Wednesday, June 8, 2016

Nýtt hlaðvarp


64. þáttur hlaðvarpsins fjallar að sjálfssögðu um úrslitaeinvígi Golden State og Cleveland. Þeir Baldur Beck og Gunnar Björn ræða sterka byrjun Warriors í einvíginu og hvort LeBron og félagar eigi möguleika á að snúa því sér í hag í næstu (heima)leikjum.

Þeir félagar missa sig svo auðvitað í gleðinni og fara að fabúlera um allt og ekkert í NBA deildinni í 90 mínútur, enda er ekkert annað að gera en blaðra þegar er svona langt á milli leikja í úrslitunum - og EM enn ekki byrjað.

Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir og aðfinnslur: nbaisland@gmail.com