér út á eigin heimavelli, fjandakornið. Með fullri virðingu fyrir styrk Warriors-liðsins, hefði sóp bara verið lélegur árangur hjá ríkjandi meisturum sem voru ekki einu sinni með lykilmenn á sjúkralistanum að þessu sinni.

Ef við eigum að segja ykkur alveg eins og er, höfum við ekki hugmynd um hvað við eigum að segja um þennan stórfurðulega fjórða leik Cleveland og Golden State í nótt. En við skulum reyna, af því það er það sem við gerum, alltaf á endanum.

Þessi leikur hafði nokkurn veginn allt sem sögulega góður körfuboltaleikur þarf að hafa nema spennandi lokamínútur eða sigurkörfu og góðan varnarleik. Og þegar við vorum að hugleiða þessa staðreynd, byrjuðum við aftur að hugsa aðeins dýpra og pæla í því hvernig standi á því að leiftrandi sóknarleikur sé álitinn hálfgert blótsyrði nú orðið.Viðbrögð fólks við sóknarleik eins og Cleveland spilaði í nótt minnir okkur á viðbrögð íslenska meðaljónsins - bolsins - við peningum. Þetta fólk á í stórkostlega meðvirku og æpandi geðsjúku sambandi við peninga. Það hugsar ekki um annað en peninga allan daginn, en fullyrðir á sama tíma við alla sem vilja eða vilja ekki heyra það, að því sé skítsama um peninga.

Ef þetta fólk á ekki peninga, fer það í þunglyndi og grenjar, en ef því áskotnast svo góður slatti af peningum (eins og það óskaði sér, auðvitað), ja þá fyrst verður andskotinn laus og þetta sama fólk bókstaflega missir vitið þangað til það er annað hvort búið að gefa peningana eða það sem líklegra er, búið að eyða þeim í glórulausa vitleysu.

Minnir þessi hræsni og hringavitleysa ykkur ekki dálítið á hugmyndir manna og kvenna um sóknarleik í körfubolta? Flestir þjálfarar, t.d. í NBA deildinni, predika fyrst og fremst vörn og vilja alltaf byrja á því að laga varnarleikinn áður en þeir fara nokkuð að pæla í sóknarleiknum.

Það er aldrei langt að bíða þess að hlutirnir verði vandræðalegir í sóknarleik í körfubolta alveg eins og í peningamálunum og hræsnin er nákvæmlega eins. Þjálfarar þykjast bara pæla í vörninni, en ef þið gæfuð þeim sannleikspillu og helltuð í þá hálfri viskí, myndu þeir segja ykkur eins og er - að það sem þeir séu hræddastir við af öllu er að liðið þeirra geri sig að fífli í sóknarleiknum.Og það eru ekki bara lið sem líta illa út í sóknarleiknum. Sumir leikmenn voru einfaldlega ekki skapaðir á þessa jörð til þess að spila sóknarleik, eða kannski körfubolta yfir höfuð. Nærtækt og gott dæmi um þetta í NBA í dag er maður eins og Zaza Pachulia, miðherji Golden State.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Uppfært: Ritstjórnin villtist svona illa af leið þegar hún ætlaði að leiðrétta eina setningu í pistlinum að hún skrifaði flennistóra viðbót við hann - í miðjum pistlinum í þokkabót - sem ekki verður kölluð annað en ristill. 

Þið kannist við fyrirbærið, en það er þegar við missum stjórn á okkur og förum að halda þrumuræður um ákveðin málefni. Þessar ræður innihalda fá eða engin rök, aðeins fullyrðingar og gífuryrði, sem í stað þess að koma frá hjartanu eins og restin af efninu okkar (ekki kemur það frá heilanum, svo mikið er augljóst eftir 30 sekúndna lestur), heldur beint úr ristlinum.

Eftirfarandi hluti af pistlinum hefur verið endurskoðaður að hluta og talsverðu efni bætt við hann. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum geðklofa og ritstjórn lofar bót og betrun. Fréttum við.Zaza Pachulia er ekki búinn að gera neitt af viti alla úrslitakeppnina og það eina sem hans verður minnst fyrir í ár er að vera gaurinn sem:

1) Meiddi samherja sinn (Kevin Durant) með því að floppa eins og aumingi

2) Meiddi Kawhi Leonard viljandi og tók hann úr umferð og eyðilagði úrslitakeppnina fyrir San Antonio.

3) Gerði ekki sjitt í úrslitaeinvíginu annað en að missa boltann, klikka í dauðafærum, rífa kjaft (gaurinn hefur álíka mikið efni á því að rífa kjaft á körfuboltavelli og Egill Helgason hefur efni á því að hrauna yfir þéttvaxið fólk fyrir að vera á lélegu mataræði) og halda áfram að reyna að meiða andstæðinga sína. Og kosta lið sitt þannig enn frekari mínus.

Við fengum hárblástur frá lesanda/áhorfanda um daginn, sem þótti hatursáróður okkar gegn Zaza kominn út fyrir allt velsæmi. Þetta var alveg rétt hjá áðurnefndum lesanda/áhorfanda, fátt drepur jafn fljótt niður í okkur allt sem heitir fagmennska og það eitt að sjá þetta höfuðstóra gimp.

Finnst þér gaman að horfa á þetta drasl? Viltu borga aukalega fyrir það, jafnvel? Nei, í alvöru. Virtu þetta apparat aðeins fyrir þér og segðu okkur að þér finnist þetta kúl:


Þetta er það eina sem hann gerir. Hann flopppar og vælir. Og missir boltann og klikkar á sniðskotum undir körfunni af því hann er svo hræddur um að einhver komi við vatnshöfuðið á sér.

Nei, viðbjóður okkar og andstyggð á Zaza eykst því miður bara með hverjum leiknum þessa dagana og fyrir vikið er hann nú búinn að ná árangri sem við munum ekki eftir að neinum körfuboltamanni hafi tekist áður: hann er nú kominn í Heiðurshöll Hægðaheila og Hálfvita (H3 eða Há Þrjá), sem er félagsskapur sem ritstjórn NBA Ísland var að stofna nú rétt í þessu.

Hér er um að ræða fámennan hóp atvinnuíþróttamanna sem eiga það sameiginlegt að geta fengið okkur til að vilja ekkert heitar en að sparka í bæði krakka og hvolpa af hreinni heift með því einu að koma okkur fyrir sjónir í innan við tvær mínútur í senn.

Og elítuna í þessum barnasparks-hóp okkar skipa Didier Drogba, Diego Costa (sérðu eitthvað trend í þessu?), Luis Suarez, El Hadji Diouf, Arjen Robben og svo auðvitað nýjasti meðlimurinn, vatnshöfuðið Zaza. Þessir íþróttamenn hafa skarað framúr þegar kemur að því að fara í taugarnar á okkur undanfarin ár.

Fyrir þau ykkar sem eruð núna að hrækja á tölvuskjáinn ykkar og öskra upphátt af hverju það séu t.d. engir Real Madrid-leikmenn (hnnngh!) á þessum lista, þá verðið þið að reikna með því að sem betur fer erum við ekki að horfa á þessi nagdýr og drullusokka á hverjum degi - sem betur fer. Auðvitað ættu menn eins og Sergio Ramos, Pepe og á margan hátt Ronaldo að vera á þessum lista líka, en það vill bara þannig til að þeir hafa ekki hitt nógu vel á okkur - amk ekkert í líkingu við hinar hrææturnar.

Bottomlænið á þessum lista er að úrvalshópurinn sem fyllir hann er skipaður cheating, flopping, malicious, venomous, stupid fu***ing cu***s sem koma óorði á lið sín og leikinn hvar sem þeir koma og eiga ekki skilið að fá að spila hann - hvað þá að fá milljarða í laun fyrir að gera það!

Einstaka menn á þessum lista, *hóst* Suarez *hóst* eiga náttúrulega bara að vera lokaðir inni á geðveikrahæli fyrir hegðun sem hundum er lógað fyrir - en þetta skögultennta og þarmhuga undirmálsskítseyði fær bara launahækkun upp á milljarð í viðbót. Þetta er bull.

Þegar við hugsum málið betur, var reyndar einn leikmaður í NBA deildinni nánast kominn inn á þennan lista á síðustu mánuðum sínum í deildinni, en það var Kevin Garnett. KG var frábær leikmaður og allt það, en eftir því sem hann varð eldri og geðveikari, stundaði hann það meira og meira að reyna að meiða minni og minni bakverði í deildinni með jafnvel hættulegum fantabrögðum sem oftast voru í formi olnbogaskota í andlit.

Kevin Garnett var góður, en hann er enginn nagli og hörkutól eins og hann hélt sjálfur. Hann þorði aldrei að svo mikið sem rífa kjaft við nokkurn mann sem var eitthvað nálægt honum að stærð, en pikkaði þeim mun meira á saklausum bakvarðaraumingjum sem gátu ekki svarað fyrir sig. Og þá var Garnett rosalega stór kall.

Þetta er einkennandi hegðun fyrir níðinga og bullur, sem taka ógæfu sína út á minni máttar en hlaupa svo grenjandi í felur ef þeir mæta jafnokum sínum. Við höfum kynnst svona hyski og þið megið giska hvernig það endaði.Á myndinni hér fyrir neðan kontempleitar hrosshausinn Iman Shumpert* hvort hann eigi að "taka einn fyrir liðið" (og okkur öll) og negla þetta þefdýr í eitt skipti fyrir öll.

Nei, djóóók!**Nú líður okkur eins og Bruce Banner þegar hann vaknar hálf timbraður á skítugum sófanum sínum á teygjanlegustu nærbuxum í sögu mannkynsins.

Hann er með hausverk og hann er með massífan móral, þó hann hafi ekki hugmynd um hvað hann gerði í gær. Hann veit bara að hann fokkaði gjörsamlega öllu upp. Og þegar Bruce Banner fer og fokkar hlutunum upp sem Hulk, eru ágætis líkur á að Gísli Marteinn sé ekkert að fara að hjóla neitt í þeim bænum á næstunni. Það eru engar götur eftir til að hjóla á - og kannski engin hjól eftir heil heldur, fattiði.

Okkur minnir að á einhverjum tímapunkti í þessum pistli höfum við byrjað að tala um að vera jákvæð en strax myndað algjöra þversögn með því að byrja að mæta neikvæða fólkinu með enn meiri neikvæðni. Og svo byrjuðum við að hugsa um Zaza - og svo Suarez - og svo bara varð allt svart.

Fyrirgefið okkur. Það sem byrjaði sem lítil saklaus leiðrétting á einni setningu í þessum texta, varð að þúsund orða viðbót þar sem við frussuðum ósviknu hatri og fyrirlitningu í allar áttir yfir allt og alla. Þetta er ekki gott fyrir heilsuna. Þetta er náttúrulega ekki í lagi...
Hér endar viðbót kvöldsins við pistilinn - ristillinn - og nú snúum við okkur aftur að því sem við vorum að segja í upprunalega pistlinum...

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Það eru til fleiri vandræðalegar hliðar á sóknarleik einstaklinga og liða. Skemmst er að minnast hvað allt verður rosalega vandræðalegt á köflum þegar ákveðið lið er t.d. bara með einn góðan sóknarleikmann og ákveður því að hann eigi að gera ALLT í sóknarleik liðsins - slútta ÖLLUM sóknum.

Dæmi um þetta eru Russell Westbrook í vetur, Dwyane Wade hjá Miami árin áður en LeBron fór þangað, níundi áratugurinn hjá Michael Jordan og Mömbu-árin hans Kobe Bryant inn á milli titlanna.

Það er staðreynd að sóknarleikur er engu minna mikilvægur en varnarleikur ef lið ætla að ná árangri í NBA deildinni og þið þurfið ekki annað en að rýna aðeins í tölfræðina til að átta ykkur á því. Gamla klisjan um að varnarleikur vinni titla er ekkert fallin úr gildi, ekki misskilja okkur, en það sem við föttum ekki er hvers vegna í andskotanum fólk er svona rosalega spéhrætt  og skammast sín svona fyrir sóknarleikinn sinn.

Eini maðurinn sem spilar æpandi sóknarleik og er skítsama bæði um varnarleikinn sinn og hvað þér finnst um hann, er Mike D´Antoni þjálfari Houston, en hann hefur líka verið skotskífa haturskórsins í mörg ár af því vörn vinnur ekki bara titla (og sókn þá náttúrulega ekki) heldur eru það bara fávitar sem halda að þeir geti fengið allt fyrirhafnarlaust sem einblína á sóknarleikinn. Einhver "stökkskotalið" sem eru full af leikmönnum sem eru bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og spila ekki körfubolta eins og á að spila hann!Þetta er að verða komið á það stig að við erum sjálf orðin gáttuð á því hvað okkur tekst að fara fleiri þúsund orð út fyrir efnið í hvert einasta skipti sem við sláum á lyklaborð í nafni NBA deildarinnar. Við erum ekki alveg með það á hreinu hvað þið eigið að græða á því ef líking okkar varðandi sóknarleik og peninga gengur upp. Meira ruglið.

Ókei, slúttum þessu þá með því að fókusa fyrst aðeins á leikinn í nótt og svo á framhaldið. Við erum alveg 150% viss um að haturskórinn og leiðindapésarnir eiga eftir að baula þennan leik niður og hrauna yfir okkur þegar við segjum skoðun okkar á honum, nákvæmlega í takt við viðhorfið sem við útskýrðum hér fyrir ofan. En okkur er fjandans sama.

Okkur er nákvæmlega sama þó varnarleikurinn í leik fjögur hafi stundum verið bjánalega lélegur og gleyma því hvað við vorum og erum gáttuð á því að Golden State - þetta heimsklassa varnarlið - skuli hafa fengið á sig HUNDRAÐ-ÞRJÁTÍU-OG-SJÖ stig og tapað 137-116 þegar það átti auðvitað að vinna leikinn og tryggja sér annan meistaratitilinn sinn á þremur árum.Við þurfum að fara að troða því inn í hausinn á okkur öllum að það er allt í lagi að spila fokkíng sóknarleik annað slagið og láttu þér ekki detta það í hug að fara að tuða yfir því! Viltu ekki bara drulla yfir hvolpa og rjómaís í leiðinni? Viltu kannski renna norður í Skagafjörð og athuga hvort þú getur drepið hrossastóð með helvítis leiðindunum í þér?

Nei, við áttum það skilið að fá svona flugeldasýningu af leik í lokaúrslitunum, úrslitaeinvígi sem hefur boðið upp á frábæran sóknarleik frá fyrstu mínútu og öðru liðinu hefur mistekist einu sinni að skora innan við 113 stig í öllum fjórum leikjunum! Golden State er þannig að bjóða upp á mjög svo 9. áratugar-leg 119,8 stig skoruð að meðaltali í leik í lokaúrslitunum og Cleveland 113,8. Þetta eru tölur sem Mach Schau-liðið hans Magic hjá LA Lakers á 9. áratugnum hefði verið stolt af.

Eigum við ekki bara að semja um það að hætta að vera þessir fánaberar neikvæðni og leiðinda og hleypa smá sóknargleði inn í líf okkar? Akkúrat, við erum sammála. Þetta er bara skemmtilegt. Fá smá Reynir Pétur í þetta, smá Völu Matt... dass af Magga Skjévíng. Hah?En hvað eigum við þá að segja um einvígið í heild? Einhver ykkar geta reynt að mótmæla því, en leikurinn í nótt var bara svo fjandi góður einn og sér að hann er ansi nálægt því að redda einvíginu. Við erum ekkert að slá svona fram í neinu kæruleysi, lesendur góðir, okkur er alvara.

Við sögðum ykkur fyrir einvígið að gæðin í því myndu tryggja það að það yrði ljómandi skemmtilegt nánast alveg óháð því hvort það færi 4-0 eða 4-3.

Já, við sögðum nánast og auðvitað hittum við þá beint á þetta nánast-kjaftæði þegar Golden State komst í 3-0 og virtist ætla að pakka þessu og setja öll heimsmet heims í leiðinni. Þetta leit ekki vel út, við skulum viðurkenna það.

Þess vegna var þessi risafórn frá körfuboltaguðunum svona dásamleg í nótt. Auðvitað vonum við alltaf að allar seríur fari alla leið, af því við viljum alltaf fresta hinu óhjákvæmilega í fyrirsjáanlegri NBA-leysis örvinglan okkar. Við kvíðum sumrinu öfugt við annað og venjulegra fólk.

En á þessi sigur eftir að snúa einvíginu á haus líkt og gerðist í fyrra? Er Cleveland að fara að storma til baka og taka þessa seríu? Nei, sennilega ekki. Og sennilega endar ævintýri LeBron James og félaga meira að segja í Oakland á mánudagskvöldið (Sport sýnir, klukkan eitt, nema hvað).

Þeir líta þá kannski á þetta sem svo að þeir hafi þó náð að bjarga andlitinu með því að vinna þó einn leik og láta ekki sópa sér út á heimavellinum sínum.

En þeir gerðu meira en það. Þeir gáfu okkur einn skemmtilegasta og sóknarlega sturlaðasta leik sem við höfum nokkru sinni séð - óháð stað og stund - en það vildi svo vel til að þessi leikur var útilokunarleikur í lokaúrslitum og fær því fullt vægi. Það verður ekki mikið betra.

Sagan verður að leiða í ljós hvort þessi leikur í nótt nær að redda þessu einvígi frá því að dæmast hálfgert dödd og það fer náttúrulega mikið eftir því hvað gerist í næsta leik. Hvað sem því líður munum sannarlega gæta þess að missa ekki af þeim leik, frekar en neinum öðrum í þessu stjörnum prýdda og magnaða einvígi.

Og af því við erum í þessu uppreisnar- og hate the haters-skapi, ætlum við að nota þetta tækifæri til að hrópa hér yfir torg og heiðar hvað það var nú ógeðslega gott á leiðindapúkana sem misstu af þessum stórkostlega metleik í nótt. Það var svo gott á þá, enda áttu þeir ekki skilið að sjá hann. Það vorum bara við og þið sem sáum hann - fólkið sem elskar Leikinn.

Þið takið eftir því að þessi hugleiðing minnist varla einu orði á stórkostlega frammistöðu leikmanna beggja liða, en málið er bara að það er ekkert nýtt. Stórstjörnurnar í báðum liðum eru búnar að fara á kostum frá fyrstu mínútu í þessu einvígi og munu halda því áfram á mánudagskvöldið. Við skoðum frammistöðu einstaka leikmanna kannski frekar þegar einvígið klárast. Nægur tími til að sleikjast og skammast þá.

Megi þessi ógnvekjandi vel mannaða úrslitasería halda áfram að gefa af sér gleði og vonir.

Góða skemmtun, áfram, elsku vinir.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

* - Það geta ekki verið fleiri menn á þessari jörð sem eru með höfuð eins og hesturinn Herra Ed og nafn, sem er ekki bara kvenmannsnafn, heldur hljómar eins og eigandinn sé alveg klárlega giftur David Bowie (eða hafi verið það).

** - Auðvitað er þetta ekkert fokkíng djók! Þessi fáviti á skilið að fá einn á lúðurinn. Hann er ekki bara risavaxin og hárug varta, full af greftri, í annars dásamlega fallegu andliti Warriors-liðsins, heldur er hann búinn að sanna það endanlega í þessari úrslitakeppni að hann er BÆÐI hæfileikalaus OG fáviti. Ekki slæm uppskera. Þú veist, miðað við fávita almennt.