Friday, February 24, 2017

Félagaskiptagluggalokunarhlaðvarpið


Nokkur félög í NBA deildinni nýttu síðasta tækifærið til að styrkja sig áður en félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöldi. DeMarcus Cousins var stærsta nafnið sem skipti um heimilisfang þegar hann fór frá Sacramento til New Orleans, en hann var sannarlega ekki eini maðurinn sem skipti um lið í síðustu viku.

Í 76. þætti Hlaðvarps NBA Ísland fara þeir Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason ítarlega yfir öll helstu félagaskiptin sem litu dagsins ljós fyrir lokun gluggans og hvaða áhrif þau munu hafa í framhaldinu. Þá ræða þeir stórar hrókeringar á skrifstofunni hjá Los Angeles Lakers, þar sem Magic Johnson er nú orðinn kóngur í ríki sínu.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Þessi nýjasti þáttur hlaðvarpsins er í boði ritstjórnar NBA Ísland og er því ókeypis, en ef þig langar að auglýsa vöruna þína hjá okkur, er þér velkomið að senda okkur línu á nbaisland@gmail.com. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Kærleikur og blíðuhót sem kynnu að vakna hjá hlustendum vegna hlaðvarpsins er heppilegast að senda á netfangið nbaisland@gmail.com, en það má einnig nota til að koma á framfæri spurningum eða hugmyndum varðandi hlaðvarpið eða síðuna í heild. Við reynum að svara öllum bréfum sem berast, enda eru það hlustendur og lesendur síðunnar sem halda geiminu gangandi.