Hugsandi fólk er enn í losti yfir því að bandaríska þjóðin hafi kosið sjálfsmiðaðan níðing og trúð til að taka við embætti forseta þar í landi. Þetta kemur körfubolta ekkert við, en körfuboltamenn og miðlar hafa séð ástæðu til að tjá sig um málið eftir niðurstöðu kosninganna í vikunni.
Þannig tóku Ernie Johnson og félagar í Inside the NBA á málinu. Shaq og Barkley voru dálítið hneykslaðir á niðurstöðunni en ætla að gefa forsetanum nýkjörna tækifæri til að sanna sig. Ernie Johnson bað Jesú Krist bókstaflega að hjálpa sér í beinni útsendingu TNT - hjálpa sér að vinna úr þessari niðurstöðu mála.
Það sem allir biðu hinsvegar eftir, var að heyra viðbrögð Gregg Popovich þjálfara San Antonio. Þeir vissu að þar gæti komið biti sem færi rakleitt í mest lesið. Og Pop olli ekki vonbrigðum frekar en venjulega. Hann lýsti yfir áhyggjum sínum og fordæmdi óábyrgar og níðskotnar yfirlýsingar forsetans í kosningabaráttunni, sem hann sagði að hefðu kostað hvaða barn sem er áralangt útgöngubann. Hann líkir Bandaríkjunum við Rómarveldi.
Fyrir þremur árum settum við fram tvíþætta spá. Fyrri hluti hennar spáði því að Trump yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fólk hló að okkur. Síðari hlutinn sagði að Trump yrði valdur að þriðju heimsstyrjöldinni í forsetaembættinu. Við vonum að fólk eigi líka eftir að hlæja að því.
Þegar Donald Trump er dauður.