Saturday, January 28, 2017

Hlaðvarp NBA Ísland: 75. þáttur


Gestur í nýjasta hlaðvarpinu okkar er Stjörnu- og Chicago Bulls-maðurinn Snorri Örn Arnaldsson. Snorri og Baldur kafa ofan í saumana á sápuóperunni sem er í gangi í Chicago, New York og Cleveland, ræða Mike D´Antoni og Spútnikliðið hans í Houston, endalausan styrk San Antonio, horfur í úrslitakeppninni og rífast um hver er besti alhliða leikmaðurinn í NBA deildinni svo fátt eitt sé nefnt. 

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Þessi nýjasti þáttur hlaðvarpsins var í boði ekki nokkurs skapaðar hlutar og er ókeypis. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Ánægja, áheit og blíðuhót vegna hlaðvarpsins sendast á netfangið okkar nbaisland@gmail.com, en það má einnig nota til að koma á framfæri spurningum eða hugmyndum varðandi hlaðvarpið eða síðuna í heild. Við tökum vel í allar bréfaskriftir og reynum að svara öllum bréfum sem berast, enda eru það hlustendur og lesendur síðunnar sem halda geiminu gangandi.