Monday, May 16, 2016

Nýtt hlaðvarp um úrslitaeinvígi Vesturdeildar


Nýjasti þáttur hlaðvarpsins er að mestu helgaður einvígi Golden State og Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Fyrsti leikurinn í einvíginu er klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er rimma sem enginn körfuboltaáhugamaður eða kona má missa af, eins og fram kemur í þættinum. Í honum fær Baldur Beck þjálfarann Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir einvígið, en þeir ræða líka rimmu Oklahoma og San Antonio sem lauk á dögunum og ótal margt annað skemmtilegt.

Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Þar kemur líka nánar fram hvað tekið er fyrir í þættinum. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.