Friday, February 24, 2017

Framundan í NBA á Stöð 2 Sport



Af gefnu tilefni viljum við benda ykkur á að smávægilegar breytingar hafa verið gerðar varðandi beinu útsendingarnar úr NBA deildinni á Stöð 2 Sport það sem eftir er af deildarkeppninni. Sportið hefur haldið sig fast við föstudagskvöldin þegar kemur að NBA deildinni í vetur, en óheppilegir sýningartímar gerðu það að verkum að ákveðið var að færa nokkrar útsendingar af föstudögum yfir á sunnudaga. 

Þannig var leikurinn sem fyrirhugað var að sýna næsta föstudagskvöld ekki á dagskrá fyrr en klukkan hálffjögur aðfararnótt laugardagsins, en sunnudagsleikurinn er á dagskrá klukkan 20:30, sem augljóslega er miklu heppilegri sýningartími fyrir alla. 

Hér fyrir neðan sjáið þið beinu útsendingarnar sem eftir eru í deildarkeppninni á Stöð 2 Sport. Við hvetjum ykkur til að geyma þetta plan og kynna það um leið fyrir þeim sem kynnu að hafa áhuga á því. Þau ykkar sem eruð reglulegir lesendur NBA Ísland vitið svo að upplýsingar um beinar útsendingar frá NBA á Sportinu og NBATV er jafnan að finna á dagskrársíðunni okkar hér á þessu vefsvæði.

Ef þið hafið spurningar þessu tengt er ykkur velkomið að hafa samband á nbaisland@gmail.com og við munum gera okkar besta til að leiða ykkur í sannleikann. Hafið ástarþakkir fyrir.

Sunnudaginn 26. febrúar: LA Lakers - San Antonio kl. 20:30
Sunnudaginn 5. mars: New York - Golden State kl. 20:30
Föstudaginn 10. mars: Minnesota-Golden State kl. 01:00
Föstudaginn 17. mars: Detroit-Toronto kl. 23:30
Sunnudaginn 26. mars: Houston - Oklahoma kl. 19:30
Sunnudaginn 2. apríl: San Antonio - Utah kl. 19:30
Föstudaginn 7. apríl: Houston-Detroit kl. 00:00