Monday, January 30, 2017

Austurdeildarvörutalning í janúar 2017


Um daginn skrifuðum við harðorðan rauntalspistil þar sem við viðruðum sterkar skoðanir okkar á stöðu mála í NBA deildinni. Til að gera langa sögu stutta, sögðum við að deildin væri pínu drasl akkúrat í dag, en það sem bjargaði henni væri að það væri óvenju mikið af alveg einstökum hæfileikamönnum að láta ljós sitt skína um þessar mundir. Liðin þeirra væru kannski léleg, en framboðið á hæfileikamönnum og piltum væri mjög gott.

Spekingar vestra hafa ekki tekið jafn sterklega til orða og við og hafa frekar fókusað á að valdajafnvægið í deildinni væri að breytast. Það er að hluta til rétt, því mörg af liðunum sem við kölluðum drasl í hroka okkar, eru lið sem eru jafnvel ung eða nýsamsett og því enn að finna sig. Það er löngu sannað að það tekur tíma að byggja upp góð lið í NBA deildinni, þó sum félög séu reyndar svo krónískt drasl að þau eru jafnvel búin að vera að byggja upp í áratugi án nokkurs árangurs *hóst* Knicks *hóst*

Hvað sem þessu líður, förum við aldrei af þeirri fasísku skoðun okkar að Austurdeildin sé ennþá drasl. Það má sjá ljósbirtu hér og þar í drullunni, en í það heila er þessi hluti deildarinnar ekkert annað en örlagarusl. Sjáðu bara þessa svokölluðu toppbaráttu í austrinu! Þetta er bara rugl!

Cleveland er gjörsamlega búið að drulla á sig undanfarið, en Toronto getur ekki kapítalíserað á það, af því það er að drulla á sig líka. Boston getur ekki kapítalíserað á það að Toronto sé að drulla á sig heldur og Atlanta getur ekki kapítalíserað á það að Boston sé að drulla á sig, af því þó það vinni reglulega fullt af leikjum í röð (nokkuð sem er óhjákvæmilegt þegar þú ert að spila megnið af leikjunum þínum í austrinu), þá tapa þeir alltaf jafnmörgum leikjum í röð beint í kjölfarið.

Austurdeildin er orðinn eins og mýrarboltaleikur milli tveggja drukkinna liða skipuðum kerlingum sem eru 60+ og 160+. Það er bara ekkert að frétta þarna núna.

Jú, jú, Washington er loksins f***íng farið að spila eins og það á að gera, en trúið okkur, það verður ekki lengi. Eins er Philadelphia líka farið að vinna nokkra körfuboltaleiki líka, sem er nokkuð sem ekkert okkar á eftir að venjast alveg strax.

En restin af austrinu er, lets feis it, drasl. Ekki kannski Brooklyn-drasl, ekki misskilja okkur, meira svona: "þið getið gleymt því að gera eitthvað í úrslitakeppninni næstu tvö til þrjú árin" -léleg.


Og þetta er ein af ástæðunum fyrir því að framkvæmdastjórar liðanna sem eru að þykjast vera að elta Cleveland í austrinu eru ekki að ýta spilapeningum sínum fram á borðið eins og stuðningsmennirnir vilja. Þess vegna reynir Toronto ekki að fá Paul Millsap, þess vegna er Danny Ainge of nískur til að eyða Brooklyn-valréttinum sem hann á.

Þessir menn vita sem er að í fyrra, í ár og kannski á næsta og þarnæsta ári, skiptir engu fjandans máli hvað þeir ná að kokka upp nógu góðum leikmannaskiptum eða yfir höfuð fá til sín leikmenn (fæst liðanna hafa burði eða kapítal til þess), þeir eiga enga möguleika á að slá Cleveland út úr úrslitakeppninni. Núll.

Cleveland hefur reyndar gert sitt besta til að halda í við stóru markaðina í New York og Chicago hvað varðar dramatík og þó að það sé ekkert nýtt að LeBron James taki smá sápudrama í fjölmiðlum, er ekki algengt að sjá hann vera eins harðorðan og bókstaflega ljótorðan eins og hann var um daginn þegar hann frussaði því út úr sér að liðið þyrfti hjálp - þyrfti annan playmaker.

Hmmm, ekki ætlum við að draga körfuboltaþekkingu LeBron James í efa, en við tippum á að það myndi kannski hjálpa Cleveland að rétta úr kútnum ef þeir myndu spila EINHVERJA vörn. En það gera þeir ekki og þeir eru ekki nógu góðir til að skjóta lið í kaf um þessar mundir - Korver eða enginn Korver.

Við erum búin að segja það 300 sinnum og eigum eftir að segja það 300 sinnum í viðbót: Cleveland MUN fá það - ekki í grillið - heldur á kaf í rassgatið, ef það hættir ekki að spila LeBron James svona óguðlegar mínútur í hverjum einasta leik. Það er ekki óráðlegt, það er bara pjúra heimska. Algjörlega fo***íng glórulaust. Afsakið orðbragðið, en það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi! LeBron James er þremur 40 mínútna vikum frá því að fokka upp á sér hnénu. Við erum ekkert að grínast með þetta!Það getur vel verið að við höfum ekki nennt að skrifa það, en við erum nokkuð viss um að við gættum þess vel að taka það fram í einhverju hlaðvarpanna í haust að New York og Chicago væru á leið með hnífa í byssubardaga. Þau náðu bæði að blekkja okkur áleiðis fram að jólum, en nú eru herbúðir beggja klúbba eins og geðveikrahæli. Og í tilviki New York er það einmitt eins og menn vilja hafa það.

Það er ekki hægt að skipta um eiganda, því miður, þannig að öxin verður að falla á næsta mann í röðinni, Phil Jackson. Við berum gríðarlega virðingu fyrir Phil Jackson sem þjálfara, en maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera sem framkvæmdastjóri. Eins ótrúlega og það hljómar, er NBA deildin búin að breytast gríðarlega síðan hann vann síðasta titilinn sinn með Lakers og það er margt sem bendir til þess að Jackson hafi orðið eftir í vegkantinum einhvers staðar á leiðinni í gegn um þessar breytingar.

Ekki misskilja, Phil Jackson hefur meira vit á körfubolta í hárunum í eyrunum á sér en við eigum eftir að sanka að okkur alla okkar ævi, en hvað mannaráðningar, stefnuskrá og lögfræði/samningahnoð varðar, er hann búinn að missa af lestinni. Ekki bara það. Hann veit ekki einu sinni hvar þá lest er að finna. Sérstaklega ekki þegar hann er ekki einu sinni í New York þegar liðið hans er að drulla upp á bak, leik eftir leik eftir leik. Við vottum aðdáendum Kristaps Porzingis innilega samúð okkar og skorum á stuðningsmenn Knicks að reyna hið ómögulega - að skipta um félag. Fara að halda með einhverju öðru félagi.


Það eru nákvæmlega þrjú lið í allri Austurdeildinni sem geta horft í spegil og sagt að þau eigi eitthvað í líkingu við bjarta framtíð. Philadelphia, Milwaukee og kannski Boston. Búið. Restin af liðunum eru annað hvort búin að toppa eða eiga litla sem enga möguleika á að verða góð. Almennilega góð, fattiði, ekki bara bleh-góð. Ekki horfa á okkur. Þetta er ekki okkur að kenna.

Framtíð Boston hefur verið talin björt allar götur síðan félagið rændi vitleysingana í Brooklyn öllum valréttum sínum í nýliðavalinu á einhverju sautján ára tímabili, en Danny Ainge og félagar eru alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu, réttu skiptunum, rétta leikmanninum til að hrinda byltingunni almennilega í gang. Það er pótensjall þarna, en fyrir utan ofurmannskennda spilamennsku Isaiah Thomas í sóknarleiknum, hefur Celtics-liðið valdið vonbrigðum í vetur.

Já, já, sumt af því skrifast á meiðsli, en það eru öll liðin í NBA deildinni meidd. Öll, með tölu. Svo það þýðir ekkert að væla yfir því. Lið eins og Boston á að heita með breidd til að díla við meiðsli, nema kannski þegar kemur að algjörum lykilmönnum. Flestir tippuðu á að Boston ætti eftir að vinna 50 leiki í vetur, eftir að það bætti við sig einu ári í viðbót af reynslu og plögguðu Al Horford í miðjuna.

En eins og stundum vill verða þegar lið eiga að taka skrefið frá því að verða krúttleg og yfir í að fólk fari að gera kröfur á þau, eiga þau til að drulla á sig. Við erum ekki að segja að Boston sé búið að drulla á sig, en þessi frábæri varnarleikur sem liðið hefur verið að spila undanfarin ár er hvergi sjáanlegur í ár og liðið getur ekki frákastað til að bjarga lífi sínu, frekar en áður.

Við skulum spara hraunið á Boston um sinn í ljósi þess að liðið er búið að moka sig í annað sætið í austrinu í gegn um drulluhauginn eftir Toronto, en við eigum alveg eftir að sjá Boston vera með læti í vor.

Svipaða sögu er að segja af Milwaukee. Þar voru mjög spennandi hlutir að gerast fram að jólum, en nú er skyndilega svo komið að þetta lið getur ekki keypt sigur. Það er samt óþarfi að vera að fá heilablóðföll yfir því, lykilmenn Bucks eru ungir og vitlausir og eiga margt eftir ólært. Þeir verða að fá tíma.Viðsnúningur Sixers hefur verið með ólíkindum undanfarnar vikur og hélst nokkurn veginn í hendur við ógurlega spilamennsku Joel Embiid, sem hefur ekki aðeins skilað fallegum tölum, heldur hefur hann sprengt alla skala í tölfræði fyrir lengra komna líka. Philadelphia er að tapa leikjum með 700 stigum þegar hann er útaf, en vinna leiki með 1700 stigum þegar hann er útaf - eitthvað þannig.

En fyrir skömmu fóru svo að gerast þeir stórmerkilegu hlutir að liðið fór að vinna leik og leik án Embiid líka. Þessir leikir sem hann er að hvíla þessa dagana hræða úr okkur líftóruna og við vonum að þessi hnémeiðsli hans séu ekki alvarleg, en við skulum fúslega viðurkenna að eins mikið og við hötuðum aðferðafræði félagsins á liðnum árum, eigum við eftir að stilla á leiki Sixers þegar það fer að tefla þeim Embiid og Ben Simmons fram saman. Það. Verður. Eitthvað.

Árangur í NBA deildinni er Maraþonhlaup og það eina sem Philadelphia er búið að gera í þessu hlaupi er að undirbúa sig vel og klæða sig vel. Nú fer sjálft hlaupið að hefjast og í því getur allur fjandinn gerst. En það eru ekki mörg félög í NBA sem eru jafn vel undirbúin og jafn vel klædd og Philadelphia, svo það ætti eitthvað gott að geta gerst þarna á næstu árum. Ef skrifstofan klúðrar því ekki gjörsamlega.

Munið að það er ekki eins og Sixers-menn séu búnir að vera að færa körfuboltaguðunum gjafir á undanförnum árum. Meira svona farið út á svalir drukknir og öskrað á þá á hverju kvöldi og sagt þeim að fara til helvítis. Því verður áhugavert að sjá hverju Prósessinn skilar þegar upp verður staðið, en við fáum ekki að vita það fyrir alvöru fyrr en eftir allnokkur ár.