Tuesday, January 24, 2017

Nýtt hlaðvarp


Í 74. þætti Hlaðvarps NBA Ísland ræða þeir Baldur og Gunnar skyndilega endurreisn stóra mannsins í NBA deildinni. Staða stóru mannanna í NBA deildinni var orðin svo slæm fyrir nokkrum árum að ritsjórn NBA Ísland bjó til sérstakan flokk um hana (Dauði Miðherjans), en nú er sannarlega bjartara framundan. Þeir félagar ræða svo að sjálfssögðu vandræðaganginn á New York, Stjörnuleikinn og heilmargt fleira. Þátturinn að þessu sinni er ekki í boði neins.

Okkur bárust athugasemdir vegna lélegs hljóðs á tveimur síðustu þáttum og þökkum kærlega fyrir þá réttmætu gagnrýni, en nú er búið að kippa þessu í liðinn og hljómgæðin í Hlaðvarpi NBA Ísland verða því áfram í heimsklassa.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Hlaðvarp NBA Ísland inniheldur engar auglýsingar og er enn sem komið er ókeypis, sem gerir það að einu verðmætasta afþreyingarefni sem völ er á. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir, ánægja og/eða aðfinnslur sendist til: nbaisland@gmail.com